Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 40
G
Guðrún í Kokku segir að kokkahnífurinn sé í
raun framlenging á hendinni. Það er nauð-
synlegt að vera með gott tól í höndunum.
Hnífurinn er mikilvægasta verkfærið í eldhúsinu! Sá
sem á aðeins einn góðan kokkahníf getur bjargað sér
í eldhúsinu. „Enginn þarf að eiga 15 hnífa,“ segir Guðrún Jó-
hannesdóttir í versluninni Kokku á Laugaveginum, „Flestum
nægir fyllilega að eiga fimm hnífa og brýni.“
Guðrún hefur ávallt haft brennandi áhuga á eldamennsku og
segist vera græjufrík. En hún gerir þá einföldu kröfu að verkfær-
in virki. „Hver vill eiga borvél sem drífur ekki í vegginn eða
penna sem skrifar ekki?“ spyr hún. „Það er nóg framboð af
skrani, en þar sem það er eldhús á hverju heimili, þá finnst mér
að þar eigi að vera góð verkfæri.“
Vörurnar í búðinni hennar eiga það
sammerkt að vera vandaðar og nýtast í
eldhúsum. Hún hefur ferðast víða og
safnað að sér upplýsingum um góðar
vörur. Loks ákvað hún að gera áhuga-
málið að atvinnu.
Framlenging á hendinni
Ég heimsótti hana í búðina og byrjaði
auðvitað á því að skoða hnífana. Hnífarnir sem ég skoða eru
handsmíðaðir í GÜDE hnífasmiðjunni í Solingen. Aukaþungi er í
skaftinu þannig að gott jafnvægi myndast milli skafts og blaðs.
„Góður hnífur á að endast ævilangt,“ segir hún. „Ég vil koma al-
mennilegum vörum á framfæri, og vera með góðar græjur. Það
er gaman að vinna með þannig tól. Ef þau eru léleg finnst mér
vanta eitthvað upp á ánægjuna í eldhúsinu,“ segir hún.
Í búðinni er allt að finna í eldhúsið, jafnvel eldavélar sem ekki
eru fjöldaframleiddar heldur sniðnar eftir pöntunum. Þær heita
ILVE og getur fólk pantað þær í sjö mismunandi stærðum.
Guðrún er einnig fyrir skemmtilega og óvenjulega hluti og hefur
gaman af því að uppfylla óskir eða sérþarfir viðskiptavinanna,
og finna tæki sem auðvelda lífið í eldhúsinu. Þannig uppgötvaði
hún t.d. töng sem tekur steinanna úr ólífum. „Það er ekki nauð-
synlega jafnaðarmerki milli vandaðra tækja og verðs,“ segir
hún. „Ýmislegt er vandað án þess að kosta mikið.“ Hún segir að
óvenjulegir hlutir eins og ólífutöngin séu einnig vinsælar smá-
gjafir. Annar smáhlutur er pensill með tréskafti, en hárin eru
ekki nælon heldur handídregin hrosshár. Nælonið getur bráðn-
að á heitum mat, en hrosshárin ekki, og það gerir muninn.
Skipulag á eldhúsi
Guðrún telur að fólk eigi að fara sér hægt í breytingum á eldhús-
um. Hún er ekki hrifin af því að henda bara gamla eldhúsinu og
kaupa nýtt og prófa það eftir á og uppgötva hönnunargalla.
„Maður þarf að finna út með tímanum hvernig maður hreyfir sig
í eldhúsinu og hvar best er að hafa
hvern þátt.“
Smátt og smátt finnur fólk út hvar það
vill hafa hlutina, og það finnst aðeins
með því að hreyfa sig í rýminu. Hvar
er til dæmis þægilegast að geyma
matvinnsluvélina eða kaffið og kaffi-
vélina. „Eldhúsið er miðpunktur
heimilisins að mínu mati,“ segir hún
og að hún og maðurinn hennar hafi
sjálf tekið sér góðan tíma í að hanna eldhúsið sitt, og breyta því
smám saman, en framkvæmdir hafa staðið yfir með hléum í
rúmt ár. „Maður þarf ekki að gera allt í einu; ég vil líka gjarnan
eiga fyrir því sem ég kaupi og hef þar af leiðandi skipt eldhúsinu
út í áföngum eftir því sem fjárhagur hefur leyft“, segir hún.
