Morgunblaðið - 24.12.2004, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.12.2004, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SAMKOMULAG ríkis og Reykja- víkurborgar um byggingu og reksturs tónlistarhúss og ráð- stefnumiðstöðvar við Reykjavík- urhöfn kveður á um að framlag þeirra vegna verkefnisins verði að hámarki 595 milljónir á ári á samningstímanum, frá 2009–2044, samkvæmt upplýsingum frá Aust- urhöfn-TR sem er einkahlutafélag í eigu ríkisins og Reykjavíkur- borgar. Framlagið er tengt neysluvísi- tölu og hækkar því samhliða henni. Hámarksframlag ríkis og borgar á þessum 35 árum er tæp- lega 21 milljarður króna. Fram- lagið skiptist þannig að ríkið greiðir 56% en borgin 46%. Nú- virði þessa framlags ef það væri greidd út í hönd, en ekki greiddir vextir í 35 ár, væri 11 milljarðar. Að auki fellur kostnaður við und- irbúning verkefnisins á Austur- höfn-TR, og þar með á ríki og borg, en áætlaður undirbúnings- kostnaður er 680 milljónir króna á árunum 2001–2008. Kostnaður við byggingu tónlist- arhúss og ráðstefnumiðstöðvar er áætlaður 7,3 milljarðar króna. Þá mun einkaaðili fjármagna bygg- ingu og rekstur hótels sem talið er að muni kosta annað eins. Rekst- urinn verður í höndum einkaaðila að byggja. Miðað er við að framkvæmdir við tónlistarhúsið og ráðstefnu- miðstöðina hefjist um mitt ár 2006 og að húsið verði tekið í notkun þremur árum seinna eða um sum- arið 2009. Kostnaður ríkis og Reykjavíkur- borgar við tónlistarhúsið 21 milljarður á 35 árum 680 millj. í undirbúningskostnað STJÓRN Læknafélags Íslands hvetur alla hlutaðeigandi, starfsfólk BUGL, læknadeild Háskóla Íslands, Landspít- ala – háskólasjúkrahús, menntamála- yfirvöld og heilbrigðisstjórnina að taka höndum saman um að bæta úr því, sem miður kann að hafa farið í málefnum barna- og unglingageðlækninga á Ís- landi. Í yfirlýsingu frá stjórn Lækna- félagsins segir að hún hafi á fundi sín- um 7. desember sl. rætt barna- og ung- lingageðlækningar á Íslandi. Tilefni þess var viðtal sem birtist í Lækna- blaðinu við nokkra barna- og unglinga- geðlækna og viðtal Morgunblaðsins við Helgu Hannesdóttur lækni. Í viðtölum þessum hafi komið fram áhyggjur við- mælenda blaðanna um viðgang barna- og unglingageðlækninga á Íslandi, endurnýjun sérmenntaðra lækna á þessu sviði væri ófullnægjandi og að- búnaður stofnanaþjónustu í greininni ekki eins og best verður á kosið. Efla þarf sjálfstæði BUGL Stjórn LÍ hafði fjallað um sama mál- efni á fundi 11. nóvember 2003, þar sem Helga Hannesdóttir, barna- og unglingageðlæknir, rakti stöðu sér- greinarinnar á Íslandi að sínu áliti og þau vandamál, sem greinin stendur frammi fyrir að hennar mati. Í kjölfar þess fundar var það álit stjórnar LÍ bókað, að efla þyrfti sjálfstæði barna- og unglingageðlækninga innan Land- spítala – háskólasjúkrahúss, að sér- grein þessa þyrfti að efla innan lækna- deildar HÍ með sérstökum kennara- stóli í faginu og að brýn þörf væri fyrir fleiri sérfræðinga í þessari grein hér á landi. „Stjórn LÍ vill ítreka þau sjónarmið, sem hún setti fram í nóvember á fyrra ári. Hún telur eðlilega viðkomu í sér- greininni grundvallarforsendu fyrir viðgangi hennar. Það hefur mikil áhrif á starfsval lækna, hvernig þeir kynn- ast sem læknisefni hinum ýmsu sér- greinum