Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 5
Súpan er heit! Súpur eru það allra vinsælasta í matarheim- inum núna enda bæði girnilegar og bráðhollar og fjölbreytnin er endalaus. Súpa, súpa er nýr veitingastaður sem verður opnaður á næstunni í Þingholtsstræti 5 (gamla Ísafoldarhúsinu). Þar verða í boði girnilegar súpur af öllum gerðum og frá öllum heimshornum. Á matseðl- inum verður gamla góða kakósúpan, sætar súpur og kryddaðar, graskerssúpa, hörpu- skels-, krabba- og chilisúpa, steinseljusúpa, grænar, rauðar, brúnar og gular, gúrkusúpa, djasssúpa, blues-súpa og rokk-súpa, klass- ískar og nýstárlegar og langflestar fljótandi! Einnig verður hægt að taka súpu með sér heim – en farið varlega, súpan er heit! Nammidagshringurinn Ertu leið/ur á því að vera alltaf með sama hring- inn? Þá er þetta lausnin – hringur með skreytingu úr hlaupi sem þú getur skipt út eftir því sem þig lystir. Kannski rautt jarðarberjahlaup einn dag- inn, sítrónusúrt þann næsta. Hringurinn er úr 18 k. gulli og vegur um 50 g og fæst því ekki gefins en hlaupið fæst hins vegar út um allan bæ á fimmkall. Þessi skemmtilegi hlauphringur sem storkar öllum viðteknum hugmyndum um skart- gripi, er íslensk hönnun og hefur fengið umfjöll- un í ýmsum erlendum blöðum eins og Financial Times og New York Post og ýmsum hönn- unartímaritum. Íslenskir hlaupunnendur ættu að kynna sér málið. Hringurinn fæst í OR gullsmiðir Laugavegi. OAO – Nýjar vörur á markaðnum Eftirspurn eftir hollustuvörum, einkum lífrænum, fer hratt vaxandi um all0an heim. Nýverið var hafinn innflutningur á OAO-matvörunum hér á landi en þær eru framleiddar úr lífrænt ræktuðu hrá- efni án allra aukaefna. OAO stendur fyr- ir Organic Agricultural Organization og er framleiðslan undir ströngu eftirliti frá vottunarstofnunum eins og Ecocert, Biogarantie og Lima Expert. Virðing er borin fyrir þörfum umhverfisins jafnt sem einstaklingsins en einnig er lögð áhersla á að bragðgæði og falleg hönn- un haldist í hendur. Umbúðir OAO eru nýstárlegar enda unnar úr endurunnum pappa og hann- aðar af hinum heimsfræga Philippe Starck. Markmiðið var að láta vörurnar líta jafnvel út og þær brögðuðust og op- in á kössunum eiga að endurspegla tengsl manns og fæðu og auðvelda að sjá hvað mikið er eftir í pakkanum. OAO-vörurnar uppfylla kröfur þeirra sem láta góða hönnun skipta sig máli, engu síður en gæði innihaldsins. Í OAO-vörulínunni er m.a. að finna líf- rænt espresso-kaffi, sem ræktað er af Kogee-indjánum í fjöllum Sierra Nev- ada í Kólumbíu, eftir aldagömlum að- ferðum og eru baunirnar handtíndar og sólþurrkaðar og ræktunin öll án auka- efna eða eiturefna. Einnig eru í línunni spagetti, basil- ikumtómatsósa, mexíkósk tómatsósa, sítrónutómatsósa, tómatsósa með jurt- um, tómatsósa með svörtum ólífum, músli með ávöxtum, couscous, basmati hrísgrjón, thai hrísgrjón, nokkrir hrað- réttir, espresso kaffi, hrískökur, nokkr- ar tegundir af grænmetispaté, kornkex með súkkulaðibitum og heslihnetum, jómfrúarólífuolía, sjávarsalt, sesamsalt, svartur pipar, balsamik sinnep, epla- edik, balsamikedik, kornsíróp, súkku- laðisíróp unnið úr korni, eplasíróp, syk- urlaust heslihnetuviðbit og súkkulaði- og heslihnetuviðbit. Þá er hægt að fá nokkrar tegundir sam- an í fallegum gjafapakkningum. Um dreifingu OAO sér fyrirtækið arka ehf, Kirkjubraut 21, Seltjarnarnesi. Útsölustaðir Melabúðin Hagamel, Ostabúðin Bitruhálsi Fylgifiskar Suðurlandsbraut, Blómastofan Eiðistorgi, Mosfellsbakarí, Nóatún Hring- braut, Hverafold, Austurveri. Gjafapakkningarnar fást í Mosfellsbakaríi og Blómastofunni Eiðistorgi. Matur er mannsins megin – Maður er manns gaman Þessir tveir gömlu íslensku málshættir eru leiðarljósið í þessu nýja íslenska tímariti sem heitir m og fjallar um mat og vín. Í viðtölum við fólk á öllum aldri verður æ algengara að það nefni matargerð og léttvín meðal áhugamála sinna. Virðist sem þessi áhugamál séu meðal ör- fárra sem fólk á ýmsum aldri, með ólíkan bakgrunn og ólík viðfangsefni á sameiginleg. Matargerð hefur í vaxandi mæli skipað sess sem afþreying og áhugamál almennings í stað þess að vera nauðsynlegur hluti þess að draga fram lífið. Nægir að benda á vinsældir matreiðsluþátta í sjónvarpi og mikla útgáfu matarbóka og -tímarita. Mest af því efni er erlent, með nokkrum und- antekningum þó. Þá hefur áhugi á léttvínum aukist mikið eins og sjá má af töl- um um innflutning og sölu ÁTVR. Hvað úrval matvöru varðar hefur orðið alger bylting hér á landi á síðustu árum. Áhugi á mat og víni snýst ekki um munað heldur lífsstíl. Lífsstíl sem fjölmargir hafa valið sér. Matur á ekki að vera munaður. Að fólk gefi gaum að matreiðslu á ekki að þýða að hún sé kostnaðarsamari – oft þvert á móti, því margir kunn- áttumenn gefa mest fyrir einfaldleikann. Þetta tímarit snýst því ekki um mun- að heldur er því ætlað að koma til móts við þennan aukna áhuga landsmanna og vonandi endurspegla þennan nýja lífsstíl þar sem saman fara ánægjan af því að skapa og ánægjan af því að njóta. Það er ósk okkar sem að tímaritinu stöndum að það verði ykkur bæði til gagns og gamans. Verði ykkur að góðu! Bon Appetit! m. Útgefandi: Árvakur hf. Ábyrgðarmaður: Margrét Kr. Sigurðardóttir Efnisstýring: Margrét Kr. Sigurðardóttir, Áslaug Snorradóttir, Oddur Þórisson Texti: Gunnar Hersveinn, Steingrímur Sigurgeirsson, Steinunn Haraldsdóttir, Oddur Þórisson Ljósmyndir: Áslaug Snorradóttir, Oddur Þórisson Hönnun og útlit: Oddur Þórisson, Einar Geir Ingvarsson Umbrot: Harpa Grímsdóttir, Sigurbjörg Arnarsdóttir Forsíðumynd: Oddur Þórisson Auglýsingasala: Auglýsingadeild Morgunblaðsins, sími 569 1111, augl@mbl.is. Prentun: Prentsmiðja Árvakurs hf. Upplag: 58.000 eintök.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.