Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 44
Blágræni = Blue Riband, appelsínuguli = Manhattan sweet, lillaði = 101 kokteill, ljósblái = 101 margarita, græna frumskógarlaufið = Mojito Heiðurinn af stólnum á Daníel Magnússon, myndlist- armaður og hönnuður, og hefur gefið honum nafnið „Lazy girl“. Stóllinn á rætur að rekja til eldri stóla sem Daníel hefur hannað en við gerð hans var áhersla lögð á að formin féllu að heildarútliti barsins og verð- ur stóllinn aðeins til í þessari útgáfu á 101 hotel. Lata pían getur varla verið óskyldari ættingi lata drengsins eða Lazy boy sem skipar virðingarsess fyrir framan sjónvarpið á afar mörgum íslenskum heimilum. Meðan húsbóndinn fellur í mók yfir sjón- varpinu fer lata pían út og sest með vinkonunum yfir café latté eða dýrindisdrykk, situr upprétt, glæsileg og fullkomlega vakandi. Þegar spurt er út í nafn stólsins, segir Daníel að honum hafi lengi verið hugleikið aðdráttarafl Lazy boy-sjónvarpsstólsins vinsæla. Hann segir að hann minni sig á þann gamla sið þegar lík voru látin standa uppi í heimahúsum í nokkra daga svo að fólk gæti kvatt hinn látna. „Lazy boy er eiginlega fyrir það, til að láta lík standa uppi“, segir hann, og veltir líka fyrir sér af hverju letin í nafninu sé tengd karlkyninu, „boy“. Ef til vill vísar það á karlmanninn sem fleygir sér í hinn ofur-þægilega ameríska hægindastól eftir daginn og hálf-deyr þar andlegum dauða yfir fótbolt- anum. Daníel lýsir yfir einlægri ósk um að þegar hann deyi fái lík hans að liggja á þennan hátt í stofunni. Hann viðurkennir reyndar líka að freistingin sé sterk og hann sé sjálfur aðeins hársbreidd frá því að falla fyrir aðdráttarafli mjúku sessanna við sjónvarpið. „Lazy girl“ er því eins og andóf eða mótvægi við þetta með seiðmagni sínu sem er af allt öðrum toga – fegr- uð, appolónísk útkoma af Lazy boy ef hann breytti um kyn og rétti úr sér … „Lazy girl“. Hönnun Daníel Magnússon. Tréverk: Ingvar Þorsteinsson (Ingvar og Gylfi), stálverk og áklæði: Stálhúsgögn. kokteilstund lötupíunnar Hreinar og skýrar línur eru í öndvegi í hönnun barsins á nýj- asta hóteli borgarinnar, 101 hot- el. Langt, svart og glansandi barborð í japönskum anda er miðpunkturinn, svartir bekkir og borð upp við spegilinn og síðan standa hvítir, háfættir og kvenlegir barstólar í skarpri andstæðu við svarta fletina. Hvít og ávöl formin í baki og sessu stólsins draga augað að þung- uðum veggnum – í bókstaflegri merkingu – því útilistaverk Lilju Pálmadóttur, „Klak“, blasir við og þekur vegg hótelsins eins og mis-óléttar konur.Te xt i: S te in un n H ar al d sd ó tt ir M yn d ir : Á sl au g S n o rr ad ó tt ir 1. Blue Riband (Blái borðinn) 3 cl gin 1½ cl Cointreau 1½ cl Curac̨ao-líkjör skvetta af súraldinsafa (lime) Hrist með ísmolum og sigtað í glas. Skreytt með sítrónuræmu. „Þetta er drykkurinn hennar Stefaníu – sem vaknar snemma um júnímorgun áður en sólin vaknar og það er allt að breytast. Stefanía vill klippa á bláa borð- ann, klippa á alla reiði og vonbrigði og losna við það. Eins og Eva borðaði af eplinu forðum til að eitt- hvað myndi gerast, þá vill Stefanía breytingar. Hún skálar ein við morgunhimininn – og fer. Hún er kona sem kann textana við allar íslenskar ástarballöður, á bæði Lónlíblúbojs og Lifun, en hún syngur fyrir sjálfa sig.“ 2. Manhattan sweet 4 cl Bourbon-viskí 2 cl Martini Rosso 3–4 dropar Angostura bitter kirsuber Hrist með ísmolum og sigtað í glas eða hrærður. „Þessi drykkur hæfir Helgu. Helga og Stefanía eru líkar að sumu leyti en eiga varla skap saman, senni- lega myndu þær skvetta kokteilunum hvor á aðra. Helga hefur helgað sig einhverju markmiði, hún er stærðfræðingur sem veit hvað hún vill, hún er búin að reikna dæmið, reikna út alla möguleika og lætur ekkert koma aftan að sér. Hún veit hvað hentar henni og það að fá sér Manhattan sweet er pólitísk ákvörð- un eins og að kaupa hlutabréf í einhverju. Vegna stærðfræðinnar myndi hún helst hlusta á verk eftir Gibbons eða William Bird yfir drykknum.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.