Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 42
Það gerist varla betra. Hvort heldur skal halda stóra veislu eða litla, standa fyrir saumaklúbbi, eða bara kræsilegu eftirmiðdags- kaffi fyrir fjölskylduna. Engin fyrirhöfn, ekkert púl, ekkert vesen. Taka bara upp símann og hringja í Meistaravörur eftir eðal- bakkelsi frá Frakklandi. Tveimur tímum síðar er það tilbúið á borðinu. Bakkelsið er flutt inn frosið frá Frakklandi, tilbúið á bökkum á veisluborðið, þar sem frostið hverfur úr því á einni til tveimur klukkustundum og það bíður lungamjúkt og ferskt eftir því að gestir gæði sér á því. Veisluborðið gómsætt og glæsilegt; verðið hagstætt. Á borðinu snittur með ostum, parmaskinku, gæsalifr- arpaté, svörtum kavíar, túnfiski og laxi, að viðbættum hvítlauk og kryddjurtum; Minitartalettur í pitsu-, quiche-, roqueford-, val- hnetu-, geitaosta-, lax- og hnetuútfærslu; Blinisbakki með reykt- um laxi, geitaosti og ýmsu öðru góðgæti. Og ef áherslan er á brauðmeti á borðinu, er hægt að bæta við eggjaböku Lorraine, blaðlauksböku eða geitaosts-basilböku. Sætabrauðið er af þeirri tegund sem Frökkum einum er lagið að skapa. Mjúk rommsúkkulaðikaka sem bráðnar í munni, eplabaka með stöppuðum eplum er ómótstæðileg með þeyttum rjóma eða ís og svo er það sítrónubakan: Hún er ekki af þessum heimi. Á sætabrauðsbökkunum eru mini makkarónur, samloku- sætabrauð með kremi á milli, vanillukremi, pistasíukremi, súkku- laðikremi, 72 kökur á bakkanum; Konditori Sinfóníubakki með pastry-brauði, 58 stykki með súkkulaði, karamellu, kirsuberjum og öðru gómsæti og síðast en ekki síst, Mirlitones-kökur í átta mismunandi útgáfum á bakka með 56 kökum. Nánari upplýsingar er að finna á www.meistaravorur.is og í síma 568 7000. KYNNING Franskir sælkeraveislubakkar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.