„Búðin er þróuð út frá óskum viðskiptavinanna, sem hafa þar af
leiðandi tekið þátt í að móta hana,“ segir hún og að hún flytji
helst inn vörur frá litlum fjölskyldufyrirtækjum. Hnífarnir eru
t.d. frá einu slíku, en þar starfa nítján manns. „Ég er veik fyrir
handverki og litlum óvæntum hlutum eins og t.d. þessari hand-
unnu japönsku hreistursköfu úr messing, og líka sniðugum
óþarfa eins og sítrónubátapressu eða gjörð til að hengja kork-
tappa utan á vínflöskur“ segir hún að lokum.
Eldhúsið
er miðjan
Te
xt
i:
G
un
n
ar
H
e
rs
ve
in
n
M
yn
d
ir
: Á
sl
au
g
S
n
o
rr
ad
ó
tt
ir
Hér er svo lýsingin frá þeim hjónum
Þegar heim er komið er grillpönnu skellt á helluna og kveikt
undir. Á meðan hún hitnar er einföld útgáfa af húmmús útbú-
in. Safanum er hellt af baununum og þær maukaðar í mat-
vinnsluvél ásamt ½ til 1 hvítlauksrifi eftir smekk. Ég þori til
dæmis bara að nota ½ ef ég er að vinna daginn eftir. Maukið
er þynnt og smakkað til með ólífuolíu, sítrónusafa og salti, sett
í skál og skreytt með smá paprikudufti. Þegar pannan er orðin
heit eru kjúklingabringurnar þurrsteiktar.
Fyrir kryddlöginn er belgpiparinn fræhreinsaður (þeir sem
vilja hafa það mjög sterkt sleppa því) grófsaxaður og steyttur í
mortéli ásamt klípu af maldon salti og hvítlauk (½ til 1 rif).
Grófsöxuðu kóríander bætt saman við og steytt áfram. Að lok-
um er bleytt í kryddinu með vænni gusu af ólífuolíu og smá
sítrónusafa.
Brauðið er hitað í rist eða í ofninum, fetaostur settur í skál og
salatið gert klárt (einfaldast er að kaupa tilbúna salatblöndu).
Þegar bringurnar eru gegnsteiktar, þ.e. veita hæfilega mót-
spyrnu þegar potað er í þær, eru þær skornar niður og velt upp
úr kryddblöndunni.
Allt borið á borð og raðað í brauðin eftir smekk. Kosturinn við
þennan mat er að maður ræður hvað maður setur mikið af
hverju í sitt brauð. Börnin okkar, til dæmis vilja sum húmmús
og sum fetaost, þannig að allir fá eitthvað við sitt hæfi.
Kjúklingur í pítubrauði
„Hér leita ég í smiðju til bónda míns sem er miklu duglegri en ég að elda
hversdags,“ segir Guðrún Jóhannesdóttir, en blaðamaður bað hana um
einfalda uppskrift að hversdagsmat. Bóndinn er Þorsteinn Torfason.
„Ég virðist alltaf klára alla sköpunargáfuna í vinnunni. Hann hins vegar
hefur þann einstaka hæfileika að geta eldað góðan mat úr hverju sem er
og það þarf ekkert að kosta mikið,“ segir hún og hér kemur uppskriftin:
Kjúklingur í pítubrauði fyrir fjóra
2 kjúklingabringur
1 dós kjúklingabaunir
2–3 msk ólífuolía
safi úr hálfri sítrónu
1–2 hvítlauksrif
maldon-salt
1 rauður belgpipar (chili)
1 lúka kóríander
salat eftir smekk
8 pítubrauð
fetaosturK