Morgunblaðið - 24.12.2004, Side 29

Morgunblaðið - 24.12.2004, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 2004 29 DAGLEGT LÍF Danir virðast æ áhugasam-ari um allt sem íslenskter, ekki síst eftir að Ís-lendingar keyptu Magas- in du Nord, eins og Bryndís Stef- ánsdóttir arkitekt orðar það hlæjandi. Hún og Steinunn Sigfús- dóttir byggingariðnfræðingur hafa orðið varar við þetta en þær eiga galleríið Galleri Nordlys í Kaup- mannahöfn og hafa hlotið góðar við- tökur heimamanna sem sýna ís- lenskri list mikinn áhuga. Galleríinu er ætlað að koma ís- lenskri myndlist og nytjalist á fram- færi í Danmörku en verk rúmlega þrjátíu listamanna eru þar til sölu. „Við fengum hugmyndina að því að opna gallerí þegar við urðum báðar fertugar og vorum hvor í sínu lagi að kaupa gjöf handa hinni. Það er ótrú- legt, en það er meira en að segja það að finna fallega listmuni til gjafa í Kaupmannahöfn,“ segir Bryndís. Þær Steinunn ákváðu því að stofna saman fyrirtæki eins og hafði verið í umræðunni hjá þeim lengst af þau tíu ár sem þær hafa þekkst, en Steinunn hefur búið í Kaupmannahöfn í fimm- tán ár og Bryndís í nítján. Þeim þótti aðgengilegast að einbeita sér að ís- lenskum listamönnum og skelltu sér því til Íslands og komu á sam- böndum. Galleri Nordlys er í tveggja hæða húsnæði við Frede- riksborggade í mið- borg Kaupmanna- hafnar og þar eiga margir leið um. Á efri hæðinni er verslun en á neðri hæðinni eru haldnar sýningar. Nú stendur yfir fjórða sýningin síðan galleríið var opnað 1. sept- ember og er það listamaðurinn Hú- bert Nói sem sýnir til 7. janúar, en sýningin hefur vakið mikla hrifningu meðal gesta, að sögn Bryndísar. Sýn- ingar í Galleri Nordlys hafa verið skipulagðar allt fram í febrúar 2006, en það er Steinunn Helga Sigurð- ardóttir myndlistarmaður sem velur listamennina sem sýna. Næst verður Berglind Sigurðardóttir myndlist- armaður í Danmörku með sýningu, en hún sérhæfir sig í tölvuteikn- ingum. Þar á eftir sýnir Hekla Dögg Jónsdóttir. Fyrirtækið var stofnað á þessu ári og er bæði gallerí og arkitektastofa. Eigendurnir sinna áfram störfum sem arkitekt og byggingariðnfræð- ingur samhliða gallerírekstrinum og hafa t.d. með höndum það verkefni að breyta stóru tveggja hæða iðn- aðarhúsnæði á Nørrebro í sjö íbúðir. Að sögn Bryndísar gengur þeim vel að markaðssetja íslenska myndlist í Kaupmannahöfn og þykir þeim hent- ugt að vinna áfram að arkitektúr og skipulagi. Bryndís segir gaman að sjá áhuga viðskiptavina á Íslandi. „Oft er þetta fólk sem hefur komið til Íslands og vill gjarnan landslagsmyndir. Fólki finnst líka yfirleitt mikill húmor í ís- lenskum listaverkum og meiri kraft- ur.“ Í galleríinu eru m.a. seldar myndir, skartgripir, fatnaður og ker- amik eftir listamenn eins og Magda- lenu Margréti, Höllu Bogadóttur, Ástu Guðmundsdóttur og Þóru Sig- urþórsdóttur.  HÖNNUN Íslenskir listmun- ir vekja áhuga í Kaupmannahöfn Stoltir galleríseigendur: Bryndís Stefánsdóttir er í forgrunni og Steinunn Sigfúsdóttir fyrir aftan, þar sem glittir í íslenskt handverk í hillunum. Stöllurnar Bryndís Stefánsdóttir og Steinunn Sig- fúsdóttir létu gamlan draum rætast og opnuðu gall- erí með íslenska list í Kaupmannahöfn nú í haust. TENGLAR .............................................. www.gallerinordlys.dk steingerdur@mbl.is Stílhrein hönnun: Armbandið er eftir Höllu Bogadóttur. Íslensk hönnun: Skálar eftir Lauf- eyju Jónsdóttur. Ljósmynd/Birgitte Truelsen Jórunn Ella Þórðardóttir kennari. „Allt annríkið í desember.“ Hvað er ómissandi á jólum? Morgunblaðið/Kristinn Annríkið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.