Morgunblaðið - 24.12.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.12.2004, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SAMGÖNGURÁÐHERRA hefur falið ráðgjafar- fyrirtækinu Línuhönnun að meta viðbótarkostnað sem til kæmi vegna lækkunar á Reykjanesbraut í gegnum Garðabæ. Bæjarstjórn Garðabæjar greindi frá því í bréfi til ráðuneytisins 20. desember sl. að hún teldi ekki unnt að svo komnu að fallast á beiðni Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi fyrir þennan tiltekna kafla Reykjanesbrautarinnar. Ósk- að var eftir að samgönguráðherra léti þegar fara fram nýtt mat á kostnaði við lækkun Reykjanes- brautar og er nú ráðuneytið að verða við þeirri ósk. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, sem átti fund með bæjaryfirvöldum í Garðabæ á miðvikudag sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að Línu- hönnun hefði verið falið að hefja vinnu við kostn- aðarmatið nú þegar og að reynt yrði að hraða vinnunni sem framast væri mögulegt. Sagði hann að í kostnaðarmati Línuhönnunar yrði saman hversu mikið skattborgarar þurfi að greiða miðað við báða kosti, þ.e. eins og Vegagerðin leggur upp með og eins og Garðabær telur nauðsynlegt, til að lágmarka hávaða frá umferð um Reykjanesbraut. Hann segir að ákveðnar kröfur séu gerðar í því umhverfismati sem nú liggi fyr- ir og að þær séu uppfylltar, en að ósk Garðabæjar gangi enn lengra. Þrýst á um aukna fjármuni Í bréfi samgönguráðherra til bæjarstjóra Garðabæjar kemur fram að mikill þrýstingur hafi verið frá hendi við- komandi sveitarstjórna á auknar framkvæmdir við stofnbrautir á höfuðborgarsvæðinu í kjölfar fjölg- unar íbúa og aukningar í bifreiðaeign. Við þessu hafi samgönguyfirvöld brugðist og er nú á ári hverju veitt meiri fjármunum til umferðarmann- virkja á höfuðborgarsvæðinu en áður. „Ráðuneyt- inu er hins vegar vel ljóst að ýmsar aðrar kröfur, einkum á sviði umhverfis- og umferðaröryggismála, sem gerðar eru til vegagerðar á höfuðborgarsvæð- inu hafa stöðugt vaxið og framkvæmdakostnaður aukist. Ljóst er að ágreiningur er um kostnað við að lækka veginn,“ segir í bréfi samgönguráðherra. Einnig kemur fram að nauðsynlegt er að þessi munur verði skýrður þannig að ljóst sé hver er við- bótarkostnaður vegna lækkunar vegarins frá nú- verandi legu. Með hliðsjón af þeim ágreiningi sem uppi er hef- ur ráðuneytið ákveðið að fela Línuhönnun að end- urmeta þennan kostnað miðað við þær forsendur sem lagðar hafa verið til grundvallar. Jafnframt verður ráðgjafarfyrirtækinu falið að meta árangur og kostnað annarrar tilhögunar lækkunar, t.d. ef vegurinn væri lækkaður minna en gert var ráð fyrir í áðurnefndum áætlunum. Á það verður lögð áhersla að Línuhönnun fái aðgang að öllum þeim gögnum sem fyrir hendi eru og hún óskar eftir. Jafnframt er lögð áhersla á að ráðgjafarfyrirtækið kynni sér sjónarmið bæjaryfirvalda og framan- greindra fulltrúa húseigenda, segir í bréfi sam- gönguráðherra til bæjarstjóra Garðabæjar. Falið að meta kostnað við lækkun Reykjanesbrautar Sturla Böðvarsson FJÓRIR sendifulltrúar Rauða kross Íslands verða við störf erlendis um hátíðarnar. Þau eru Huld Ingimars- dóttir, sem er fjármálastjóri Alþjóða- sambands Rauða krossins (RK) fyrir sunnanverða Afr- íku og býr í Harare í Zimb- abwe, Frank Sands, sem ann- ast skýrslugerð fyrir Alþjóða- samband RK