Morgunblaðið - 24.12.2004, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 2004 41
MINNINGAR HUGVEKJA
Það var aðfangadagskvöld,langt í burtu héðan ítíma og rúmi. Hlý ogmjúk birtan féll út umglugga húsanna, og það
var sungið. Og hlátur ómaði þegar
jólapakkarnir voru opnaðir.
En skósmiðurinn í þorpinu, hann
Panov, var einn heima. Konan hans
var dáin og börnin uppkomin og
flogin úr hreiðrinu. Og þarna sat
hann með Biblíuna í kjöltu sér og
las jólaguðspjallið sér til huggunar
og ánægju. Þarna var sagt frá þeim
Jósef og Maríu, svöngum og lún-
um, enda höfðu þau hvergi al-
mennilegan stað til að hvílast á.
„Ég hefði nú leyft þeim að gista
hjá mér,“ hugsaði Panov. „Nóg er
plássið í þessu húsi mínu.“
Og fjárhirðarnir! Já, og engl-
arnir! Ekki mátti gleyma þeim.
Eða vitringunum frá Austurlönd-
um. Maður lifandi, hvílíkar gjafir
sem þeir færðu!
„Hvað ætli ég hefði komið með,“
velti Panov fyrir sér, og varð litið
til kassa, sem blasti við í efstu hill-
unni í skápnum. Í honum voru litlir
skór. Hann hafði sjálfur búið þessa
skó til endur fyrir löngu, þegar
fingur hans voru liprir. En það var
nú þá.
„Já, ég hefði gefið skóna,“ hugs-
aði Panov og brosti. „Þeir voru það
besta sem ég nokkru sinni gerði.“
Ekki löngu síðar runnu gleraugun
hægt á nefbroddinn og Panov féll í
svefn.
Hann svaf fast og dreymdi mik-
ið. Þar liðu gleðirík aðfangadags-
kvöld framhjá, eitt af öðru, sem
hann og fjölskyldan höfðu átt sam-
an. Tregi draumanna stigmagn-
aðist og varð Panov ofraun, en þá
sá hann allt í einu annað andlit,
góðlegt og milt.
„Ég er Jesús,“ var sagt. „Ég hef
séð einsemd þína og sorg. Á þess-
um jólum mun ég koma til þín,
Panov!“
Gamli maðurinn hrökk upp.
Morgunsólin skein í augu hans.
Það var kominn jóladagur! Gengi
draumurinn eftir, myndi Jesús
koma til hans í dag!
Panov fór að ræsta hús sitt, hit-
aði því næst vatn og hellti upp á
sterkt og gott kaffi. Hvað eftir ann-
að varð honum litið út um glugg-
ann, ef vera kynni að draumagest-
inn færi nú að bera að garði. Þá sá
hann skyndilega mann koma eftir
götunni. Kannski var þetta Jesús,
sem gekk þarna hægum skrefum.
Með hirðisstaf. En, nei, þegar mað-
urinn kom nær, sá Panov hver var
þarna á ferð. Þetta var hann Serg-
ei, götusópari þorpsins, með kúst-
inn sinn. Hann átti aldrei frí. Panov
opnaði dyrnar og kallaði til hans:
„Mér sýnist þér vera kalt, vinur.
Og það hlýtur að vera einmanalegt
þarna úti á jóladagsmorgni.
Komdu inn og fáðu þér kaffisopa.“
Hann flýtti sér til Panovs, dust-
aði snjóinn af fötunum og nuddaði
bláa fingurna. Skósmiðurinn rétti
honum kaffifantinn. Og haldandi
sjóðheitu ílátinu milli dofinna hand-
anna lét götusóparinn notalegan
strókinn leika um kalt andlit sitt.
Sergei drakk kaffið hægt og
naut þess. Panov ræddi við hann
kurteislega, og sagði honum m.a.
frá drauminum, en fylgdist þó
grannt með umferðinni úti fyrir á
sama tíma.
„Ég vona að draumurinn ræt-
ist,“ sagði götusóparinn að lokum.
