Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 38
Mig misminnti með tapasið, það er ekki eins auðvelt og ég hélt. Að vísu úti um allt en ekki eins gott og í minningunni. Áður fyrr, til forna og aðeins síðar, var tapas ókeypis á börum Barcelona og annarra borga Spánar. Menn keyptu sér drykk og gátu nartað í snarl sem vertinn lét liggja frammi á borðinu. Þessi hefð hefur haldist, þ.e. að láta tapasið liggja á borðinu og þar, ef svo má að orði komast, LIGGUR vandamálið. Tapas er skemmtileg stemning, frábært með bjór eða glasi af víni en sjaldan nægilega ferskt að mínu viti til að vera merkileg matarupplifun. Þetta er vitanlega breytilegt á milli ólíkra tapas- staða, króketturnar sums staðar eins og lélegur ör- bylgjuréttur en annars staðar mjúkar og bragðgóðar. Víða er farið að slá í krabbasalatið og hér og þar er brauðið tekið að harðna undir gúmmelaðinu. Sumir staðir bjóða meira að segja upp á franskar og kokk- teilsósu (næstum því) sem hluta af stemningunni. Skinkan er víðast hvar frábær og eitt það besta við tapasbarina er að þar er stóri bjórinn raunverulega risastór. Tapas getur líka orðið þreytandi til lengdar og einn ferðafélagi minn hefur reiknað út að jafnan fyrir tap- as sé einn á móti fjórum. Þ.e. eftir að hafa borðað tap- as í fjóra daga getur maður ekki hugsað sér það í hálfan mánuð á eftir. Nema maður sé Spánverji, þá á jafnan ekki við, þá er tapas í blóðinu. Tapas gæti líka verið ástæðan fyrir því hve margir Spánverjar mót- mæla stríðinu í Írak. Þeir eru pakksaddir eftir tapas- át dagsins og vilja frekar berja í pottana sína á kvöld- in en að elda í þeim. Besta tapasið í ferðinni fengum við á mjög hefð- bundnum stað á Placa Sant Gregori upp frá Dia- gonal-breiðgötunni. Sá staður er rekinn undir merkj- um góðgætisframleiðandans Vilaplana og selur bæði mat og úrvals konfekt og bakkelsi. Í okkar tilfelli var tapasið á þessum stað ókeypis og kann það að skýra dálæti okkar á því. Regnhlífin Tragaluz Líkt og með fjölmörg hótel Ians Schrager í Englandi og Bandaríkjunum hefur það færst í aukana und- anfarið að ólíkir veitingastaðir séu reknir undir regn- hlíf hóps eða samsteypu. Þetta er ólíkt gömlu keðj- unum þar sem allt gekk út á að hafa hluti sem líkasta hvar sem þú kæmir. Hugmyndinni um eins rúm á Howard Johnson í Texas eða París eða sama borg- arann í New York og Róm er ýtt til hliðar og í staðinn koma veitingastaðir sem eru eins ólíkir og þeir eru margir. Rekstrarlegu hagræði er náð líkt og áður og staðirnir vísa vissulega hver á annan en upplifunin er alls staðar sérstök og þegar best lætur einstök. Dæmi um keðju eða hóp af þessu tagi er Grupo Tragaluz sem dregur nafn af veitingastaðnum Traga- luz á Passatge de la Concepcio út frá Passeig de Grazia-breiðgötunni. Tragaluz þessi var opnaður 1992 og náði þá strax fádæma vinsældum sem hafa haldist til dagsins í dag. Hann er líka vel heimsókn- arinnar virði, skemmtilega hannaður og maturinn virkilega fínn en í okkar tilviki þó ekki stórkostlegur. Tragaluz-hópurinn hefur síðan, í skjóli regnhlíf- arinnar, opnað sjö staði til viðbótar og auðnaðist okkur að prófa fjóra til viðbótar. Gegnt Tragaluz sjálfum er sushi-staðurinn El Japones, flott hannaður og býður upp á sushi í gæðaflokki sem hægt er að bera saman við betri sushi-staði í öðrum heims- borgum. Sérstök ástæða er einnig til að mæla með hvítri súkkulaðimús sem boðið er upp á í eftirrétt og jafnvel japanskri pitsu í hófi. Á Diagonal-breiðgötunni er Negro, villingurinn í hópnum og mesti djammstaðurinn í fjölskyldunni. Hann sver sig lauslega í ætt við staði eins og Asia de Cuba og Hakkasan í London eða Tao og Man Ray í New York. Þar má fá fínan mat, ekki frábæran, mikið af minni réttum og óvenjulegum bragðtegundum. Tónlistin er leikin hátt og ættu þeir sem kunna illa við það að halda sig fjarri. Húskokkteillinn Negro er þó einhver sá besti kaffikokkteill sem ég hef bragðað. Besti staðurinn í ferðinni og sá síðasti sem við heim- sóttum í Tragaluz-hópnum er El Principal á Prov- encea 286–8, einnig út frá Passeig de Gracia. Þessi staður er mjög látlaus og rólegur, líkt og að snæða inni í Armani-búð, og býður upp á katalónska matargerð með módernísku ívafi. Rétt er að taka það fram að útlit allra Tragaluz- staðanna er til fyrirmyndar og hönnun greinilega mikils metin innan regnhlífarinnar. Loks er ástæða til að þakka Paul McCartney fyrir frábæra tónleika og Áslaugu Snorradóttur fyrir Serano-skinku daginn eftir heimkomu sem virkaði eins og besti afréttari. www.grupotragaluz.com B A R C E L O N AB Fjórir dagar í Barcelona, átta máltíðir hið minnsta. Ef einhver þeirra verður nægilega góð til að mæla með, mun ég gera það eða þegja að eilífu um ferðina, a.m.k. í fjölmiðlum. Tapas telst ekki með. Það er of auðvelt. Og skinkan er engin áskorun, hún er himnesk. Miklu betri en sú ítalska, fyllri, mildari, villimannslegri. OK, allt öðruvísi, en samt betri. Þeir segja að það sé ómögulegt að fá slæma máltíð í Barcelona, katalónsk matargerðarlist, spænsk en undir frönskum áhrifum. Sumir segja sú besta í heimi. Ég veit að það er frábæran mat að finna ... en mun ég „rambla“ á hann? Te xt i o g m yn d ir : O d d ur Þ ó ri ss o n

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.