Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 14
U P P S K R IF T IR 01/06 Tortilla fyrir 4 5–6 kartöflur 1 ½ dl ólífuolía 6 egg ½–1 tsk salt Nýmulinn svartur pipar Skrælið kartöflurnar og skerið í teninga. Hellið 1 dl af ólífuolíu á pönn- una og hitið vel. Setjið kartöflurnar út í og lækkið hitann. Steikið kart- öflurnar og hrærið stöðugt í þar til þær mýkjast (án þess að þær taki of mikinn lit). Setjið eldhúsbréf í skál og kartöflurnar ofan á bréfið. Hellið olíunni sem gengur af í bolla og þurrkið pönnuna. Þeytið eggin, saltið og piprið. Takið bréfið úr skálinni og blandið eggj- unum við kartöflurnar. Hitið aftur pönnuna og hellið í olíunni sem varð afgangs, u.þ.b. 2 msk. Hellið kartöflu- og eggjablöndunni út á og steikið við mikinn hita í um 1 mínútu, lækkið síðan hitann. Losið blönduna frá kantinum með spaða við og við. Þegar tortillan hefur stífnað að mestu leggið disk ofan á og snúið henni við. Hellið 2–3 msk af olíu í pönnuna og leggið tortilluna á pönnuna með steiktu hliðina upp, steikið í nokkrar mínútur. Spínattortilla Í stað kartaflna má setja 200 g ferskt spínat sem er ristað í ólifíuolíu og hvítlauk. Grænertutortilla Í stað kartaflna má setja 200 g frosnar grænar ertur snöggsoðnar í söltu vatni, blandað saman við eggin og 1 tsk estragon. 02 „French toast“ með kornsýrópi (Organic Wheat Syrup) fyrir 5 15 sneiðar franskbrauð, má vera dagsgamalt 5 dl mjólk 5 egg 1 msk sykur 1 msk mulinn kanill 1 msk muldar kardimommur 1 klípa salt 100 g smjör Kornsýróp (t.d. Organic Wheat Syrup) Pískið eggin með kanil, kardimommu og sykri. Pískið smátt og smátt mjólkina út í. Dýfið brauðinu vel í blönduna. Steikið á pönnu í smjöri þar til gullinbrúnt. Berið fram með sýrópi. 03 Gorgonzola með rauðlauk og eggjarauðu fyrir 4 4 rúgbrauðssneiðar smurðar með Gorgonzola osti, borið fram með rauðlauk og eggjarauðu og kerfli. 04 „Pocherað“ egg Brjótið eggið í bolla. Sjóðið vatn og kryddið með dálitlu ediki og salti. Takið hitann af. Haldið bollanum við vatnsyfirborðið og hellið egginu varlega út í. Takið eggin upp með gataskeið í þeirri röð sem þau voru sett niður. „Pocheruð“ egg með spínati fyrir 4 200 g ferskt spínat 1 laukur 2 hvítlauksgeirar salt og pipar ólífuolía 4 „pocheruð“ egg Hollandaise sósa Laukur og hvítlaukur smátt skorinn, sett í pönnu ásamt ólífum og steikt án þess að brúna. Spínatinu bætt í og hrært vel saman, látið steikjast í 2–3 mín., kryddað með salti og pipar. Sett á brauð, egg þar á ofan og sósan að lokum yfir. Hollandaise sósa fyrir 4 250 g smjör 1 tsk grófmalaður pipar 1 msk hvítvínsedik 1 msk vatn 3 eggjarauður safi úr ½ sítrónu salt Hitið saman vatn, edik og pipar og sjóðið þar til um 1 msk er eftir. Bræðið smjörið og kælið lítið eitt. Þeytið eggjarauður og ediksblöndu saman yfir vatnsbaði þar til hræran verður þykk og glansandi. Þeytið smjörið saman við í dropatala fyrst, síðan í mjórri bunu. Saltið og pipr- ið. Bætið sítrónusafa saman við. Haldið sósunni heitri yfir vatnsbaði – ekki er hægt að hita sósuna upp. 05 Pylsur á pönnu fyrir 2 2 pylsur 100 g beikon 1 laukur 1 lítil dós bakaðar baunir (má sl.) 2 egg ólífuolía Pylsur skornar í bita, laukur skorinn í sneiðar, beikon í litla bita. Allt sett á pönnu með ólífuolíu, ristað þar til gullinbrúnt. Bakaðar baunir settar út í. 2 egg brotin ofan í pönnuna og steikt við hægan hita þar til eggin eru tilbúin. 07 Buff tartar fyrir 4 400 g nautafilé 1 stk rauðlaukur 50 g rauðbeður 50 g perlulaukur 40 g kapers 2 stk súrar gúrkur 4 eggjarauður Rúgbrauðssneiðar Skerið allt grænmetið gróft niður. Hakkið nautafilé og mótið ofan á rúgbrauðssneið. Eggjarauða sett ofan á. Gott er að bera fram ný- mulinn svartan pipar með. 08 Heitt hollustuseyði með hvítlauk, engifer, soja og hráu eggi Búið til grænmetisseyði (má nota tening eða kraft) 4 hvítlauksgeirar ½ tsk ferskur engifer (skrældur) 3 msk soja Soðið í u.þ.b. 15 mínútur við jafnan hita, sett í skál með hrárri eggja- rauðu. 09 Núðlusalat fyrir 4 400 g hrísnúðlur/glernúðlur 200 g spínat 12 cherrytómatar 200 g klettasalat 2 vorlaukar 12 stk svartar ólífur 1 dl ólífuolía ½ dl hrísgrjónaedik 4 harðsoðin egg Sjóðandi vatni hellt yfir núðlurnar og látnar standa í 2 mín. Sigtaðar og settar í skál og ristað spínat ofan á (sjá aðferð fyrir „pocheruð“ egg). Cherrytómatar og klettasalat skorið niður og sett ofan á. Vorlaukur smátt saxaður og eggjabátar og svartar ólífur settar yfir. Edik og olíu blandað saman og hellt yfir. 10 Opin omeletta í pönnu fyrir 2 6 egg 2 tómatar 1 rauðlaukur, smár graslaukur, 2 msk 12 stk svartar ólífur 6 egg pískuð saman, krydduð m. salt og pipar, sett á meðalheita pönnu með ólífuolíu, steikt við hægan hita. Tómötum í sneiðum raðað á pönnuna og ofan á er settur sneiddur laukur. Ólífum og graslauk dreift yfir og pannan sett í ofn við yfirhita (grill) í ca. 3–4 mín. U P P S K R IF T IR egg Uppskriftir og matreiðsla: Snorri B. Snorrason Inngangstexti: Gunnar Hersveinn Myndir: Áslaug Snorradóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.