„En ég verð að halda áfram. Bestu
þakkir fyrir kaffið og þægilegheit-
in.“ Hann óskaði Panov innilega
gleðilegra jóla. Síðan var hann rok-
inn til vinnu sinnar.
Tíminn leið. Ein stund. Tvær.
Þrjár. Og líf færðist í götuna.
Panov setti pott yfir eldinn og sauð
kálsúpu. Hann sá nágrannana fara
í heimsókn til ættingja og vina, en
ekkert bólaði á Jesú.
En þarna var ókunn stúlka á
ferð, gekk hægt og bar eitthvað í
fanginu. Hún var tötrum klædd og
því skjálfandi í hinu mikla frosti.
Panov opnaði aftur dyrnar hjá
sér og kallaði. „Komdu inn, vina
mín! Komdu og yljaðu þér!“ Og
aftur var hellt upp á kaffi. Jafn-
framt bað hann stúlkuna um að
vera sem næst ofninum, og vildi
taka það sem hún var með í fang-
inu, til að létti henni byrðina, en
hún lagði það fastar að sér en áður.
Þá heyrðist skyndilega grátur.
„Barnið mitt er svangt,“ hvíslaði
móðirin unga. Panov brást skjótt
við og hitaði mjólk. Stúlkan gaf
barninu að drekka og tók ábreið-
una utan af því. Panov sá að það
var ekki í neinum skóm. Honum
varð strax hugsað til litla kassans í
efstu skáphillunni, teygði sig upp
og náði í hann og rétti stúlkunni.
„Ég get ekki tekið við þessu,“
sagði hún klökk. „Þeir eru allt of
fallegir og ég á þetta ekki skilið.“
„Æi, gerðu það vegna barnsins,“
bað Panov. „Það eru nú einu sinni
jólin.“
Þegar stúlkan var farin leit hann
aftur út um gluggann. Það var
byrjað að skyggja og enn bólaði
ekkert á Jesú. En betlarar ráfuðu
um götuna og væntu þess að ein-
hver rétti að þeim smáglaðning.
Og í þriðja sinn lauk Panov upp
dyrum sínum. Hann átti jú þessa
kálsúpu, sem líka var þegin með
gleði og borðuð af hjartans lyst.
Síðasti betlarinn yfirgaf húsið
þegar myrkur var skollið á. Panov
var orðinn þreyttur. Hann var enn
daprari en kvöldið áður og hafði
sjaldan verið jafn einmana og nú.
Eflaust hafði þetta bara verið
draumur, þarna nóttina áður. Ekk-
ert annað. Það hlaut eiginlega að
vera, úr því sem komið var. En á
svipstundu fann Panov að hann var
ekki einn. Hann leit upp og þarna
var sama andlitið og fyrr. Jesús
stóð í gættinni.
„Þegar ég var hungraður, gafstu
mér að borða,“ sagði hann. „Þegar
kuldinn sótti að mér, bauðstu mér
inn í hlýjuna. Og þegar ég var nak-
inn, klæddirðu mig.“
„Ha?“ sagði Panov. „Hvenær
gerði ég þetta?“
„Jú, þú bauðst götusóparanum
inn til þín í kaffi. Og betlararnir
fengu hjá þér mat. Og dýrmætustu
skóna þína gafstu fátæku barni
sem kuldinn næddi um. Í þessu
öllu reyndist þú mér sem bróðir.“
Og Jesús brosti.
„Gleðileg jól, Panov!“ sagði
meistarinn að lokum og hvarf svo
út í nóttina.
Draumurinn
sigurdur.aegisson@kirkjan.is
Barnið, sem fæddist í gripa-
húsi í litlu þorpi í Palestínu
forðum daga og var lagt í
jötu, óx síðan og dafnaði
og varð fulltíða maður.
Sigurður Ægisson endur-
segir hér einhverja þekkt-
ustu jólasögu allra tíma,
sem einmitt minnir á hina
oft gleymdu staðreynd.
✝ Ingi Vigfús Guð-mundsson fædd-
ist á Selfossi 28. júlí
1957. Hann andaðist á
heimili sínu 16. des-
ember síðastliðinn.
