Morgunblaðið - 24.12.2004, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Þeir fiska sem róa“ segirgamalt máltæki. Það sann-ast daglega að telja máundravert hve staðfastur
ásetningur og leit að heimildum um
vináttu og hagsmunatengsl ríkja og
þjóða bera árangur ef unnið er af
áhuga og harðfylgi. Ég hefi um
nokkurt skeið, með góðviljaðri að-
stoð Morgunblaðsins, unnið að því að
afla upplýsinga um náin tengsl Ís-
lendinga við nafnkunna Dani af ýms-
um stéttum og standi. Með aðstoð
góðkunningja, sem þekkja vel til
mála, hefur tekist að afla ýmissa
mikilvægra upplýsinga, sem styðja
þá staðhæfingu að náin tengsl og
vinátta hafi verið milli Íslendinga
sem dvöldust langdvölum í Dan-
mörku og danskra þegna og þjóð-
höfðingja. Um það fékk ég ótvíræða
sönnun í vikunni sem leið.
Góðkunningi minn, sem rekur
ættir sínar austur á Eyrarbakka,
hafði samband við mig og tjáði mér
að hann geymdi gamalt leyndarmál
ættar sinnar um ævintýralegt atvik
er snerti dönsku konungsfjölskyld-
una og frænku sína, sem dvaldist við
nám í listaháskóla Charlottenborg á
níunda áratug 19. aldar. Séra Kol-
beinn Þorleifsson, kunnur fræðimað-
ur, sagði mér að hann ætti í fórum
sínum frásögn, sem frænka hans,
Sigrún Gísladóttir, skráði eftir fyr-
irsögn ömmu sinnar, Sigríðar Þor-
leifsdóttur, en hún var dóttir Þor-
leifs ríka Kolbeinssonar, sem
kenndur var við Háeyri á Eyr-
arbakka. Kolbeinn bauðst til þess að
ljá mér frásögn Sigrúnar til birt-
ingar í Morgunblaðinu. Hann hefði
fylgst með skrifum um kynni Íslend-
inga af mannúðarstarfi Valdemars
prins og eiginkonu hans Maríu
prinsessu. Það gladdi mig að eiga
þess kost að birta frásögn Sigrúnar.
Hún starfaði lengi í tónlistardeild
Ríkisútvarpsins. Tók mikinn og virk-
an þátt í sönglífi og hljómlistarflutn-
ingi, auk þess sem hún ritaði margt
um tónlistarmál, m.a. bók um Sigfús
Einarsson, tónskáld og organista.
Sigrún var ekki allra. Talaði jafnan
hispurslaust og kvað stundum fast
að orði. Við samstarfsmenn hennar
höfðum gaman af tilsvörum hennar,
ekki síst þegar hún kryddaði mál sitt
með því að kalla suma yfirmenn eða
deildarstjóra „nýliða“ og kvaðst nú
ekki falla í stafi þótt þeir lýstu áliti
sínu. Orð hennar urðu oft tilefni til
skemmtilegrar umræðu, sem örvuðu
blóðrás og þöndu taugar með til-
heyrandi flæði adrenalíns. Sigrún
söng í kór Páls Ísólfssonar.
Séra Jóhann Þorsteinsson,
guðfræðikandídatinn sem Elín Þor-
leifsdóttir þráði svo heitt að hún
synjaði bónorði Valdemars prins og
kvaðst unna guðfræðikandídatinum
sem biði hennar heima á Fróni, var
vígður til prestsþjónustu sunnudag-
inn 31. ágúst 1884 í sólskini og fögru
veðri. Prestatal segir veitingu þann
dag en vígslu 12. september. Þrettán
skrýddir prestar stóðu fyrir altari,
með biskupi og vígsluvottum, Hall-
grímur Sveinsson dómkirkjuprestur
og Helgi lektor Hálfdánarson. Meðal
kandídatanna sem vígðir voru var
séra Árni Þórarinsson. Hann átti
bara 5 aura áður en hann sótti um
embættið. Gekk með þá inn í Bryde-
búð og keypti umslag og pappírsörk.
Hripaði umsóknina á pappírsörkina
við búðarborðið í Brydesbúð og gekk
síðan á biskupsskrifstofu til biskups
og afhenti bréfið.
Séra Jóhann var betur stæður.
