Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 34
02 Won Ton með rækjum 20–24 Won Ton blöð (fást tilbúin í sælkerabúðum). 150 g hráar risarækjur 1 msk rifin engiferrót 1 hvítlauksrif 1 lítil handfylli eða svo af kóríander, saxað 1 rauður chili pipar, fræhreinsaður og saxaður 2–3 saxaðir vorlaukar Sex niðursoðnar kastaníuhnetur (Water Chestnuts) ½ msk sesamolía 1 msk soja Allt saxað saman og sett í matvinnsluvél í skamma stund. Gætið þess að rækj- urnar fari síðast út í svo þær maukist ekki um of. 1 tsk af fyllingu sett á blöðin og þeim lokað eins og skjóðu eða hvernig sem hugurinn girnist. Gufusoð- ið í 5–10 mín. Gott er að setja kínakál á botninn í gufupottinum og raða Won Ton-bitunum ofan á svo þeir festist ekki við pottinn. Gott að bera fram með tvenns konar sósum, sjá uppskrift að Dim Sum með svínakjöti. 01 Dim Sum með svínakjöti 02 Won Ton með rækjum 03 Steinbítur með blaðlauk og fetaosti 04 Appelsínu-undur 01 Dim Sum með svínakjöti Forréttur Fyrir 4 Deig: 150 g hveiti 50 ml sjóðandi vatn 25 ml kalt vatn ½ msk grænmetisolía Hveitinu er sáldrað í skál og vökvanum er blandað saman við einum í einu og hnoðað vel þar til deigið er orðið mjúkt. Rúllað í litla pylsu og skorið í 16 bita. Mótaðir litlir hringir úr hverjum bita og ein teskeið af fyllingu sett á hvern bita og lokað eins og lítilli skjóðu. Fylling: 75 g svínahakk 3 msk bambussprotar úr dós ½ msk sojasósa 1 tsk þurrt sérrí 1 tsk sykur ½ tsk sesamolía 1 tsk maísmjöl ½ grænn chili pipar saxaður og fræ- hreinsaður 1 msk rifin engiferrót 1 hvítlauksrif Öllu blandað saman og sett hrátt í deig- ið þegar það er tilbúið. Gufusoðið í 5– 10 mínútur. Gott og fallegt að strá ses- amfræjum yfir þegar þetta er borið fram og ekki verra að þau séu svört – svona fyrir augað. Sósur: Gott að bera fram með tvenns konar sósum. Sósa 1: „Sweet Chili“ sósa (tilbúin úr flösku). Sósa 2: Sojasósu, rauðum chili pipar í sneiðum og fínt skornum kóríander blandað saman. 03 Steinbítur með blaðlauk og fetaosti Fyrir 4 800 g steinbítur ½ blaðlaukur 2 msk gott sinnep salt og grófmalaður pipar ½ krukka fetaostur 2 pokar af „Merchant Gourmet white, red and wild Rice“ Steinbíturinn er smurður með sinnepi og steiktur í olíu á pönnu ásamt blað- lauk og fetaosti. Við steikinguna bráðnar osturinn og gefur milda en bragðgóða sósu. Fiskurinn er lagður yfir hrísgrjón á diski svo sósan renni saman við grjónin. Hrísgrjónabland- an er samansett af villigrjónum, hvít- um og rauðum hrísgrjónum, passar vel með fiskinum og gefur gott bragð. 8 skalottulaukar olía og balsamicedik Hægt er að kaupa þennan lauk tilbú- inn í krukku. Laukurinn er skorinn í tvennt og settur á fiskinn. Einnig er hægt að búa sjálfur til þennan edik- legna lauk. Laukur er afhýddur og settur í pott með ólífuolíu, látinn krauma góða stund en má þó ekki of- steikja. 04 Appelsínu-undur 4 appelsínur Efsti 1⁄5 hlutinn af appelsínunni er skor- inn af. Allt kjötið er tekið innan úr hverri appelsínu fyrir sig og sett í skál. Tómu appelsínurnar eru settar í frysti og látn- ar frjósa á meðan appelsínukrapið er útbúið. Appelsínukrap 300 g af sykri og 250 ml af vatni er soðið saman í potti í u.þ.b. 10 mínútur, þar til það fer að þykkna. Appelsínukjötið er sett saman við og látið sjóða skamma stund. Þegar blandan er farin að kólna er hún sett í frysti. Það tekur ísinn um 6–7 klst. að verða að krapi, en mik- ilvægt er að hræra í honum öðru hverju meðan hann er að storkna. Þegar blandan er orðin að léttu krapi er hún sett í matvinnsluvél svo appelsínukjötið og klakinn verði að léttri blöndu. Gott að setja aftur í frysti meðan verið er að útbúa marengsinn. Marengs: 150 g sykur 3 eggjahvítur Stífþeytt þar til blandan verður létt og ljós. Appelsínurnar eru teknar úr frysti og fylltar með appelsínukrapinu. Marengs sprautað ofan á hverja appelsínu og bakað í ofni við 240 gráður í 2–3 mín- útur þar til marengsinn er orðinn gull- inn. Borið fram undir eins meðan marengs- inn er enn heitur og ísinn enn frosinn. Aðalréttur: Kryddaðir asískir fiskréttir Vín: Gewürstraminer Reserve 2000. Flókinn blómkenndur ávöxt- ur með kryddangan. Eftirréttur: Marengseldaðar appelsínur – Appelsínu-undur Vín: Tokaji Aszú 5 Puttonoyos. Stórkostlegt sætvín, hunang, aprikósur, langt og gott eftirbragð. Fiskiveisla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.