Foreldrar Inga voru
Guðmundur Guðna-
son, f. á Eyri við
Reyðarfjörð 30.4.
1924, d. 18.1. 1995 og
Fjóla Guðmunddóttir,
f. á Hellissandi 21.7.
1929, d. 8.6. 1998.
Systkini Inga Vigfús-
ar eru: 1) Kristín Kol-
brún, f. 14.10. 1948,
maki Samúel Jóhann Guðmund-
son. Þau eiga þrjú börn og fimm
barnabörn. 2) Valey, f. 13.9. 1950,
maki Svavar Valdimarsson. Þau
eiga fjóra syni og fimm barnabörn.
3) Guðmundur, f. 24.3. 1954, maki
Ólína Steinþórsdóttir. Þau eiga
eina dóttur saman en áður átti
Guðmundur tvo syni
og Ólína tvö börn.
Barnabörnin eru ell-
efu. 4) Halldór, f.
29.11. 1955, sam-
býliskona Inga Lúsía
Þorsteinsdóttir. Þau
eiga þrú börn saman
en áður átti Halldór
eina dóttur og á eitt
barnabarn. 5) Guðni
Þorberg, f. 15.5.
1960, d. 17.2. 1981. 6)
Guðrún Unnur, f. 5.3.
1964, maki Guðjón
Þór Gíslason og eiga
þau tvær dætur.
Ingi bjó á Selfossi til fjögurra
ára aldurs en þá flutti fjölskyldan
til Arnarbælis í Ölfusi. Er Ingi var
tíu ára flutti hann á Kóbavogshæli
og bjó þar til haustsins 2002 er
hann flutti á sambýlið í Skagaseli 9
í Reykjavík.
Útför Inga fór fram í kyrrþey.
Elsku Ingi minn, nú ert þú farinn,
ekki langt úr huga mínum, en til guðs.
Ég veit að þar taka vel á móti þér
pabbi, Guðni bróðir og mamma með
sinn hlýja faðm. Þar mun þér líða vel
eftir baráttu þína við krabbameinið.
Þú varst yndislegt barn frá fyrstu tíð.
Þó henti það að þú fékkst heilahimnu-
bólgu aðeins níu mánaða gamall en
það olli því að þú varst alltaf barn í
huga. Kátur broshýr og pínulítið
stríðinn strákur sem gaman var að
passa. Þú varst með mikla bíladellu
og þurftum við eldri systkinin að vera
fljót að hlaupa til að ná þér ef bíll sást
á ferð í sveitinni, því þú stökkst af
stað um leið og þú sást þá á „horninu“
sem var um kílómetra að heiman. Þú
varst lagviss og hafðir gaman af að
syngja. Ég gleymi aldrei þegar Kolla
systir, þá 17 ára bauð okkur í bíltúr. Í
útvarpinu kom nýtt erlent dægurlag.
Við sungum öll með en þú slóst okkur
við og kunnir meira af textanum. Lík-
amlega þroskaðist þú í mjög svo fal-
legan mann, ekki eitt grátt hár í þínu
þykka hári og drengjalegt brosið allt-
af á sínum stað. Þú varst mjög kurteis
og mikill sjarmör. Það var ekki leið-
inlegt að fara með þér á kaffihús því
þú heillaðir bæði starfsfólk og aðra
gesti með heillandi brosi þínu og glað-
legri kveðju. Að koma í heimsókn til
þín, fá hlýtt faðmlag, koss á kinn og
að sjálfsögðu spurninguna „í bíltúr?“
Það gleymist aldrei.
Samferðafólk þitt eftir að þú fórst
úr foreldrahúsum tíu ára gamall hef-
ur reynst þér afskaplega vel, þvílík
ást og umhyggja hjá fjölskyldu og
vinum þar hlýtur að vera einstakt.
Það sýndi sig best í útförinni þinni,
Ingi minn, að þau elska þig öll. Fyrir
það vil ég þakka.
Elsku bróðir, kveð þig að sinni en
minningarnar lifa.
Þín systir
Valey Guðmundsdóttir.
Það er komið að kveðjustund.
Í amstri jólaundirbúningsins
kvaddi hann Ingi Vigfús þetta líf.
