Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 36
01 Tortillakökur með
kjúklingaskinku, rjómaosti,
vorlauk, chilli og salvíu-
blöðum Ca 20–30 munnbitar
4 Tortilla-kökur
8 sneiðar kjúklingaskinka
100 g rjómaostur
vorlaukur
salvíublöð
1 ferskur rauður chilli-belgur
Tortilla-kökurnar smurðar með rjóma-
osti vel út að köntum. Í miðjuna er rað-
að 2 kjúklingaskinkusneiðum ásamt
sneiddum vorlauk, nokkrum salvíu-
blöðum og þunnum sneiðum af chilli-
belg sem búið er að taka fræin úr.
Rúllað upp og skorið í kökur á stærð
við munnbita.
02 Baka með kjúklingi,
blaðlauk og osti
Botn:
1 bolli hveiti
75 g smjör
3 msk kalt vatn
Hveiti og smjör sett í matvinnsluvél og
vatninu bætt út í skeið fyrir skeið.
Deiginu pakkað í plastfilmu og látið
standa í ísskáp í 1–2 klst. Deigið er síð-
an flatt út á hveitistráðan flöt með
kökukefli. Einnig er hægt að fletja það
út á milli smjörpappírsblaða. Deiginu
er því næst komið fyrir í formi og reynt
að hafa það þunnt og jafnt á þykkt.
Þannig botnar eru bestir.
Fylling:
1 blaðlaukur
1 rauð paprika
100 g brokkolí
2 kjúklingabringur
100 g sveppir
200 g rjómaostur
6 egg
250 g rifinn Gouda-ostur
salt
pipar
Kjúkingabringurnar steiktar í litlum
bitum í olíu eða smjöri. Sveppirnir létt-
steiktir í smjöri ásamt blaðlauk.
Rjómaostur og ostur bræddir saman í
potti. Því næst er öllum hráefnunum
bætt út í pottinn. Eggin sett út í síðust.
Kryddað eftir smekk. Best er að nota
nýmalaðan svartan pipar. Bakað í 30–
40 mín. við 180 gráður.
Bakan er einnig tilvalin til hádeg-
isverðar með góðu brauði og salati.
2 stórar kjúklingabringur
2 pokar af klettasalatsblöndu
2 avocado
100 g cashew-hnetur
1 flaska Chipotle glaze-sósa frá „The
Hot Spot“
Baunaspírublanda
1 askja bláber
Þetta sáraeinfalda og ljúffenga salat er
gott eitt og sér en gæti líka hentað
sem meðlæti með öðrum mat ef kjúk-
lingnum er sleppt.
Kjúklingurinn sneiddur í litla bita og
steiktur á pönnu í ólífuolíu og síðan
marineraður í Chipotle glaze-sósunni í
nokkra klukkutíma eða jafnvel yfir
nótt. Blandað saman í skál salati, mar-
ineraða kjúklingnum, baunaspírum og
avocado þannig að sósan loði við allt
salatið. Hneturnar og bláberin eru
ekki sett út í fyrr en rétt áður en rétt-
urinn er borinn fram.
04 Súkkulaðikaka
Kakan
4 egg
2 dl sykur
200 g smjör
200 g 70% dökkt súkkulaði
1 dl hveiti.
Egg og sykur þeytt vel saman þangað
til blandan verður létt og ljós. Súkku-
laði og smjör brætt saman varlega við
lítinn hita. Hveiti sett út í eggjablönd-
una. Súkkulaðið og smjörið sett út í að
endingu og hrært skamma stund. Sett í
smelluform því deigið lekur í gegn ef
það er sett í lausbotna form.
Súkkulaðihjúpur
100 g 70% súkkulaði
2 msk rjómi
Súkkulaðið brætt varlega og rjómi
settur saman við. Smurt ofan á kökuna
meðan hjúpurinn er vel heitur en hann
er mjög fljótur að þykkna og storkna
þegar hann kólnar. Sérlega gott að
setja fersk ber, t.d. jarðarber eða blá-
ber á kökuna þegar hún er borin fram.
Þeyttur rjómi spillir heldur ekki!
Saumaklúbbur
01 Tortillakökur með kjúklingaskinku
02 Baka með kjúklingi
03 Salat með marineruðum kjúklingi
04 Súkkulaðikaka
03 Salat með marineruðum
kjúklingi, avocado, cashew-
hnetum, baunum og bláberjum