Morgunblaðið - 24.12.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.12.2004, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Það eru að koma jól og fram-undan eru notaleg jólaboð-in stór og smá. En stund-um gengur ekki allt eins og í sögu því stundum er mikið liggur við fer eitthvað úrskeiðis við mat- seldina. Hvað er þá til ráða? Að sögn Hjördísar Eddu Broddadóttur, framkvæmdastjóra Leiðbein- ingastöðvar heimilanna, er besta vinnulagið að búa sér í haginn í stað þess að ætla að gera allt á síðustu stundu því þá eru miklu meiri líkur á að eitthvað fari úrskeiðis. „Ég mæli með því að gestgjafarnir vinni sér í haginn og undirbúi sitt lít- ið af hverju daginn áður í stað þess að missa af sjálfu jólaboðinu sökum anna í eldhúsinu. Stressið verður þá minna og allt miklu skemmtilegra. Margt má líka gera með lengri fyr- irvara og geyma í frysti, sem kann að draga enn meir úr álagseinkennum gestgjafanna.“ Hjördís Edda kann að gefa veisluglöðum holl ráð og snúa sér út úr þeirri klípu, sem kann að skapast þegar gestirnir standa á tröppunum og allt er að mistakast í eldhúsinu. Jafningurinn: Margir lenda í vandræðum með sósugerð, sér- staklega þegar verið er að baka upp sósu eða hvítan jafning með hangi- kjötinu. Einföld uppskrift af jafningi er á þessa leið: 1 dl vatn 2 msk hveiti 2 dl mjólk ½ tsk salt sykur Hristið kalt vatn og hveiti í kekkjalausan jafning, helst í hristi- glasi. Hitið mjólkina. Hellið hveiti- jafningnum út í mjólkina þegar hún sýður og hrærið stöðugt í henni á meðan og þangað til suðan kemur aftur upp. Sjóðið sósuna í fimm mín- útur við vægan hita og hrærið í öðru hvoru. Bætið 2–3 msk. af kaldri mjólk út í sósuna til að draga úr suð- unni. Saltið sósuna og setjið einnig svolítið af sykri. Smakkið til. Sósan: Ef útbúa þarf sósu fyrir fjöl- mennt jólaboð, sparar það mikla vinnu að gera hana daginn áður og geyma síðan í kæli. Sósuna þarf svo að hita upp við hægan hita og bæta mjólk eða vökva út í ef þarf. Ef áfengi á að vera í sósunni, er það allt- af sett út í samdægurs. Ef sósan mærnar, er of mikil fita í henni. Látið sósuna þá kólna, fleytið fitunni af og þeytið dálitlu af vatni saman við. Þá jafnar sósan sig aftur. Ef sósan er of þunn og hana þarf að þykkja, er gott að nota maísmjöl eða kartöflumjöl. Því er hrært út í vatn. Einn lítri af sósu þarf 5–6 tsk. af þykkingarefni sem hrært er út í 5–6 msk. af vatni. Sósan er hituð upp að suðu og blönd- unni hellt út í og pískað vel á meðan. Hlaupi sósa í kekki er best að taka fram sigtið og sía hana. Brennur við: Ef súpa eða sósa brennur við í pottinum, má alls ekki hræra í pottinum niður við botninn. Hella skal innihaldinu í hreinan pott og hitað upp að nýju við hægan hita. Of salt: Ef súpan, sósan eða pott- rétturinn er of salt á bragðið má setja hráa kartöflu út í til að sjóða með. Hún dregur í sig saltið. Sjóða eða steikja: Matreiðsluað- ferðin á hamborgarhryggnum og londonlambinu kann að vefjast fyrir mörgum. Mjög gott er að byrja á því að sjóða kjötið og setja það síðan í ofn. Kjötið er soðið í 30–45 mínútur miðað við 1–1¼ kg. Vatn er látið hylja kjötið og það soðið við vægan hita. Froðan er veidd af þegar þarf. Kjötið látið standa svolítið í soðinu áður en það er sett í ofninn. Sykurgljáinn útbúin, sett á kjötið og inn í ofn. Sykurgljáinn Gott er að blanda saman 2 dl púðursykri 1 dl tómatsósu 1 dl sætu sinnepi 3 dl rauðvíni Soðið saman í potti í 3–5 mín. Blandan borin jafnt og þétt yfir kjöt- ið, sem síðan er sett inn í vel heitan ofninn og steikt þar til sykurgljáinn er orðin brúnn og gljáandi. Kjötið skal ekki hafa of lengi í ofninum því það er ekki bragðgott ef yfirborðið brennur. Soðið má síðan nota í sós- una. Brúnaðar kartöflur 1 kg smáar og þéttar kartöflur 2½ msk smjörlíki 4 msk sykur 2 msk vatn Smjörlíkið brætt á heitri pönnu og sykrinum hrært saman við. Þegar sykurleðjan sýður og það byrjar að koma hvít froða, eru kartöflurnar settar á pönnuna, en vatninu hellt yf- ir kartöflurnar rétt áður. Pannan er hrist og varlega hrært í kartöflunum þar til þær eru gulbrúnar, gljáandi og vel heitar í gegn. Jólafrómasinn: Mörgum finnst erf- itt að nota