Morgunblaðið - 16.10.2004, Page 29

Morgunblaðið - 16.10.2004, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2004 29 ÚR VESTURHEIMI Vegna mikillar eftirspurnar og sölu sérbýlis í nýbyggingum undan- farna mánuði höfum við ákveðinn hóp kaupenda á skrá, sem ósk- ar eftir rað-, par- og einbýlishúsum á höfuðborgarsvæðinu. Við erum með áratuga reynslu í fasteignasölu og góða þekkingu á nýbyggingum. Við leggjum mikla áherslu á að þjónusta viðskipta- vini okkar sem best og að þeir fái sem mest fyrir sína eign. Allar nánari uppl. veitir Sölvi Þór Sævarsson, húsasmíðameistari og sölumaður nýbygginga, símar 5-900-800 og 6-900-804. OKKAR MARKMIÐ ER AÐ VEITA: Rétt verðmat - Hátt þjónustustig - Stuttan sölutíma BYGGINGAVERKTAKAR OG EIGENDUR NÝBYGGINGA SÍMI 5 900 800 Sölvi Þór Sævarsson, sölumaður Ólafur B. Blöndal löggiltur fasteignasali TÍU daga Íslandskynningu í Manitoba í Kanada lauk í Winnipeg í gær og tókst hún vel. ,,Þetta náði mjög vel til al- mennings og fjölmiðla. Um- fjöllun um Ís- land var í helstu sjón- varpsstöðv- unum og við fengum einnig mjög góða um- fjöllun í blöð- um,“ segir Pét- ur Þ. Óskarsson, viðskipta- fulltrúi á aðalræðisskrifstofu Íslands í New York og annar framkvæmdastjóri Iceland Nat- urally sem stóð að kynningunni ásamt aðalræðisskrifstofu Ís- lands í Winnipeg. ,,Þessi kynn- ing hér í Manitoba virðist hafa gengið afar vel.“ Kynningin var undir kjörorðinu ,,A Taste of Iceland“. Boðið var upp á ís- lenskan mat á þremur veit- ingastöðum í Winnipeg, íslensk- ir listamenn komu fram í ,,Íslendingabyggðum“ í Mani- toba og Ísland var kynnt sem ferðamannaland fyrir almenn- ingi og starfsfólki ferðaskrif- stofa. Hilmar B. Jónsson eldaði íslenskan fisk fyrir gesti á veit- ingastöðunum Pasta La Vista, Hu’s on First og Restaurant 529 Wellington. Björn Thorodd- sen og félagar í djasstríóinu Cold Front léku fyrir matar- gesti í Winnipeg auk þess sem þeir komu fram á tónleikum í borginni. Álftagerðisbræður eða tenórarnir fjórir eins og þeir voru kynntir komu fram á tón- leikum ásamt hinni íslenskætt- uðu Rachelle Gislason í Winni- peg, Árborg, Gimli og Lundar. Viðburðurinn vakti mikla at- hygli. Fjallað var um hann í helstu dagblöðum Manitoba, í útvarpi og sjónvarpi og fullt var á alla tónleika auk þess sem mikil spurn var eftir íslensku réttunum á veitingastöðunum. ,,Þegar við leggjum mat á það hvort svona verkefni hafi verið árangursríkt eða ekki skoðum við fyrst og fremst hvaða fjöl- miðlaathygli við höfum fengið því í gegnum fjölmiðlana náum, við til fjöldans,“ segir Pétur. ,,Það er auðvitað frábært að vera með húsfylli á tónleikum en aðalatriðið er að ná til fjöl- miðla og það gekk mjög vel í Manitoba. Tveimur vikum fyrr var Iceland Naturally reyndar einnig með Íslandskynningu í Toronto í samvinnu við Kvik- myndamiðstöð Íslands sem skil- aði sér í mikilli umfjöllun fjöl- miðla á þeim markaði svo kynningarnar í Kanada á þessu ári hafa gengið afar vel.“ Vel heppnuð Íslandskynning í Manitoba Pétur Þ. Óskarsson HEIMILDAMYND um dr. David Arnason, prófessor og deild- arstjóra íslensku- og ensku- deildar Manitobaháskóla í Winnipeg í Kanada, verður frumsýnd á næsta ári en unnið er að gerð hennar og fara tök- ur fram á Íslandi í næstu viku. Myndin um David Arnason er í þáttaröðinni Passed Lives, sem BBB framleiðendur (BBB Productions) í Montreal sjá um fyrir Global sjónvarpsstöðina. Hún verður 30 mínútna löng og segir David að framleiðend- urnir hafi haft samband við sig eftir að hafa séð heimilda- myndina Tied by Blood, a Journey into Genealogy, sem hann gerði um langömmu sína með Guðjóni Arngrímssyni og fleirum. Að undanförnu hafa tökur farið fram í Gimli og nágrenni, þar sem David ræddi meðal annars við Balda, föður sinn, Joe, föðurbróður sinn, og Stef- an Stefanson. ,,Þeir eru með þeim elstu á þessum slóðum sem muna hvernig lífið gekk fyrir sig á svæðinu fyrir margt löngu,“ segir David. Eftir að hafa myndað á Ír- landi koma kvikmyndagerð- armennirnir til Íslands þar sem þeir hitta David. Tökur fara fram í Skagafirði og Eyjafirði í næstu viku, en David er ætt- aður að norðan. Heimilda- mynd um David Arnason Morgunblaðið/Steinþór Frá tökum á heimildamyndinni um David Arnason í Gimli á dögunum. Stef- an Stefanson, Baldi Arnason og David Arnason ræða málin. Banki allra landsmanna Við færum þér fjármálaheiminn Landsbankinn hefur opnað aðgang að nýjum, glæsilegum verðbréfavef í samstarfi við E*TRADE. Í fyrsta skipti býðst Íslendingum að eiga milliliðalaus verðbréfaviðskipti með E*TRADE í gegnum netið á stærsta verðbréfamarkaði heims, Wall Street í Bandaríkjunum, og á mörkuðum í Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Nýttu þér einfalda og hagkvæma leið til að eignast stærri hlut í framtíðinni - með Landsbankann sem traustan bakhjarl á heimsmarkaði. Kynntu þér málið á www.landsbanki.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.