og þá fyrst og fremst fyrir vandaða akademíska kennslu og klín- íska vinnu á deild, þar sem jákvæður starfsandi og teymisvinna um við- fangsefnin eru ríkjandi. Leita þarf skýringa á, að þrátt fyrir faglega öfl- uga þjónustu og rannsóknarstarfsemi í sérgreininni undir forystu barna- og unglingageðlækna á BUGL skuli ný- liðun ekki vera meiri. Ítrekað hefur komið fram hjá starfs- hópum, sem um málefni BUGL hafa fjallað, að það stjórnunarfyrirkomulag sem verið hefur á BUGL undanfarin 20 ár sé ein helsta ástæðan fyrir því, að ekki hefur orðið eðlileg uppbygging í sérhæfðri geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og unglinga. Stjórn LÍ telur því eðlilegt að athugað verði, hvort heppi- legra sé og í þágu þeirra, sem njóta þessarar þjónustu, að barna- og ung- lingageðdeildin verði sjálfstæð rekst- urseining á Landspítala háskóla- sjúkrahúsi eða sjálfstæði hennar aukið, hvort sem henni verður fyrir komið innan barna- eða geðsviðs,“ seg- ir í yfirlýsingu stjórnar félagsins. Hvatt til átaks í barna- og unglingageðlækningum FRIÐARSINNAR settu sinn svip á miðbæ Reykjavíkur líkt og undan- farin ár þegar þeir gengu með kyndla í hönd niður Laugaveginn í gærkvöldi. Þetta var 25. árið sem blysförin var farin og eru margir farnir að líta á hana sem ómissandi hluta jólaundirbúningsins. Samstarfshópur friðarhreyfinga stóð að blysförinni sem hófst klukk- an 18 við Hlemm og flutti Eva Líf Einarsdóttir, nemi í verkefnis- stjórnun og mannréttindamálum, ávarp Samstarfshóps friðarhreyf- inga í tilefni göngunnar. Kór Menntaskólans við Hamrahlíð auk Hamrahlíðarkórsins tóku þátt í göngunni og sungu hátíðarsöngva og komu gestum og gangandi í há- tíðarskap. Að sögn lögreglu fjölgaði jafnt og þétt í göngunni eftir því sem neðar dró niður Laugveginn og bjóst hún við fleiri þátttakendum í ár en í fyrra, en þátttakendur þá voru um 5.000 talsins. Friðargöngur voru einnig farnar á Akureyri og á Ísafirði í gær- kvöldi. Á Ísafirði var gengið frá Ísafjarðarkirkju niður á Silfurtorg þar sem stutt dagskrá tók við. Á Akureyri var gengið frá Menntaskólanum á Akureyri niður á Ráðhústorg. Morgunblaðið/Jim Smart Margir gengu til friðar á Þorláksmessukvöldi MARGT var um manninn í Bóka- búð Máls og menningar á Lauga- veginum í gærkvöldi, líkt og gjarn- an er á Þorláksmessukvöldi. Haraldur Blöndal lögmaður, sem lést á þessu ári, var fastur gestur í bókabúðinni, ekki síst að kvöldi Þorláksmessu, og var hans minnst með mínútuþögn í versluninni í gærkvöldi. Meðal viðstaddra voru bróðir Haralds, Halldór Blöndal, forseti Alþingis, Davíð Oddsson utanríkisráðherra og Össur Skarphéðinsson, formaður Sam- fylkingarinnar. Við hlið Halldórs stendur Sveinn, sonur Haralds, og móðir hans og fyrrverandi eigin- kona Haralds, Sveindís Þórisdóttir, fyrir framan hann. Ragnhildur Blöndal, systir Haralds, er fremst fyrir miðri mynd. Morgunblaðið/Jim Smart Minningarstund á Þorláksmessukvöldi VESKI með ómetanlegum læknis- gögnum ungs barns var stolið af móður barnsins í Bónusi við Hellu- hraun í Hafnarfirði um klukkan hálf fjögur í fyrradag. Í veskinu eru læknisgögn sem varða langveikan son hennar en hann þarf á þeim að halda er hann leitar sér læknishjálp- ar í Bandaríkjunum. Gagnanna er sárt saknað og biður lögreglan í Hafnarfirði