Morgunblaðið - 24.12.2004, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 24.12.2004, Blaðsíða 54
54 FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MENNING ÞORVALDUR Thor- oddsen er þekktastur fyrir ritstörf og rann- sóknir á náttúru Ís- lands við lok nítjándu aldar. Hann ferðaðist um landið þvert og endilangt samfellt í um fimmtán ár og skrifaði hvorki meira né minna en átta veigamikil og efnisrík ritverk, sem nú teljast til sígildra verka um náttúru og landshagi á Íslandi. Þar að auki samdi hann nokkrar bækur aðrar og fjölmargar ritgerð- ir. Stórvirki Þorvalds eru þessi helzt: Lýsing Íslands tvö þykk bindi, Ferðabók fjögur bindi, Land- skjálftar á Íslandi, Íslandslýsing á þýzku og önnur á ensku, Eld- fjallasaga Íslands á þýzku og önnur minni á dönsku, Landbúnaður á Ís- landi tvö þykk bindi, Árferði á Ís- landi og síðast en ekki sízt Land- fræðissaga Íslands fjögur stór bindi. Fyrir ári var hafizt handa við að gefa Landfræðissögu Íslands út að nýju, en hún hefur lengi verið tor- fengin. Landfræðissagan er elzt þessara stóru verka og hefur all- nokkra sérstöðu meðal ritsmíða Þorvalds. Hún fjallar ekki um at- huganir hans sjálfs á sviði fræða, heldur um »hugmyndir manna um Ísland, náttúruskoðun þess og rann- sóknir fyrr og síðar« eins og segir í undirtitli á 1. hefti frumútgáfunnar. Tilgangur Þorvalds með ritinu var hvorki meira né minna en að »fá í einni heild yfirlit yfir flest það sem skrifað hefir verið um land vort«. Hann hóf þetta verk handa sjálfum sér, til und- irbúnings eigin rann- sóknum, en sá brátt, hve nytsamt það gæti verið öllum öðrum, sem fást við sögu og náttúrufræði. Þar reyndist hann sann- spár, því að sú hefur orðið raunin á, að hver maður, sem fæst við þess háttar athuganir enn þann dag í dag, lætur ekki hjá líða að kynna sér fyrst, hvað Þorvaldur hefur um mál- ið að segja. Landfræðissagan er þó ekki nein þurr upptalning á gömlum heim- ildum, heldur skrifaði Þorvaldur langa þætti um sögu lands og þjóð- ar, einstaka menn og atburði, hjátrú og fjölmargt annað út frá þeim heimildum, sem hann dró að. Ýms- um þóttu útúrdúrarnir alltof langir og bera landfræðissöguna ofurliði og hreyttu úr klaufunum að honum vegna þessa. En nú er dómur manna sá, að þar gerði Þorvaldur rétt og fyrir því er Landfræðissagan einstakt, viðarmikið og margbrotið ritverk. Annað bindi Landfræðissögunnar er nú komið út í nýjum búningi. Það fjallar um »hindurvitni og fjölfræði« á sautjándu öld og »uppástungur um viðreisn Íslands og landlýsingar er af þeim spretta« á fyrri hluta átjándu aldar. Sem fyrr er útgáfan mjög vönduð og ritstjórum til mikils sóma. Þeir hafa aukið við tilvitnanir neðanmáls, svo að auðveldara er að nálgast þær en áður og þá hafa þeir skotið inn smátextum við dálkaj- aðra, sem skýra frá inntaki efn- isgreina. Allt er þetta til þæginda við lestur. Markverðasta breytingin er þó sú, að þessi nýja útgáfa er prýdd mörgum myndum, en alls enga mynd er að finna í frumútgáfunni. Myndirnar falla allar vel að efni bókar og eru flestar með þeim blæ, sem hæfir innihaldi. Mynd af nú- tíma ferðalöngum (bls. 27) stingur þó verulega í stúf við yfirbragð bók- ar og mynd af melgresi (bls. 209) er léleg. Þá skal þess sérstaklega get- ið, að textar við myndir eru prýð- isgóðir og auðsætt að til þeirra er vandað mjög, ólíkt því sem er í mörgum bókum. Sá er hér skrifar á sér þá heitu ósk, að útgáfu verksins verði hraðað og tvö síðari bindin komi bæði út á næsta ári. Slíkt undirstöðurit um ís- lenzka vísinda- og menningarsögu á ekki að þurfa að gefa út í smáum skömmtum. En þá verða líka 150 ár liðin frá fæðingu Þorvalds Thorodd- sen, eins fjölfróðasta og afkasta- mesta fræðara þessa lands. Afreksverk í nýrri útgáfu BÆKUR Náttúrufræðirit Höfundur: Þorvaldur Thoroddsen. Ritstjórar þessarar útgáfu: Gísli Már Gíslason og Guttormur Sigbjarnarson. 