Lífshlaup hans var hvorki einfalt né
sársaukalaust, – og við spyrjum, hver
er tilgangurinn? Hann fékk að fæðast
heilbrigður, en strax á fyrsta ári
breyttist allt. Veikindi sem síðar
leiddu til andlegrar þroskahömlunar,
eru okkur hinum óráðin gáta. Þrátt
fyrir það átti Ingi líka góða tíma, því
það þurfti svo lítið til að gleðja hann.
Kaffihúsaferðir, súkkulaðikaka og
„sígó“ var með því besta sem hann
gat fengið, betra en gull og gersemar.
Lengst af dvaldi Ingi á Kópavogshæl-
inu þar sem starfsfólkið hlúði að hon-
um af alúð og nærgætni.
Fyrir tveimur árum flutti hann svo
á sambýli að Skagaseli 9. Nú var
hann ekki lengur á „stofnun,“ nú var
hann kominn heim. En þá var eins og
það væri honum of gott, því í vor
greindist hann með krabbameinið,
sem samfara lungnabólgu lagði þenn-
an sterkbyggða dreng að velli. Það
var aðdáunarvert að sjá hvað starfs-
fólkið allt var honum einstaklega
gott. Það var gott að finna hve mikil
vinátta ríkti á milli hans og Þórodds,
svo og alls þess fólks sem annaðist
hann. Hjá því fann hann það öryggi
sem hann þurfti á að halda. Þessu
fólki öllu þökkum við af heilum hug.
Við hugsum til ykkar með hlýju og
vitum að fleiri fá áfram að njóta ykk-
ar starfskrafta á sama hátt og Ingi
Vigfús fékk.
Því miður kemst Ingi ekki til okkar
á aðfangadag eins og til stóð, því ör-
lögin höfðu ætlað honum annan stað, í
faðmi foreldra og bróður sem farin
voru á undan honum.
Á kertinu mínu ég kveiki í dag
við krossmarkið helgi og friðar
því tíminn mér virðist nú standa í stað
en stöðugt þó fram honum miðar.
Ég finn það og veit að við erum ei ein
að almættið vakir oss yfir,
því ljósið á kertinu lifir.
Við flöktandi logana falla nú tár,
það flýr enginn sorgina lengi.
Hún braut allar vonir, hún braut allar þrár,
hún brýtur þá viðkvæmu strengi,
er blunda í hjarta og í brjósti hvers manns.
Nú birtir, og friður er yfir,
því ljósið á kertinu lifir.
Sá einn þekkir gleðinnar gáska og fjör
sem gist hefur þjáning og pínu.
Sá einn getur sigrast á ótta og kvöl
sem eygir í hugskoti sínu,
að sorgina við getum virkjað til góðs,
í vanmætti sem er oss yfir,
ef ljósið á kertinu lifir.
(Kristján Stefánsson frá Gilhaga.)
Takk fyrir það sem þú gafst okkur
með þinni tilveru.
Góða nótt og Guð geymi þig
Halldór, Inga og fjölskylda.
INGI VIGFÚS
GUÐMUNDSSON
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Þegar andlát ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Þegar andlát ber að
Síðastliðin 14 ár höfum við feðgar
aðstoðað við undirbúning útfara.
Alhliða útfararþjónusta
Símar: 567 9110,
893 8638 og 897 3020
Rúnar
Geirmundsson
Sigur›ur
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Elskuleg móðir mín, amma og langamma,
RAGNHEIÐUR I. MAGNÚSDÓTTIR
frá Prestsbakka,
lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Klaustur-
hólum miðvikudaginn 15. desember.
Jarðsett vará Prestbakka á Síðu þriðjudaginn
21. desember.
Alúðarþakkir til starfsfólks fyrir frábæra um-
önnun og vistfólki fyrir elskulegt viðmót.
Sendum ykkur öllum, vinum og kunningjum, okkar bestu jóla- og nýárs-
óskir.
Ingibjörg J. Hermannsdóttir,
Magnús H. Axelsson,
Daníel Hrafn Magnússon,
Melkorka Magnúsdóttir
og fjölskylda.