þjófinn að skila þeim. „Við viljum höfða til samvisku þjófsins nú á jólunum og biðjum hann að vera svo vænan að skila gögnunum,“ segir Gissur Guð- mundsson, rannsóknarlögreglumað- ur í Hafnarfirði. Vitað er að þjófurinn er kona, sem sást í eftirlitsmyndavél Bónuss. Lög- reglan hefur leitað ítarlega í ná- grenni við Bónus í þeirri von að þjóf- urinn hefði fleygt frá sér því sem hann teldi ekki verðmæti í en allt kom fyrir ekki. Ómetanlegum læknisgögnum barns stolið FRANK Úlfar Michelsen úrsmíða- meistari á Laugavegi fékk óvænta heimsókn í gærmorgun þegar þröst- ur flaug inn í verslun hans og gerði sig þar heimakominn. „Það var alveg yndislegt að byrja daginn á því að fá svona jólaboða,“ sagði Frank. Að sögn Franks var hann ásamt syni sínum að klára að þvo rúður búðarinnar að utan. „Skyndilega flaug þrösturinn hér inn eins og her- foringi. Hann tyllti sér á mynd- bandsupptökutækið okkar, færði sig síðan yfir í blóm í búðinni áður en hann flaug niður á gólf.“ Eitthvað virðast úrin í búðinni hafa heillað fuglinn því hann spásseraði inn í sér- stakt Rolex-herbergi búðarinnar þar sem viðskiptavinum er boðið að sitja í ró og næði til að skoða úrin. „Því næst labbaði hann út eins og fínn maður.“ Þrösturinn í úraversluninni. Yndislegur jólaboði MATSNEFND eignarnámsbóta hefur vísað frá máli þar sem Lands- virkjun fór þess á leit við nefndina að hún mæti hæfilegar bætur vegna landnotkunar og efnistöku úr jörð- inni Laugavöllum á Norður-Héraði vegna framkvæmda við Kárahnjúka- virkjun. Er Landsvirkjun gert að greiða 5,6 milljónir í málskostnað, þar af 4,6 milljónir til landeigenda. Matsnefndin telur ágreining máls- aðila þess eðlis að hún hafi ekki úr- skurðarvald um, rekstur málsins hafi t.d. ekki byggst á fyrirliggjandi eignarnámi heldur á samkomulagi sem Landsvirkjun og landeigendur gerðu sín á milli í október árið 2002. Telur matsnefndin sig ekki hafa lagaheimildir til að túlka þetta sam- komulag, en á því byggðist mats- beiðni Landsvirkjunar. Sögðu samkomulagið fela í sér afnot af landi Samkvæmt samkomulaginu heim- iluðu landeigendur Landsvirkjun notkun á landi sínu vegna fram- kvæmda við Kárahnjúkavirkjun. Náði heimildin til efnistöku, rann- sókna, umferðar, uppsetningar og stöðu vinnubúða og vatnstöku vegna vinnubúða, mannvirkjagerðar og til annarra nota í þágu virkjunarfram- kvæmda. Í samkomulaginu kom fram að hefðu samningar ekki tekist fyrir 15. janúar árið 2003 um af- mörkun og tilgreiningu allra rétt- inda á jörðinni og greiðslur fyrir þau myndi Landsvirkjun leita eignar- náms. Hefur þetta mál af ýmsum ástæðum tafist í meðförum mats- nefndar, en það var fyrst tekið fyrir í júní árið 2003. Landsvirkjun krafðist þess að land sem notað yrði undir mannvirki, stöðulón o.fl. yrði metið sem um eignarnumið land væri að ræða, með öllum gögnum og gæðum. Landeig- endur Laugavalla héldu því á hinn bóginn fram að fyrrnefnt samkomu- lag fæli aðeins í sér heimild til notk- unar landsins, í því fælist ekki afsal á eignarrétti landsins. Því bæri mats- nefndinni aðeins að meta bætur fyrir efnistöku og afnot landsins meðan virkjunin væri starfrækt. Deilur Landsvirkjunar og land- eigenda vegna Kárahnjúkavirkjunar Matsnefnd vísar málinu frá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.