Morgunblaðið - 24.12.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.12.2004, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Munið að slökkva á kertunum ❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄ ❄ Njótið hátíðar ljóss og friðar, munið eftir að slökkva á kertaskreytingum. Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ MEGINMARKMIÐ uppreisnarmanna í Írak virðast ekki aðeins felast í því að valda Bandaríkjaher skakkaföllum, sem og írösku bráðabirgðastjórninni sem sumir tala um sem leppstjórn Bandaríkjamanna. Markmið þeirra virðist jafnframt vera að ýfa upp væringar milli súnníta og sjíta í Írak í aðdraganda kosninga sem á að halda í landinu 30. janúar nk. Og spurningin sem margir spyrja sig nú er hversu lengi sjítar verða tilbúnir til að halda að sér hönd- um eftir árásir eins og þær í Najaf og Karbala um síðustu helgi, sem kostuðu á sjöunda tug sjíta lífið. Lengi hefur verið rætt um það að hætta væri á því að til borgarastríðs kæmi í Írak. Súnnítar réðu öllu í Írak í tíð Saddams Husseins, jafnvel þó að þeir væru aðeins á bilinu 15–20% landsmanna (þar ræðir um arabíska súnníta, meirihluti Kúrda í norðurhluta landsins eru hins vegar einnig súnnítar). Sjítar réðu litlu, voru þó og eru um 60% íbúa landsins. Sjítar sjá fram á að eftir kosningarnar í janúar muni þeir loks komast til valda í Írak – í krafti meirihluta síns – og má ráða að þeim er mjög í mun að ekkert setji strik í reikn- inginn hvað það varðar. Leiðtogar þeirra hafa af þeim sökum m.a. hvatt trú- bræður sína til að sýna stillingu, þrátt fyrir ítrekaðar árás- ir gegn þeim sem sjítar sjálfir telja víst að róttækir súnn- ítar – hinir svokölluðu uppreisnarmenn – standi fyrir. Þetta telja sumir merki um pólitískan þroska sjíta, engum blandast þó hugur um að róstusamt verður í Írak fram að kosningum og eftir þær einnig. Kosningarnar munu ekki breyta miklu hvað þau mál varðar, þær gætu aftur á móti breytt hinu pólitíska landslagi eins og hér skal nú vikið að. Sjítum fjarstýrt frá Teheran? Ekki er víst að uppreisnarmenn í Írak séu allir af sama uppruna eða tilheyri sama trúarhópi, hvað þá að þeir taki allir við skipunum frá einhverjum einum foringja. Hitt virðist þó óhætt að gefa sér, að meirihluti þeirra séu súnn- ítar. Margir þeirra á Vesturlöndum sem gagnrýna Banda- ríkjamenn hvað harðast fyrir verk þeirra í Írak segja ekk- ert að marka kosningar sem haldnar eru í skjóli hern- aðarvalds þeirra. Hið sama segja róttækir súnnítar og heita því raunar að viðurkenna aldrei þá stjórn og það þing sem kjörið verður. Hitt er staðreynd að meirihluti sjíta – en þeir eru, eins og áður sagði, meiri- hluti íbúa landsins – vill kjósa og raun- ar hefur Ali Sistani erkiklerkur, einn áhrifamesti trúarleiðtogi sjíta í Írak gefið út þau tilmæli að öllum góðum sjítum beri að mæta á kjörstað. Og Sistani kom raunar beint að myndun kosn- ingabandalagsins sem líklegt er að fái flesta menn kjörna á þinginu. Margir súnnítar óttast að kosningarnar í janúar verði til þess að þeir sæti kúgun í framtíðinni. Hefur verið bent á í því samhengi að mikilvægt sé að finna súnnítum hlutverk í hinu nýja Írak; telji þeir ekki að þeir muni njóta sanngirni í framtíðinni er það auðvitað til þess fallið að glæða uppreisn þeirra enn meira lífi. Sem fyrr segir hafa menn spurt hversu lengi sjítar muni halda að sér höndum, í ljósi ítrekaðra árása gegn þeim. Þrír áhrifamiklir sjíta-leiðtogar, þ.á m. klerkurinn Moqtada al-Sadr, hafa yfir sínum eigin einkaher að ráða og óttast menn að þeir muni um síðir bregðast við með ofbeldi gegn súnnítum; minni líkur séu alltjent á því að þeir verði tilbúnir til að veita þeim hlutdeild í stjórn landsins að lokn- um kosningum. Þá hefur komið fram að aukinnar róttækni gætir meðal beggja hópa; í fréttaskýringu Anthonys Shadids í The Washington Post á mánudag var t.d. fjallað um þann mál- flutning sem væri uppi á borðum í moskum súnníta í Bagdad annars vegar, og sjíta hins vegar. Segir Shadid frá því, sem dæmi, að í Um al-Qura, mosku í Bagdad sem Saddam lét byggja eftir Persaflóastríðið fyrra, lýsi súnníta-klerkar því yfir að uppreisnarmenn séu föðurlandshetjur sem verji land sitt gegn bandarísku inn- rásarliði; á sama tíma fordæma sjíta-klerkarnir