á Haítí, Pálína Ás- geirsdóttir, en hún stjórnar fjór- um sjúkrahúsum fyrir Alþjóðaráð RK í Afganistan og Ómar Valdimars- son, en hann vinnur að innri upp- bygging landsfélags á vegum Al- þjóðasambands RK í Indónesíu. Morgunblaðið náði tali af Pálínu Ásgeirsdóttur í gær þar sem hún var austur í Afganistan. Pálína var þá að skrifa bréf við kertaljós og jólatónlist. Hún sagði að í Afganistan, sem er ísl- amskt land, væru föstudagar og laug- ardagar helgi- og frídagar. Jólahelgin í ár fellur að þessum reglulegu frí- dögum. „Þetta verður eins og venju- leg helgi hjá okkur,“ sagði Pálína. „Nánast eins og venjuleg vinnuvika.“ En skyldi hún verða vör við mikinn jólaundirbúning? „Nei, það er ósköp lítið. Það stafar af tveimur ástæðum. Annars vegar erum við í íslömsku ríki og hins vegar eigum við af öryggisástæðum að fara lítið um, nema rétt á milli vinnustaðar og heimilis. Við förum ekki í versl- unarhverfin og þar af leiðandi sér maður ekki jólaskraut. Í fyrra var ástandið öðruvísi og þá gat maður farið í verslunargöturnar. Þar voru jólatré og jólaljós. Það var nú meira gert fyrir útlendingana.“ Fékk lambalæri að heiman Pálína sagði ýmislegt gert til há- tíðabrigða um jólin. „Ég er svo hepp- in að þegar kom hingað flugvél að heiman í sumar, með friðargæslu- sveitina okkar, gat fjölskyldan skotið með pakka til mín. Ég á enn lamba- læri sem ég ætla að elda og gerir helgina aðeins jólalegri en venjulega. Eins á ég ennþá maltöl frá í sumar og fékk harðfisk sendan. Maður reynir líka að gera þetta svolítið þjóðlegt. Það gerist oft þegar maður er erlend- is með fólki frá mismunandi löndum að fólk kemur með eitthvað sérstakt frá sínu landi og menningu. Ég á von á að sjá eitthvað svipað frá öðrum nú um helgina.“ Pálína sagði að ekki yrði um eig- inlega jólafagnaði að ræða, enda talið óæskilegt af öryggisástæðum að halda fjölmennar samkomur. Á veg- um Rauða krossins eru þarna um 40 manns af ýmsu þjóðerni. „Fólk hittist í smærri hópum. Það er misjafnt hjá því hvort aðal jólahátíðin fellur á 24. eða 25. desember. Þeir sem halda upp á aðfangadagskvöld hittast þá og hin- ir á jóladag.“ Pálína sagði mikla samkennd ríkja meðal fólksins og að afganskir ísl- amskir kollegar þeirra virtu full- komlega hátíðahöld hinna kristnu, líkt og hinir kristnu virða íslömsk há- tíðarhöld. Pálína sagðist ekki vera óvön því að halda jól fjarri heimahög- unum. „Ég var með fjölskyldunni í Aust- urríki um síðustu jól. Einnig hef ég haldið jól í Taílandi, Sómalíu, Kenýa, Austur-Tímor, Pakistan og hér í Afg- anistan.“ Að sögn Pálínu snjóaði hjá henni í fyrradag og varð mjög jóla- legt. „Það fóru allir að humma jóla- lögin.“ Snjórinn stóð þó ekki lengi við. Það er snjór í fjöllum og kalt og má búast við snjókomu á þessum árs- tíma og eftir áramótin. Pálína bað fyrir bestu kveðjur til allra heima og óskir um gleðileg jól. Fjórir sendifulltrúar Rauða kross Íslands eru við störf erlendis um hátíðarnar „Það fóru allir að humma jólalögin“ Pálína Ásgeirsdóttir Ljósmynd/Sigríður Víðis Jónsdóttir Pálína Ásgeirsdóttir, sendifulltrúi Rauða kross Íslands, er yfir fjórum sjúkrahúsum á vegum Rauða krossins í Kabúl í Afganistan. UM 2½–3 milljónir jólakorta og nokkrir tugir þúsunda jólapakka voru send með Íslandspósti fyrir þessi jól. Lætur því nærri að hvert mannsbarn fái að meðaltali tíu