Hann fékk að sögn séra Árna 40 þús-
und krónur í heimanmund með
Elínu. Það kemur fram í frásögn
séra Árna að meðal þeirra sem vígj-
ast þennan sama dag eru séra Bjarni
Pálsson að Rípurprestakalli, búsett-
ur í Steinnesi. Hann var afi Birnu
minnar, sem hét raunar nöfnum afa
síns og ömmu, prófastshjónanna í
Steinnesi, Ingibjörg Birna. Ég má til
með að geta þess til gamans að séra
Jón Thorstensen var vígður að Þing-
völlum. Hann kaus föður minn í Al-
þingiskosningum. Ég sá það á
skýrslum um kosningaþátttöku kjós-
enda í Árnessýslu. Þá var kosið í
heyranda hljóði svo allt er til skrá-
sett. Ekki nægði það kjörfylgi til
þingsetu.
Séra Árni Þórarinsson sagði um
börn Þorleifs: „Þau voru öll ægilega
gáfuð og feiknalega góð. Guðbjörg
systir hans var vinnukona hjá okkur
á Stórahrauni. Hún var stórgáfuð og
djúpvitur eins og Þorleifur.“
Séra Árni nefnir orðaskipti þeirra
systkina er Þorleifur hafði drukkið
sér til vansa og stundi sárþjáður og
timbraður eftir túrinn. „Mér líður
illa í alla staði,“ segir hann við systur
sína. Guðbjörg svarar: „Það þarf þá
ekki að segja um þig:
Karlmennskuhuginn harði
hann sig auglýsti þar
Þá værirðu maður ef þú gætir
hlotið þá hörku, er best kæmi við að
segja: Það skal aldrei koma fyrir mig
framar í lífinu, að ég verði þunglynd-
ur af ofdrykkju, og stæðir við það.
„Þetta þótti mér minnkun mikil að
verða að taka við þessari maklegu
áminningu hjá systur minni. Frá
þeirri stundu hefur enginn séð vín á
mér og sér aldrei til dauðans.“
Þorleifur, sonur Þorleifs ríka á
Háeyri og bróðir Elínar, dvaldist í
Kaupmannahöfn um sömu mundir
og Elín. Hafnarstúdent sem skrifar
heim segir frá því að Þorleifur hafi
farið um borð í skip sem lá í höfninni
að finna norskan skipstjóra sem
skuldaði honum sex þúsund krónur.
Þorleifur kom aldrei til lands úr
þeirri för. Hann drukknaði. Var talið
að skipstjórinn væri valdur að því.
Saga Elínar Þorleifsdóttur frá
Stóru-Háeyri á Eyrarbakka
Höfundur: Sigrún Gísladóttir
Elín var fædd 25. nóvember 1866,
látin 24. september 1890. Hún var
mjög glæsileg í alla staði andlega og
líkamlega. Þegar undirrituð sá fyrst
myndina af Elínu sem hékk í stof-
unni á Háeyri varð ég alveg undr-
andi og spurði ömmu hvaða fallega
kona þetta væri, hvort hún væri
prinsessa?
„Nei, svo er nú ekki barnið mitt,
þetta er mynd af Elínu systur okk-
ar.“ „En af hverju er hún í dönskum
búningi?“ spurði ég. „Hún var í skóla
í Kaupmannahöfn, þegar hún hafði
lokið burtfararprófi úr Kvennaskól-
anum í Reykjavík. Hún var bráðvel
gefin og eftir því elskuleg í viðmóti
við hvern sem átti í hlut. Varð það
því okkur öllum þungt áfall, þegar
hún féll frá aðeins 24 ára. Við systur
skrifuðumst alltaf á eftir að hún fór
að heiman, hún var svo dugleg að
skrifa. Hrædd er ég um að hallast
hafi á mig í bréfaskriftunum og af-
sakaði ég það við hana, sem hún taldi
eðlilegt þar sem aðstöðumunur okk-
ar væri mikill svo að ekki væri sam-
bærilegt.“
Ég hændist fljótt að henni ömmu
á Háeyri. Hún var svo hógvær og
brosti skærast með augunum sem
voru svo talandi og ég var svo glöð
að finna traustið sem hún bar til mín.
Þá var það eitt sinn sem hún bað mig
að hjálpa sér að taka til í dragkist-
unni sinni, sem var mjög stór, með
fjórum djúpum skúffum. Hún var
smíðuð úr rauðviði og alltaf læst, því
þar geymdi amma sitt bezta púss,
sem kallað var svo, en þessar drag-
kistur voru oftast nefndar „Sifóner“
og þóttu mikil stofuprýði.
