Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 6
Steikið laukana í potti og hellið balsamicinu út á og sjóðið niður þar til það er orðið að karamellu, þá er madeiranu bætt út í og soðið niður um 2/3. Þá er soðinu bætt út í ásamt timianinu og soðið niður um 2/3 og sósan síðan sigtuð í annan pott og bragðbætt með smjöri, salti og pipar. Rucola kartöflur 4 kartöflur (skrældar og skornar í þunnar skífur) 2 dl olía 2 búnt rucola salat ½ búnt steinselja salt og pipar Sjóðið kartöflurnar í saltvatni þar til eldaðar í gegn, þá er restin maukuð í matvinnsluvél þar til þetta er orðið vel grænt og slétt mauk. Þá er kart- öflunum velt upp úr maukinu og raðað aftur sam- an í turn og hitað í ofni rétt fyrir notkun. Lambahjörtu 400 g lambahjörtu (hreinsuð og skorin í litla bita) 100 g kóngasveppir (fínt saxaðir) 50 g shallottlaukur (fínt saxaður) ½ dl lambasósa 3 msk maukuð andalifur Laukurinn og sveppirnir steiktir á heitri pönnu, hjörtunum bætt út í og haldið áfram að steikja þar til hjörtun eru orðin steikt. Þá er sósunni og lifr- armaukinu bætt í og smakkað til með salti og pip- ar. Borið fram í góðri brauðkænu. Fitu- og sinuhreinsið lambafillé og leggið í olíu svo hún rétt flæði yfir ásamt nokkrum stilkum af fersku timian og tveimur hvítlauksgeirum, látið standa í olíunni í lágmark 4 tíma á borði (ekki í kæli). Takið kjötið úr olíunni og steikið á heitri pönnu á báðum hliðum og kryddið með salti og pipar og klárið síðan í 180 gráða heitum ofni þar til ykkar uppáhaldseldun er komin. Madeirasósa 2 stk shallotlaukur (saxaður) 3 stk hvítlauksgeirar (saxaður) 2 dl balsamico 5 dl madeira 2 l lambasoð 2 stk timianstilkar 2 msk smjör Hvað á að borða í kvöld? Appetite eftir Nigel Slater. Fourth Estate, London 2001. Nigel Slater er höfundur metsölumatreiðslubóka í Bretlandi, skrifar fasta dálka í Observer, hefur unnið til fjölda verðlauna og fær bestu meðmæli frá Jamie Oliver eins og kemur fram á kápunni á nýjustu bókinni hans: „Matarlyst hvað langar þig að borða í dag?“ Bókin fékk hin virtu André Sim- on-verðlaun sem besta matreiðslubók ársins 2001. Fjöldi uppskrifta, allt frá hversdagsmat til flóknari samkvæmisrétta. 448 bls. Setið við súpuna Soup eftir Nick Sandler og Johnny Acton. (Kyle Cathie Limited, London 1999) Þeir sem þekkja til í matarheiminum vita að fátt er „heitara“ í dag en súpur sjóðheitar eða kaldar, tærar eða matarmiklar, hversdags eða framandi og meinhollar. Hér er sagt frá grundvallarregl- unum við að laga góðar súpur og hvernig má leika sér með hráefnin. Uppskriftir frá öllum heimshornum. 160 bls. Spánarvín The New Spain. A complete guide to contemporary Spanish wine. John Radford. (Útg. Mitchell Beazley. London 2002). Vönduð bók sem fjallar um öll vínhéruð Spánar og spænsk vín, allt frá klassísku Rioja-víni og sérrýi til „nýrra“ vína eins og Ribera del Duero. 224 bls. Bækurnar fást í Bókabúð Steinars, Bergstaðastræti 7. Bestur á Norðurlöndum Í mars fór fram Norðurlandakeppni matreiðslumeistara í Stavanger í Noregi og náði Ragnar Óm- arsson matreiðslumaður þeim frábæra árangri að hreppa efsta sætið. Árangurinn er einkar glæsi- legur þegar litið er til þess að Ragnar er einnig fyrstur Íslendinga til að sigra í þessari keppni. Ragnar hefur tvívegis hampað titlinum Matreiðslumeistari ársins á Íslandi en titillinn gefur rétt til þátttöku í Norðurlandakeppninni. Ragnar hefur starfað sem matreiðslumaður á Hótel Holti und- anfarin ár en hefur nú tekið að sér rekstur Þjóðleikhúskjallarans og eldhússins þar. Í keppninni átti forréttur að innihalda skelfisk og rækjur, aðalréttur lamb og epli skyldu vera uppistaða í eftirrétt- inum. Ragnar notaði íslenskt lambakjöt og lesendur geta hér spreytt sig á verðlaunamatseldinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.