Morgunblaðið - 24.12.2004, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.12.2004, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 2004 29 DAGLEGT LÍF Danir virðast æ áhugasam-ari um allt sem íslenskter, ekki síst eftir að Ís-lendingar keyptu Magas- in du Nord, eins og Bryndís Stef- ánsdóttir arkitekt orðar það hlæjandi. Hún og Steinunn Sigfús- dóttir byggingariðnfræðingur hafa orðið varar við þetta en þær eiga galleríið Galleri Nordlys í Kaup- mannahöfn og hafa hlotið góðar við- tökur heimamanna sem sýna ís- lenskri list mikinn áhuga. Galleríinu er ætlað að koma ís- lenskri myndlist og nytjalist á fram- færi í Danmörku en verk rúmlega þrjátíu listamanna eru þar til sölu. „Við fengum hugmyndina að því að opna gallerí þegar við urðum báðar fertugar og vorum hvor í sínu lagi að kaupa gjöf handa hinni. Það er ótrú- legt, en það er meira en að segja það að finna fallega listmuni til gjafa í Kaupmannahöfn,“ segir Bryndís. Þær Steinunn ákváðu því að stofna saman fyrirtæki eins og hafði verið í umræðunni hjá þeim lengst af þau tíu ár sem þær hafa þekkst, en Steinunn hefur búið í Kaupmannahöfn í fimm- tán ár og Bryndís í nítján. Þeim þótti aðgengilegast að einbeita sér að ís- lenskum listamönnum og skelltu sér því til Íslands og komu á sam- böndum. Galleri Nordlys er í tveggja hæða húsnæði við Frede- riksborggade í mið- borg Kaupmanna- hafnar og þar eiga margir leið um. Á efri hæðinni er verslun en á neðri hæðinni eru haldnar sýningar. Nú stendur yfir fjórða sýningin síðan galleríið var opnað 1. sept- ember og er það listamaðurinn Hú- bert Nói sem sýnir til 7. janúar, en sýningin hefur vakið mikla hrifningu meðal gesta, að sögn Bryndísar. Sýn- ingar í Galleri Nordlys hafa verið skipulagðar allt fram í febrúar 2006, en það er Steinunn Helga Sigurð- ardóttir myndlistarmaður sem velur listamennina sem sýna. Næst verður Berglind Sigurðardóttir myndlist- armaður í Danmörku með sýningu, en hún sérhæfir sig í tölvuteikn- ingum. Þar á eftir sýnir Hekla Dögg Jónsdóttir. Fyrirtækið var stofnað á þessu ári og er bæði gallerí og arkitektastofa. Eigendurnir sinna áfram störfum sem arkitekt og byggingariðnfræð- ingur samhliða gallerírekstrinum og hafa t.d. með höndum það verkefni að breyta stóru tveggja hæða iðn- aðarhúsnæði á Nørrebro í sjö íbúðir. Að sögn Bryndísar gengur þeim vel að markaðssetja íslenska myndlist í Kaupmannahöfn og þykir þeim hent- ugt að vinna áfram að arkitektúr og skipulagi. Bryndís segir gaman að sjá áhuga viðskiptavina á Íslandi. „Oft er þetta fólk sem hefur komið til Íslands og vill gjarnan landslagsmyndir. Fólki finnst líka yfirleitt mikill húmor í ís- lenskum listaverkum og meiri kraft- ur.“ Í galleríinu eru m.a. seldar myndir, skartgripir, fatnaður og ker- amik eftir listamenn eins og Magda- lenu Margréti, Höllu Bogadóttur, Ástu Guðmundsdóttur og Þóru Sig- urþórsdóttur.  HÖNNUN Íslenskir listmun- ir vekja áhuga í Kaupmannahöfn Stoltir galleríseigendur: Bryndís Stefánsdóttir er í forgrunni og Steinunn Sigfúsdóttir fyrir aftan, þar sem glittir í íslenskt handverk í hillunum. Stöllurnar Bryndís Stefánsdóttir og Steinunn Sig- fúsdóttir létu gamlan draum rætast og opnuðu gall- erí með íslenska list í Kaupmannahöfn nú í haust. TENGLAR .............................................. www.gallerinordlys.dk steingerdur@mbl.is Stílhrein hönnun: Armbandið er eftir Höllu Bogadóttur. Íslensk hönnun: Skálar eftir Lauf- eyju Jónsdóttur. Ljósmynd/Birgitte Truelsen Jórunn Ella Þórðardóttir kennari. „Allt annríkið í desember.“ Hvað er ómissandi á jólum? Morgunblaðið/Kristinn Annríkið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.