Morgunblaðið - 24.12.2004, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 24.12.2004, Blaðsíða 56
56 FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FYRSTA breiðskífa Sigga Ár- manns, Mindscape, vakti ekki mikla athygli fyrst eftir að hún kom út en smám saman átt- uðu menn sig á hví- lík afbragðsskífa var á ferðinni, ekki síst eftir að Siggi tók að troða upp á tónleikum. Fyrir rétt rúmu ári hélt hann tónleika í Listasafni Reykjavíkur sem voru hljóðritaðir góðu heilli og eru nú gefnir út, eins konar kynningar- diskur fyrir væntanlega breiðskífu sem Siggi er að vinna um þessar mundir, því lögin á plötunni eru flest ný af nálinni, af fjórtán lögum eru ekki nema fjögur af Mindscape, eitt reyndar tvítekið. Einfaldleikinn er aðal Sigga Ár- manns, laglínur einfaldar og söngur lágstemmdur og átakalítill. Eftir því sem hann hefur leikið á fleiri tón- leikum, en hann fór í tónleikaferð um Bandaríkin og víðar með Sigur Rós, hefur hann aftur á móti eflst sem flytjandi og um leið hafa lögin smám saman orðið veigameiri, flétt- urnar snúnari og textarnir líka sterkari, sumir átakanlegir en alltaf lausir við tilgerð og uppskrúfaða dramatík; þeir eru einmitt sterkastir fyrir það hvað þeir eru blátt áfram. Hljómur á plötunni er einkar skemmtilegur, hlýr og opinn. Tón- leikarnir byrja á fjórum lögum af Mindscape, þar á meðal kúrekalag- inu góða. Síðan koma nokkur ný lög sem Siggi er að vinna á nýja plötu sem stendur. Í þeim má glöggt heyra hve hann hefur tekið miklum framförum sem lagasmiður og ekki síst sem flytjandi frá því Mindscape kom út – heyr til að mynda lagið „Elephant Man“ sem er einkar vel samið og flutt, „Big Boys Cry“ sem er lítt síðra og á án efa eftir að koma vel út meira unnið. „I Dive“ er frá- bært lag og flutningurinn fram- úrskarandi, eitt það besta sem Siggi hefur gert hingað til, gaman hvernig það umbreytist á gullinsniðinu. „Fake Like Drawn“ er einnig snilld- arlag með einkar sterkum texta og „My Own Messiah“ stendur því ekki langt að baki. „As Far as the Truth Goes“ er eftirminnilegt lag með einkar mögnuðum texta. Með það í huga að þessi diskur Sigga Ármanns er í raun aðeins skissa að plötu, eins konar nasasjón að því sem við eigum í vændum, er hún merkilega heilsteypt, samhang- andi og þétt plata. Blátt áfram Siggi Ármann TÓNLIST Íslenskur geisladiskur Siggi Ármann í Listasafni Reykjavíkur, tónleikadiskur með Sigga Ármann sem tekinn var upp í listasafninu 3. desember 2003. Lög og textar eru eftir Sigurð sem einnig annast allan flutning sjálfur utan að Örnólfur Kristjánsson leikur á hnéfiðlu og syngur bakrödd í einu lagi. Birgir Örn Thoroddsen tók upp, tónjafnaði og gerði frumeintak. Tími gefur út. Siggi Ármann – Í Listasafni Reykjavíkur  Árni Matthíasson RAPPTVÍEYKIÐ Antlew/ Maximum gaf nýlega út sína fyrstu breiðskífu og kallast hún Time Money & Patience. Antlew (Anth- ony Lewis) og Maximum (Magnús Jónsson) hafa starfað saman síðan 1999 og fyrsta verkefnið sem þeir komu saman að var platan Faculty sem gefin var út sama ár. Magnús á þrátt fyrir ungan ald- ur langan feril að baki í íslensku hipphoppi og vann ákveðið braut- ryðjendastarf með sveitinni Sub- terreanean sem gaf út plötuna Central Magnetizm árið 1997. Magnús segir að Time Money & Patience hafi verið lengi að fæðast. „Eins og titillinn vottar til um,“ segir hann og kímir. „Þetta er búið að vera þriggja ára ferli allt í allt.“ Í millitíðinni, eða fyrir tveimur árum, kom þó út tólftomma á BUKA-merkinu með laginu „Wild Out“, eignuð Ant Lew & Max- imum. Margt góðra gesta er á plötunni, þ.á m. Bostonrapparinn Akrobatik og sjálfur Sage Francis, einn um- talaðasti rappari síðustu ára. „Þeir komu báðir til Íslands á sínum tíma og héldu tónleika,“ segir Magnús. „Við bara spjöll- uðum við þá og þeir voru vel til í þetta.“ Hann segir jafnframt að platan innihaldi efni sem hafi verið tekið upp á hinum og þessum stöðum en hún hafi svo verið hljóðblönduð í hljóðverinu Grænum fingrum. Magnús segir enga spurningu um það að platan marki ákveðin kafla- skipti hjá þeim félögum. „Það er svo mikill léttir að koma þessu frá sér. Við erum komnir með alveg rosalega mikið af lögum sem okkur langar til að koma út. Það er þvílíkt góð tilfinning að vera búinn með þetta, og gildir þá einu hvernig plötunni reiðir af. Þetta er meira svona persónulegur sigur.“ Magnús segir að tónlist þeirra félaga sé þannig búin að þróast í mörg ár og í dag er hann sjálfur t.d. farinn að rappa mun minna en einbeitir sér því meira að sjálfri tónlistinni. Hann á erfitt með að pinna niður bein áhrif þar, segir anda lagasmíðanna aðallega taka mið af því hvar þau hafi verið samin. „Allt annað en hipphopp hefur mest áhrif. Það er umhverfið og daglegt líf sem er mesti áhrifa- valdurinn. Ég bjó t.d. í Stokkhólmi í tvö ár og það hafði áhrif á hvern- ig ég samdi og eins hefur Ísland áhrif, og þá annars konar.“ Magnús segir að eftir áramót verði farið í það að reyna að koma plötunni að einhvers staðar erlend- is auk þess sem drög verði lögð að frekari útgáfu og lagasmíðum. Tónlist | Antlew/Maximum gefa út breiðskífu Þolinmæðin þrautir vinnur allar Antlew og Maximum. arnart@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.