Þar fann ég bók í rauðu bandi með
gylltum stöfum. Það var Úranía eftir
franska skáldið Camilla Flemm-
arion, í þýðingu Björns Bjarnasonar
frá Viðfirði. Ég spurði ömmu hvort
ég mætti skoða bókina? „Já, ég held
nú það, barnið mitt. En eigum við
ekki að hvíla okkur ef þú hellir upp á
könnuna og gefur okkur sopa?“ Jú,
jú, ég skenkti okkur kaffið og amma
lét fara vel um sig. Meðan við vorum
að súpa kaffið sá jeg að hún var eitt-
hvað íbyggin á svipinn, ég vildi ekki
trufla hana og þagði.
Eftir litla stund segir amma. „Nú
ætla ég Silla mín að segja þér sögu af
Elínu systur minni, sem ég trúi þér
einni fyrir, því hún er algjört leynd-
armál.“ „Ég þakka þér traustið,
amma mín, en þú mátt treysta mér.“
Þetta heit hef ég haldið, þar til nú.
Sigríður Þorleifsdóttir segir nú frá:
„Þegar Elín var 16 ára fór hún í
Kvennaskólann í Reykjavík. Sam-
kvæmt upplýsingum dr. frú Guð-
rúnar Helgadóttur, skólastjóra
Kvennaskólans, hefur Elín Þorleifs-
dóttir frá Háeyri innritast í skólann
1882 en útskrifast þaðan 1884 með
góðri einkunn í öllum fögum, eða
eins og frú Guðrún komst að orði við
undirritaða, með fullt próf, eins og
þá var nefnt.“ Amma heldur sögunni
áfram: „Eitt sinn kom óvenjulegt
bréf frá systur minni, þar segir:
„Sigga mín, ég verð að segja þér
leyndarmál sem ég á erfitt með að
bera ein mikið lengur. Þar sem ég er
á konunglegum skóla, sem heitir
Kunstflids Foreningsskole, koma
hér margir gestir, þar á meðal prins-
ar og prinsessur. Einn af kon-
unglegu gestunum var Valdemar
prins, f. 1858, sonur Christians IX.
og bróðir Friðriks VIII. (Heim.
Marins Leksikon.) Fannst mér það
vekja ahygli kennara skólans hvað
Valdemar prins kom oft í heimsókn.
Þegar ég, sem oftar, var á leið í
heimboð til vina minna kom á móti
mér Valdemar prins. Hann kynnir
sig og spyr: „Hvort hann megi ganga
með mér nokkurn spöl?“ „Já, mín er
æran háttvirtur prins,“ svaraði ég.
Þetta endurtók sig svo oft að mér
var hætt að standa á sama en grun-
aði hvað á spýtunni hékk, frá hans
hlið. Hann hélt uppteknum hætti
gekk til hliðar eitt sinn inn í lysti-
garð sem var á leið okkar og bað mig
að koma með sér og sjá garðinn, sem
ég að sjálfsögðu gerði. Við settumst
á bekk og röbbuðum saman um dag-
inn og veginn þangað til hann bar
upp bónorðið. Því var fljótsvarað.
Kynni Elínar Þorleifsdóttur
Hróður Elínar Sæbjörnsdóttur fór
víða. Fjöldi ljósmynda birtust í blöð-
um og tímaritum. „Neue Illustri-
erte“ birti mynd af Elínu á sömu
síðu og grein og mynd af Churchill.
Elín Sæbjörnsdóttir, fegurðar-
drottning Íslands árið 1951. Elín
Þorleifsdóttir var langömmusystir
hennar og var hún skírð eftir henni.
Elín Þorleifsdóttir frá Háeyri. Elín Þorleifsdóttir nemandi í Kvennaskólanum 1882–83, fremst fyrir miðju.
Fjórir ættliðir. Elín Sæbjörnsdóttir, Ragnhildur, móðir hennar, systir Sig-
rúnar. Guðbjörg, dóttir Guðmundar á Háeyri, heldur á dóttur Elínar.
Jóhann Þorsteinsson, unnusti og
síðar eiginmaður Elínar. Stúdent
1877. Kvæntist síðar Sigríði Þórð-
ardóttur, dóttur sýslumanns.
Þorleifur Kolbeinsson, sem nefndur
var hinn ríki, á Háeyri, Eyrarbakka.
Haft var eftir Jónasi frá Hriflu að
Viktoría Bretadrottning hefði viljað
skipa Þorleif fjármálaráðherra sinn.
Þorleifur, bróðir Elínar. Hann
drukknaði í Kaupmannahöfn.
Náin tengsl Íslendinga við nafnkunna Dani
fyrr á árum voru meiri en marga grunar. Pétur
Pétursson heldur áfram að rifja upp slík kynni
og fylgir frásögn Sigrúnar Gísladóttur af kynn-
um Elínar Þorleifsdóttur og Valdemars prins.