jóla- kort fyrir hátíðirnar. Að sögn Önnu Katrínar Halldórs- dóttur, framkvæmdastjóra mark- aðs- og sölusviðs, hefur dreifing gengið vel fyrir sig og verður reynt eftir fremsta megni að koma öllum jólakortum og -bréfum til síns heima, áður en hátíðin gengur í garð. Borið verður í hús fram yfir hádegi í dag. „Við reynum okkar besta í að koma öllum pósti út, þó að hann hafi komið seint,“ segir Anna. Um 450 viðbótarstarfsmenn, aðallega skólafólk, voru í vinnu hjá Íslandspósti í desember við að dreifa jólapósti. Að sögn Önnu hafa dagar og kvöld farið í útburð og út- keyrslu og unnið hefur verið allar nætur við að flokka póst í póst- miðstöð Íslandspósts. Hún segist ekki merkja annað en að jólakortið haldi velli þrátt fyrir að sífellt fær- ist í aukana að fólk sendi jólakveðj- ur á Netinu. Mest er sent af jólakortum frá 15. desember og fram til jóla og náði útburður hámarki 21. desember. Pósthúsin í Reykjavík Pósthús- stræti 5, Skipholti 50a, Eiðistorgi og Grensásvegi 9 og pósthúsin á Akureyri, Húsavík, Egilsstöðum, Höfn, Selfossi, Vestmannaeyjum, Reykjanesbæ, Akranesi, Borgar- nesi, Ísafirði og Sauðárkróki verða opin í dag til kl. 12. Morgunblaðið/Jim Smart Miklar annir hafa verið hjá starfsmönnum Íslandspósts síðustu daga. 10 jólakort á hvert mannsbarn Staða jólakorts- ins virðist vera nokkuð sterk HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sýknaði í gær íslenska ríkið af kröfum um bætur vegna meintra mistaka við eftirlit meðan á með- göngu drengs sem fæddist árið 1993. Foreldrar drengsins höfðu fyrir hönd hans krafist tæplega 25 milljóna úr ríkissjóði. Drengurinn fæddist með heila- skaða sem veldur því að hann er fjölfatlaður, flogaveikur og algjör- lega hreyfihamlaður. Fjárhagsleg örorka hans er metin 100%, þ.e. hann mun aldrei geta aflað sér tekna. Móðirin kvaðst hafa kvartað um minnkandi hreyfingar fósturs í mæðraskoðun 26. maí 1993 en ekki hafi verið gripið til neinna aðgerða. Þegar drengurinn fæddist þremur dögum síðar kom í ljós að nafla- strengur var vafinn um háls hans. Í niðurstöðum dómsins segir að ætla megi að sá skaði sem dreng- urinn varð fyrir hafi verið kominn til löngu áður en móðrin kom inn á kvennadeild aðfaranótt 29. maí 1993. Þá hafi ekkert verið skráð um kvörtunina hinn 26. maí en ljós- móðir hafi borið um að ef móðirin hefði borið upp kvörtun hefði það verið skráð og læknir kallaður til. Sennilega hefði einnig verið brugð- ist við með ómskoðun eða monitor- riti. Skaðinn talinn hafa orðið fyrr á meðgöngunni Dómurinn taldi því ósannað að móðirin hefði kvartað um minnk- aðar hreyfingar þremur dögum fyrir fæðingu. Einnig væri ósannað að önnur viðbrögð hefðu skipt sköpum þar sem ljóst sé af gögnum að fullvíst megi telja að sá skaði sem drengurinn varð fyrir hafi átt sér stað í móðurkviði fyrr á með- göngunni. Fötlun hans verði því ekki rakin til lélegs mæðraeftirlits eða fæðingarhjálpar. Ríkið var því sýknað af bótakröfunni. Málið dæmdu Sigurður H. Stef- ánsson héraðsdómari og meðdóm- endur voru Benedikt Ó. Sveinsson og Konráð Lúðvíksson, sérfræð- ingar í kvensjúkdómum og fæðing- arhjálp. Jóhannes A. Sævarsson hrl. sótti málið f.h. foreldranna og Einar K. Hallvarðsson hrl. var til varnar fyrir ríkið. Héraðsdómur Reykjavíkur Skaðinn ekki rak- inn til mistaka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.