Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 10
Þjónninn svífur í salinn með diskana á lofti og leggur þá á borð gestanna, sem loka augunum og beygja höfuðið lítillega niður og ilma af matnum. Fyrstu hrif lofa góðu, en lyktin er afar mikilvægur þáttur í ómeð- vituðu mati á gæðum matarins. Lyktin freistar eða fælir. Stundum falla þeir sem ætla ekki að fá sér neitt, fyrir lokkandi ilminum, og stundum hætta þeir við sem ætla að fá sér, sökum þess að maturinn ilmar ekki nógu vel. Hlutverk lyktarskynsins er m.a. til að vara eigendur sína við skemmdum mat eða eitruðum. Það veldur því einnig að sá sem snæðir nýtur matarins betur ef ilmurinn er svo lokkandi. Fágað form matarins Hákon Már Örvarsson, yfirmatreiðslumeistari Hótels Nordica, hefur ferðast víða og snætt á bestu veit- ingastöðum Evrópu, hann byrjar ævinlega á því að nema ilminn af matnum. Hann heillast einnig af fág- uðu útliti matarins og leggur áherslu á það í eigin matargerð. „Hann þarf að líta geysilega vel út, þar sem hver þáttur byggir annan upp,“ segir hann og að liturinn skipti miklu máli. Ákveðið þema getur verið í litunum t.d. pastel. „Léttir réttir eru oft litfagrir, en það eru engin lögmál í þessu, og það er undirstöðuatriði að gera rétt.“ Hann vill að það sé harmonía á disknum, fín og góð heild, og að bragð sé af matnum, en það getur þurft góða reynslu til að finna rétta „seasonið“ í kryddinu. Hákon hefur reynsluna, hann er bronsverðlaunahafi úr hinni þekktu Bocuse d’Or-matreiðslukeppni í Lion í Frakklandi. Áður en hann réði sig á Nordica starfaði hann á Michelin-veitingahúsi í Lúxemborg. „Fylgjast þarf með í þessu fagi af heilum hug ef mað- ur ætlar að vera með á nótunum,“ segir hann, „það felst ekki bara í því að vinna, heldur að fara mikið út að borða, ferðast og smakka. Fara á toppstaði í Evr- ópu til að upplifa,“ segir hann og að hann verði oft glaður í slíkum máltíðum, en einnig kemur reglulega fyrir að hann hafi gert sér of miklar væntingar. „Stundum er það bara eitthvað eitt, eitt atvik sem ger- ir matinn minnisstæðan,“ segir hann, „það gæti verið skemmtileg áferð á einhverju hráefni sem var smakk- að, nýtt og jafnvel óvanalegt bragð eða svo samsetn- ingin í matnum.“ Markmið Hákons sjálfs er að fá kúnnann til að finnast það hafa verið þess virði að borða á tilteknum stað. Allt verður þó að leika vel saman; Maturinn, vínið, umhverfið og þjónustan. Gesturinn á að fá ráðlegg- ingar um vínið og hann á kunna við þjónustuna. Nordica opnaði um mánaðamótin mars-apríl, og metnaðurinn stendur til að gera veitingastað Nordica að einum áhugaverðasta veitingastað í Evrópu. Skandinavísk áhrif „Nordica er stærsta hótelið á landinu og hér eiga að vera geysileg gæði, fyrsta flokks,“ sagði hann og bauð mér í lítinn túr um svæðið sitt á hótelinu. Veitinga- staðurinn er tvískiptur í bistro og A’la carte, þar sem boðið er upp á klassíska evrópska matargerð með nú- tíma viðhorfi. „Við verðum í takti við Skandinavíu, sem eru á grunni franska eldhússins með nýjum áhrifum evrópskrar matseldar,“segir hann. Auk þessa hefur veitingastjórinn, Gissur Kristinsson, valið um 500 víntegundir til að gestir geti fundið rétta vínið með matnum. „Á bistróinu verða léttir réttir, t.d. salöt, steikar sam- lokur og pasta,“ segir hann og að blandað verði sam- an íslensku hráefni við alþjóðlega matseld.