í Baratha- moskunni þessa sömu uppreisnarmenn fyrir hið illa og til- gangslausa ofbeldi sem þeir standi fyrir. Fullyrða þeir að í liði uppreisnarmanna sé aðeins að finna fyrrum liðsfor- ingja Saddams Husseins og svo erlenda bardagamenn al- Qaeda. Í Um al-Qura er Írökum sem vinna með Bandaríkja- mönnum sendur tónninn, þeim sagt að feta annan slóða eða mæta afleiðingunum ella. Sjíta-klerkurinn Jalaledin Saghir hafi hins vegar for- dæmt gjörðir uppreisnarmanna sem „hryðjuverk“ við at- höfn í Baratha, sem örvæntingarfullar tilraunir til að koma í veg fyrir að sjítar – sem sættu ofsóknum í tíð Saddams – komist til valda. Nokkur umræða hefur verið um það hvernig þingið íraska verður mannað að loknum kosningum. Samkrull helstu flokka sjíta – Íslamska byltingarráðið og Dawa- flokkurinn hyggjast bjóða fram sameiginlegan framboðs- lista og listinn nýtur stuðnings Sistanis erkiklerks – hefur m.a. valdið því að menn velta fyrir sér hvort eins konar klerkastjórn komist til valda í Írak að loknum kosningum, jafnvel undir beinum áhrifum frá Íran. Er þá horft m.a. til þess að efsti maður á hinum sameiginlega lista, Abdul Aziz al-Hakim, var 25 ár í útlegð í Íran og hefur náin tengsl við klerkastjórnina þar; auk þess er bent á að „guðfaðir“ kosn- ingabandalagsins, Sistani, var fæddur í Íran. Hinn umdeildi Ahmed Chalabi og flokkur hans, Íraska þjóðarráðið, á einnig aðild að kosningabandalaginu og þess er skemmst að minnast að Chalabi var fyrr á árinu sakaður um að hafa lekið viðkvæmum upplýsingum til írönsku stjórnarinnar. Þykir sumum sennilegt að þessar staðreyndir veki óhug meðal súnníta, þeim lítist ekki ýkja vel á að Íran seilist til áhrifa í Írak; hafa ber í huga að Írak og Íran tókust á í blóðugu stríði 1980–1988 og raunar má segja að í tíð Saddams hafi Íran verið höfuðóvinur Íraka en ekki Bandaríkin, a.m.k. framan af. Varnarmálaráðherrann í írösku bráða- birgðastjórninni, Hazem Shaalan, var einmitt að spila á þennan ótta margra Íraka nýverið þegar hann kvað stjórn- völd í Teheran „hættulegasta óvin írösku þjóðarinnar“ og „uppsprettu hryðjuverkaógnar“. Shalan er hins vegar einn af fáum liðsmönnum bráða- birgðastjórnarinnar írösku sem á sínum tíma tilheyrðu Baath-flokki Saddams og ekki einu sinni Iyad Allawi, for- sætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar, vildi taka undir orð hans. Sistani er af öðrum skóla Engu að síður er ljóst að ýmsir gjalda varhug við þróun mála og sannarlega væri það nú kaldhæðnislegt ef Banda- ríkin hefðu steypt Saddam Hussein af stóli í Írak til þess eins að stjórnin í Teheran kæmist til áhrifa í landinu – og til að gæta samhengis er rétt að minna á að Íran er meðal helstu óvina Bandaríkjastjórnar í heimi hér, tilheyrir því sem Bush Bandaríkjaforseti kallaði á sínum tíma „öxul hins illa“ (ásamt Írak í tíð Saddams og N-Kóreu). Aðrir benda hins vegar á að hvað sem líður hugsanleg- um tengslum við Íran þá muni það aldrei koma til að Bagdad verði „fjarstýrt“ frá Teheran. Fyrir það fyrsta sé Sistani erkiklerkur af öðrum skóla en klerkarnir í Íran, hann telji ekki að trúarleiðtogar sjíta eigi að vasast í stjórnmálum (líkt og þeir írönsku hafa gert allt frá bylting- unni 1979). Þá séu íraskir sjítar arabar, ekki Persar (líkt og Íranar), og að þeir séu mjög meðvitaðir um þann uppruna. Er þetta t.a.m. mat Juans Cole, prófessors í sögu Mið- Austurlanda við Michigan-háskóla. Eftir sem áður muni trúarleiðtogar sjíta hafa mest áhrif á íraska þinginu, Allawi og hans flokkur muni ekki fá mikið fylgi, hvað sem líður væntingum Bandaríkjamanna í þá veru. Hverju breyta kosningar í Írak? Fréttaskýring | Uppreisnarmenn í Írak viðurkenna ekki lögmæti kosn- inga sem haldnar eru í skjóli hern- aðarvalds Bandaríkjamanna. Sjítar, sem eru 60% landsmanna, vilja hins vegar gjarnan fá að kjósa. Davíð Logi Sigurðsson fjallar hér um samskipti sjíta og súnníta og þingkosningarnar sem fram undan eru í landinu. Reuters Kona gengur framhjá veggspjaldi í Bagdad þar sem eldra fólk er hvatt til að mæta á kjörstað 30. janúar nk.  Meira á mbl.is/itarefni david@mbl.is ’Margir súnnítar óttast að kosningarnar í janúar verði til þess að þeir sæti kúgun í framtíðinni.‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.