256 bls. Útgefandi er Ormstunga. Reykjavík 2004 Landfræðissaga Íslands II Þorvaldur Thoroddsen Ágúst H. Bjarnason FYRIR einu ári kom út fyrsta bókin um Afa ullarsokk eftir Kristján Hreinsson. Hún fjallaði um sam- skipti ungs drengs og afa hans. Núna er komin út önnur bók um sömu persónur og eðlilega leitar hug- urinn til baka. Hvern- ig var fyrri bókin? Hún var svo sann- arlega skemmtileg. Höfundurinn hefur greinilega lag á að segja skemmtilega frá. Nýja bókin er engu að síður tals- vert ólík þeirri fyrri. Hún er öðru- vísi, af því að viðfangsefnið er alvar- legra en í fyrri sögunni. Bjarni, eða Baddi eins og aðalpersónan heitir, hefur eignast vinkonu. En hún á við alvarleg veikindi að stríða, en er samt svo heppin að vera glöð og kát, þrátt fyrir margvíslegar takmark- anir. Höfundinum tekst einstaklega vel í þessari sögu að lýsa fallegum samskiptum tveggja barna sem þekkjast lítið en hafa ótrúlegan áhuga og vilja til að kynnast. Það er bara einn múr á milli þeirra. Hún talar ekki íslensku. En Baddi lætur það ekki stoppa sig, hann reynir eftir föngum að kenna henni málið sem honum er eig- inlegt. Honum finnst að henni hljóti að vera það eiginlegt alveg eins og honum. Hann gerir sitt besta til að hún geti átt tjáskipti við hann og aðra Íslend- inga. Eftir að hafa lesið fyrri bók Krist- jáns um Afa ullarsokk voru vænting- arnar gáski og fjör. En þessi bók fær lesandann til að íhuga önnur og al- varlegri viðfangsefni. Það er fólk í samfélaginu sem á erfitt af ýmsum ástæðum. Persónusköpun Kristjáns Hreins- sonar er alltaf lífleg. Það sjáum við meðal annars í fjölmörgum dæg- urlagatextum hans. Hann kallar fram persónur sem eru óháðar aldri lesenda. En það sem er skemmtileg- ast við allar persónurnar hans er hversu raunverulegar þær eru fyrir alla. Afi ullarsokkur býr yfir öllum þeim dásamlegu eiginleikum sem af- ar eiga að búa yfir. Þeir eru jarð- bundnir heimspekingar sem sjá lífið og tilveruna með allt öðrum augum en venjulegt fólk. Og kannski erum við, nútíma fólk, ekki nógu dugleg við að velta fyrir okkur þeirri fjöl- þættu lífsspeki sem börnin okkar geta veitt okkur eins og kemur sterkt fram í þessari bók, sem er án efa gott lesefni bæði fyrir börn og fullorðna. Fyrir börn og fullorðna BÆKUR Börn Eftir Kristján Hreinsson Myndir: Ágúst Bjarnason 178 bls. Skjaldborg, 2004 Afi ullarsokkur Kristján Hreinsson Sigurður Helgason SELLÓ og harpa eru hljóðfæri sem fara einstaklega vel saman í sam- leik; angurvær og dúnmjúkur tónn sellósins öðlast nánast himneska fegurð í samleiknum með eng- ilbjörtum hljóm hörpunnar, og út- koman verður talsvert mildari og þýðari, en þegar píanó er notað með því. Á nýjum geisladiski þeirra Gunn- ars Kvaran sellóleikara og Elísa- betar Waage hörpuleikara eru sam- runi og samspil hljóðfæranna einkar falleg. Leikur þessa fína dúós er með mestu ágætum og afar músíkalskur, og af honum verður enginn svikinn. Á efnisskrá þeirra eru ellefu verk, flest smá í sniðum, fyrir utan