“ Þar er hlaðborð í hádeginu með úrvali úr ýmsum áttum eins og og t.d sushi úrval, ferskt sjávarfang þrætt á spjót og eldað frammi í veitingasal, fersk salöt og antipasti svo eittvað sé nefnt. A’la carte-hlutinn er alhliða sérréttaseðill en áherslan er samt greinilega á fiskinn eins og sennilega er við hæfi hér á landi; skelfisk, túnfisk, þorsk og lax. Svo er það lamb, naut, kjúklingur og grís. A’la carte er í raun sérgrein Hákons, þessi fína A’la carte-matseld, þannig að gestir ættu að vera reiðu- búnir undir góða máltíð. Veitingastaðurinn er bæði opinn fyrir hótelgesti og gangandi. Túr um eldhúsið Hann sýndi mér eldhúsið og var Pétur Bogi kokkur að undirbúa eftirrétt; súkkulaðitart. Næst skoðuðum við 520 fermetra ráðstefnusal, þann stærsta á landinu. Hvert borð rúmar tíu gesti. Ráð- stefnuaðstaðan á Hótel Nordica er samtals um 2000 fermetrar. „Í kvöld (3. apríl) verða 370 manns í mat,“ segir Hákon og við förum í lyftu niður á neðri hæð eldhússins þar sem hann sýnir mér tækniundrið. Keyptir voru nýir ofnar og hraðkælir sem breytir starfsskilyrðum á veitingastaðnum. Hægt er að und- irbúa vel og tímanlega fyrir hvert tilefni og breyta þar með álagsstundum á matreiðslumönnum á nokkurn hátt. Hægt er að setja upp tilbúna diska, sem geymdir eru kaldir og síðan hitaðir í sértilgerðum ofnum þar sem hægt er að ráða rakastiginu á hitanum. „Gestir fá matinn á borðið heitan og safaríkan,“ segir Hákon, og að þessi aðferð verði notuð til dæmis á ráðstefnum og í stærri veislum. Þjónar munu svo svífa í salinn með diskana á lofti og leggja þá á borð gestanna, sem loka augunum og ilma af matnum, hrífast af fáguðu forminu, og bragðið verður eftir því. Það eina sem sker úr umgæðin „Fylgjast þarf með í þessu fagi af heilum hug ef maður ætlar að vera með á nótunum,“ segir Hákon, yfirkokkur á Nordica hóteli. „Það felst ekki bara í því að vinna, heldur að fara mikið út að borða, ferðast og smakka. Fara á toppstaði í Evrópu til að upplifa.“ GÓÐUR KOKKUR Súkkulaði EGG (4-6 egg) 30 g vatn 25 g sykur 35 g smjör 110 g dökkt hágæða súkkulaði 2 egg skvetta af kaffi skvetta af rommi Vatn og sykur soðið upp. Smjöri bætt saman við með sleif. Súkkulaði bætt saman við. Rommi og kaffi bætt saman við. Hellið blöndunni í eggjaskurn og bakið við 80C° hita í u.þ.b. 45 mín. Créme Brûlée EGG (4-6 egg) 6 eggjarauður 1dl mjólk 3 dl rjómi 55 g sykur 1 vanillustöng Hrærið saman sykur, eggjarauður og vanillu. Blandið saman við mjólk og rjóma. Sigtið blönd- una og hellið henni í eggjaskurnið (sem hvílir í eggjabakkanum, upp á jafnvægi) og bakið við 85°C hita í u.þ.b. 30 mín eða allt þar til blandan nær að stífna og þá er „eggið“ tilbúið. Geymið við stofuhita í minnst 1-2 klst. fyrir framreiðslu. Stráið hrásykri yfir og annað hvort setjið undir mjög heitt grill (yfirhita) eða brennið með gas- tæki. Til að taka ofan af egginu er hægt að setja stálhring (t.d. lítið kökumót) ofan á eggið og slá snöggt á það með matskeið. Þá myndast sprunga og hægt er að lyfta efri hlutanum af. Te xt i: G un n ar H e rs ve in n M yn d ir : O d d ur Þ ó ri ss o n

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.