Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 2
Hvort það er af af séraguðmundarkyn-inu, því sauðfjárkyni sem Bjartur íSumarhúsum hafði mestar mætur á,skal látið ósagt – en þegar tönnunum er læst í gómsætt, mjúkt og safaríkt Gourmet kjöt- ið frá Norðlenska, er auðvelt að skilja hana Rósu, konu Bjarts, sem slátraði ánni Gullbrá og „át leingi leingi, með sömu græðginni, einsog hún ætlaði aldrei að seðjast“, hallaði sér síðan upp í rúm sitt og sofnaði og „svaf leingi“. Það er þetta með sauðfjárkynið Við Íslendingar höldum því fram að við eigum besta lambakjöt í heimi – og bara nokkuð til í því. Hér heima halda Þingeyingar því fram að þeir eigi besta lambakjöt á Íslandi – og bara nokkuð til í því líka. Þarna á Norðausturlandinu eru gróðursælar sveitir og matmiklar lyngheiðar, sumrin sólríkari og hlýrri en gengur og gerist annars staðar á land- inu; gróðurinn fjölbreyttur og fíngerður, svo fé gengur ekki í fjöru, heldur lónar sér á matarkist- um til heiða sumardægrin löng. Fé þetta er í raun- inni villibráð, eins og hún gerist best. Það er úr þessu hráefni sem Norðlenska hefur þróað þá framleiðsluafurð sem þeir nefna „Gour- met lamb“, forkryddaðar vörur sem seldar eru í lofttæmdum umbúðum. Og ekki vantar fjöl- breytnina: Rauðvínslambalæri, Villijurtalamba- læri, Gourmetlambalæri og Bláberjalambalæri. Svo eru það úrbeinuðu vörurnar: Lambainnlæri, Hunangslambasteik, Sinnepskryddað lamb og Lamba Rib-eye, að ógleymdri Lambagrillsteik- inni. En þótt kjötið sé forkryddað, þýðir það ekki að ekki sé hægt að leika sér með það og framreiða á allan þann hátt sem hugvitið leyfir. Það er ekkert því til fyrirstöðu að úrbeina lærin og setja í þau fyllingu sem fer vel saman við það krydd sem fyr- ir er. Í fyllingar má nota grænmeti, hnetur og kryddjurtir sem passa við marineringuna og þær eru ekki fáar kryddtegundirnar sem passa við rauðvín, villijurtir og bláber. Fyllingar geta innihaldið pistasíuhnetur, möndlur, rúsínur, hvítlauk, engifer, kanilstangir, kardi- mommur, svo eitthvað sé nefnt og til þess að þétta þær má sjóða og mauka lambahjörtu og lamba- nýru. Mjúkt og safaríkt Þeir sem ekki vilja fyllingu, geta eins vel lagt mik- ið af hvítlauk í ofnskúffuna á meðan lærið er bak- að, því hvítlaukur fer vel með nánast öllum kryddtegundum – og á alveg sérlega vel við lambakjötið góða. Einnig má nota engifer, basil, kóríander – allt eftir því í hvaða áttir keimurinn á að fara. Til þess að ná kjötinu eins mjúku og safaríku og raun ber vitni er beitt vissri vinnslutækni – sem auðvitað er iðnaðarleyndarmál, en hluti af því er að láta kjötið meyrna meira en almennt er gert og síðan er það marinerað í kryddjurtunum í tiltek- inn tíma, áður en því er vakúmpakkað. Svo er auðvitað hægt að stinga kjötinu beint á grillið, eða í ofninn, og njóta þess nákvæmlega eins og það kemur frá framleiðanda á hefðbund- inn hátt, með brúnuðum kartöflum, sultutaui, gul- rótum og grænum baunum, rauðkáli, rauðrófum og sunnudagssósu. Ótal framreiðslumöguleikar Það eru til ótal útfærslur á Gourmet lambakjötinu og ekki ófáar íslensku matreiðslubækurnar þar sem hægt er að finna hugmyndir að tilbreyt- ingum, þegar lambakjötið er annars vegar. En nú er vor í lofti, hinn ilmríki og bragðmikli gróður landsins við það að springa út og ekki úr vegi að halda á heiðar eins og sauðféð til þess að tína sér krydd í sósur og salöt. Dæmi um það hvernig hægt er að búa sér til eð- almáltíð úr til dæmis Villijurtalambalærinu er að útbúa sveppasósu; steikja sveppina í smjöri og KYNNING Lostæti af norðlenskum lyngheiðum 1 54 2 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.