matarlím og stundum mis- tekst jólafrómasinn. Glærir smáir kögglar í búðingnum myndast þegar hitastigið hefur ekki verið rétt og handtökin ekki nógu snör. Þegar matarlím er notað í búðinga er byrj- að á því að leggja það í bleyti í kalt vatn og það tekið upp úr án þess að kreista mikið. Matarlímið er brætt yfir gufu og síðan kælt. Gott er að miða við líkamshita og prófa á hand- arbakinu. Matarlímið má hvorki fara of heitt né of kalt út í. Því er síðan hellt í mjórri bunu út í þeyttar eggja- rauður og sykur og mikilvægt er að hræra jafnt. Þegar þetta fer að þykkna, er þessu blandað varlega saman við þeyttar eggjahvítur. Í stað matarlíms má nota matarlímsduft, sem er mun auðveldara í meðförum. Aftan á bréfunum eru góðar leiðbein- ingar, en ein matarlímsplata jafnast á við 1 tsk. af matarlímsdufti. Rjóminn: Rjóminn á tertuna eða eft- irréttinn þeytist best þegar bæði rjóminn og skálin eru vel köld og ef settir eru 2–3 dropar af sítrónusafa saman við, þá þeytist hann enn bet- ur. Baksturinn: Ólífræn lyftiefni geta komið hvert í annars stað. Ef ekki er til matarsódi/natron, má nota lyfti- duft í staðinn. 1 tsk. af matarsóda/ natroni jafngildir 2 tsk. af lyftidufti. Ekki er gott að geyma deig með lyftidufti í mjög lengi.  MATUR | Þegar góða veislu gjöra skal er gott að búa í haginn Stresslaus jólaboð mun skemmtilegri Hvað er til ráða þegar veislan er handan við hornið, en allt virðist ganga á afturfótunum í eldhúsinu? Hjördís Edda Broddadóttir, framkvæmdastjóri Leiðbeiningastöðvar heimilanna, er með nokkur tromp á hendi. Morgunblaðið/Kristinn Kjötið: Ekki skal hafa hamborgarhrygginn of lengi í ofninum. Morgunblaðið/Kristinn Kartöflurnar: Eiga að vera brúnar, gljáandi og heitar í gegn. Morgunblaðið/Árni Sæberg Rjóminn: Þeytist betur ef hann er vel kaldur og í kaldri skál. Leiðbeiningastöð heimilanna veit- ir ráðgjöf í síma 908-2882. join@mbl.is KARTÖFLUR eiga vel við marga hefðbundna jólarétti okkar Íslend- inga, enda ófáir sem borða brún- aðar kartöflur með hamborgar- hryggnum eða soðnar kartöflur í jafningi með hangikjötinu. Kart- öflur má þó matreiða á fjölmarga aðra vísu líkt og þessar uppskriftir frá kartöflubændum í Þykkva- bænum eru dæmi um. Waldorf-kartöflusalat Hvers vegna ekki að sameina tvo góða rétti í einn? Þetta salat hentar mjög vel með kalkún, villi- bráð og mörgu öðru. 1 kg forsoðnar Þykkvabæjar- kartöflur 2-3 epli 250 g vínber, helst steinlaus 1-2 vorlaukar (má sleppa) 100 ml majónes 200 ml (1 dós) sýrður rjómi, 18% 1 tsk rauðvíns- eða hvítvínsedik 1 tsk hlynsíróp nýmalaður pipar salt 12-15 valhnetukjarnar, grófmuldir Kartöflurnar settar í skál, sjóð- andi vatni hellt yfir og látnar standa smástund. Þá er þeim hellt í sigti og látið renna vel af þeim. Þegar þær eru hálfkaldar eru þær skornar í 2-4 hluta hver, eftir stærð. Eplin afhýdd, kjarn- hreinsuð og skorin í bita. Vínberin skorin í helminga og vorlaukurinn saxaður, sé hann notaður. Majón- es, sýrður rjómi, edik og hlynsíróp hrært saman í skál og kryddað með pipar og salti. Síðan er kart- öflum, eplum, vínberjum, vorlauk og valhnetum blandað saman við. Kælt. Einfalt kartöflugratín Með forsoðnum kartöflum má gera kartöflugratín á einfaldan hátt og bera það fram með alls kyns steiktum mat. 1 kg forsoðnar Þykkvabæjar- kartöflur 1 msk smjör nokkrar timjangreinar eða 1/2 tsk þurrkað timjan 1-2 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt (má sleppa) nýmalaður pipar salt 250 ml matreiðslurjómi 1 stórt egg Ofninn hitaður í 210°C. Kartöfl- urnar skornar í 2-4 hluta hver, eft- ir stærð. Eldfast mót smurt með smjörinu og kartöflunum dreift í það. Kryddaðar vel með timjani, hvítlauk, pipar og salti. Mat- reiðslurjómi og egg hrært saman og hellt jafnt yfir. Sett í ofninn og bakað í 25-30 mínútur, eða þar til gratínið er stífnað og yfirborðið hefur tekið góðan lit.  MATUR Kartöflur í hátíðarbúningi Tilbrigði: Waldorf-kartöflusalat. Einfalt: Kartöflugratín. Helga Soffía Gunnarsdóttir „Snjórinn, jólaljósin, laufabrauð og jólabland má ekki vanta. Það gerir allt svo hátíðlegt.“ Hvað er ómissandi á jólum? Snjórinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.