Arpeggionesónötu Schuberts. Allt eru þetta sívinsæl verk, eins og Meditation úr óperunni Thais eftir Massenet, Aprés un rêve eftir Fauré, Ave Maríurnar eftir Schu- bert og Bach/Gounod, Svanurinn úr Karnivali dýranna og fleira. Það sem gagnrýniverðast er við þessa plötu er efnisvalið. Gunnar og Elísabet hafa löngu skipað sér í röð okkar fremstu listamanna, og eiga bæði glæstan feril að baki á tón- leikasviðinu. Hvers vegna þessi tón- list er þeim hugleiknust til útgáfu eftir áratugastarf í tónlistinni er mér ráðgáta. Bæði hafa þau leikið mestu verk tónbókmenntanna fyrir sín hljóðfæri og gert það með af- brigðum vel. Þessi litlu lög hins vegar – öll snotur og alls góðs mak- leg, eru hins vegar svo margleikin, allt að því margþvæld og hafa svo ótal oft verið gefin út á plötum ekki bara af erlendum listamönnum, heldur líka íslenskum, að fáu nýju er við þau bætandi. Þetta er klass- ískt popp, sígild dægurtónlist, eitt- hvað sem maður er jafnvel farinn að heyra í lyftum og verslunum, eitthvað sem útvarpsþulir grípa í til að fylla upp í göt í útvarps- dagskránni. Það hefði verið svo áhugavert að heyra þessa frábæru listamenn flytja eitthvað bitastæðara; einhver verk sem kjarni er í; verk sem eitt- hvað er hægt að segja með. Óað- finnanlegur leikur þeirra beggja og margviðurkenndar músíkgáfur, hefðu sómt sér enn betur í verðugri verkefnum. Selló og harpa TÓNLIST Íslenskar plötur Gunnar Kvaran sellóleikari og Elísabet Waage hörpuleikari flytja verk eftir Massenet, Fauré, Schubert, Ravel og fleiri. Zonet gefur út. Bergþóra Jónsdóttir Á VÖNDUÐUM geisladiski hvíslar Gyrðir Elíasson í eyru hlustenda náttúru- og saknaðarljóðum með ör- lítið brostinni og tregafullri rödd. Sum ljóðanna eru þunglyndisleg og önnur glettin en öll hafa þau hinn fallega, einlæga og hvíslandi tón sem einkennir verk Gyrðis framar öðru. Þess vegna er svo vel til fundið að gefa út disk með upplestri skáldsins en frumsamin gítartónlist Kristins Árnasonar hljómar á undan, eftir og á milli, leikin af honum sjálfum. Það sem nefnt var í öðrum dómi um hlið- stæða útgáfu með ljóðum Ingibjarg- ar Haraldsdóttur á einnig við hér. Það er vandað til verka og kærkomið að fá ljóðin flutt af höfundi. Ljóðin á diskinum eru valin úr þremur ljóðabókum Gyrðis: Ind- íánasumri, Hugarfjallinu og Tví- fundnalandi. Þau gefa góða mynd af skáldskap hans; þarna eru nátt- úrustemningar, heimspekipælingar, myndir af mannfólki, hugboð um óræðan og andlegan heim, ljóðlistin sjálf og ýjað er að depurð sálarinnar. Náttúrumyndir Gyrðis eru ein- stakar, þær gerast vart fegurri en hjá honum: ,, Í nótt er tunglið / olíu- lampi / sem hefur verið / hengdur á / dökkbláan vegg / í ævagömlu húsi // Stjörnurnar eru / naglagöt, og / þar streymir ljós / í gegn // Því handan við / þunnan vegginn / er birta / allr- ar / birtu Ljóðið er dæmigert fyrir mörg af sígildum yrkisefnum Gyrðis en auk náttúrumyndarinnar má sjá grun um annan heim og ljóðmynd þar sem náttúra og kyrrlát manna- byggð koma saman. Eins og raunin er um útgáfu Dimmu á ljóðalestri Ingibjargar Haraldsdóttur er mikill fengur að ljóðalestri Gyrðis Elíassonar sem er eitt okkar bestu skálda. Hvíslað í eyra GEISLADISKUR Upplestur og tónlist eftir Gyrði Elíasson. Tónlist: Kristinn Árnason. Ritstjórn: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson. Dimma, Reykjavík 2004 Ljóð Hrund Ólafsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.