Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 27
Coca Cola-flöskurnar eru hannaðar af MY og framleiddar sem sérútgáfa. Veuve Cliquot Ponsardin-kampavíni Spánski manchego osturinn. gardínurnar í eldhúsunum, hvers vegna eru þær svona? „Íslenski eldhúsglugginn er altari. Konan stendur í eldhúsinu, vaskar upp og horfir á hlutina sem hún hefur stillt upp á altari eldhússgluggans“. „Hún blandar öllu saman, kínverskum vorrúllum, frönskum kartöflum og djúpsteiktum camembert osti“. Matargerðin er heillandi en Snorri yfirgaf gestina og skildi eftir á disk með fæti pönnukökutertu með nú- gat og kornsírópi í eftirrétt. Hún vekur barnslega lukku, og einhver fer að tala um hvað það sé gaman að gefa börnum að borða. Ánægjuhljóðið Börn gefa frá sér ósjálfráð ánægjuhljóð eins og mal þegar þau borða eitthvað gott. „Ég gaf syni mínum graut gerðan úr íslensku byggi. Hann sat og borðaði og ég spurði hvernig honum þætti grauturinn. Hann hélt áfram að bera skeiðina að munninum og sagði svo mjög tjáningarríkt „Góð- ur“. Hann var fullnægður.“ Málsverðurinn hófst með því að þögn sló á hópinn og honum lauk einnig þannig, því belgísku súkku- laðimýsnar birtust síðastar á diskunum. Það var mjög góður endir. Svo var skálað aftur í kampavínsglösunum hans Michaels Young, en hann var sjálfur fjarstaddur. Við skáluðum í raun einnig fyrir glösunum. MY nefn- ir glösin self cooling glass, en botninn er einskonar spegilgler. Nú hefur Rosenthal hafið framleiðslu á kampavínsglösunum og heilli línu af MY-glösum í sama stíl. Þau eru góð með mat. var lítil lína kynnt á gjafavörumessunni í Frankfurt og Rosenthal mun setja hana á markað núna í apríl. Það er fjölnota lína fyrir fingerfoods; bollar og skálar, salt og piparstaukur. Boðið hófst um miðjan dag og á meðan Snorri eldaði meðal annars gradineraðar ostrur og ferskan túnfisk skáluðum við í kampavíni og drukkum vatn. Sköpun Snorra var af sama toga og annarra, því allt skipti máli. Litasamsetningin, útlitið og uppröðun réttanna á borðinu. Þegar allir höfðu fengið sér á diskana kom jafnvel í ljós ólíkt val eftir litum og smekkur í for- gangsröð rétta sem voru snæddir. Einhver gerði því skóna að gestir veldu í litum á diskana í samræmi við liti klæðanna sem þeir bæru. En það var tilviljun. Suðrænn menningardagur Þögn ríkti fyrstu mínúturnar eftir að gestir byrjuðu að borða og eftir það aðdáun á gæðunum. Þetta var suðrænn menningardagur og maturinn vakti um- ræður um menningu, t.d. byggingarlist ýmissa landa. „Hvers vegna er torfbæjarbyggingarlistin ekki meira áberandi í íslenskum arkitektúr, t.d. hleðslan sem er svo heillandi?“ Og íslensk fatahefð. Hún er oft í svörtum litum yst, en jafnoft litrík á röngunni, líkt og eigandinn vilji njóta þeirra einn með sjálfum sér. Eða var það löng- unin til að vera ekki of áberandi sem réð, nema ef til vill bara heima hjá sér? Gardínumenningin íslenska Ein sagðist hafa farið í landkynningarbíltúr með ítalskri vinkonu sinni um borg og bæi og það sem vakti helst undrun hennar var íslenska gard- ínumenningin. Hvaðan kemur hún eiginlega? Og diskum og gestir báru þær að munni sínum. Margir réttir stóðu til boða og erfitt að ganga að eldhúsbekknum til að velja á diskinn í hvert sinn. Ágætt er að snæða melónusneið á milli ferða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.