Morgunblaðið - 31.12.2004, Side 2

Morgunblaðið - 31.12.2004, Side 2
2 FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Austurveri til miðnættis alla daga í Austurveri. OPIÐ Líka um áramótin. MIKLU FÉ SAFNAÐ Nú er vitað að a.m.k. 119.000 manns biðu bana í hamförunum í Suður-Asíu sl. sunnudag. Tala lát- inna gæti enn hækkað verulega, margra er enn saknað. Stjórnvöld ýmissa ríkja hafa heitið fé til neyð- araðstoðar á hörmungasvæðunum og almenningur hefur líka lagt sitt af mörkum, í gær var búið að safna um 35 milljörðum íslenskra króna. Flugeldaslys í gær Þrír alvarlegir augnbrunar urðu í gær, þar sem börn voru að leik með flugelda og púður. Í öllum tilvikum voru það drengir sem slösuðust, sá yngsti 9 ára og elsti 16 ára, og hlutu þeir ýmist 2. gráðu bruna á augnlok- um, yfirborðsbruna í augum og bruna á húð í andliti. Tveir eldri drengjanna voru lagðir inn á sjúkra- hús. Smygl á fólki Tveir karlmenn og ein kona hafa verið úrskurðuð í einnar viku gæslu- varðhald eftir að tvö þeirra höfðu framvísað vegabréfum á Keflavík- urflugvelli sem tilheyra öðru fólki. Grunur leikur á að smygla hafi átt fólkinu til Bandaríkjanna og var meintur fylgdarmaður þeirra einnig handtekinn á flugvellinum. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Hugsað upphátt 37 Viðskipti 12 Minnisblað 38 Úr verinu 12 Brennur 39 Erlent 14/16 Krossgáta 39 Minn staður 18 Minningar 40/44 Höfuðborgin 20 Áramótavín 46 Akureyri 20 Dagbók 50/52 Suðurnes 24 Myndasögur 50 Austurland 24 Listir 53/55 Umræðan 26 Af listum 55 Bréf 26 Leikhús 54 Stjórnmálin 28/33 Fólk 56/60 Forystugrein 32 Bíó 58/61 Viðhorf 34 Ljósvakar 48/49, 62 Daglegt líf 34/35 Veður 63 Messur 36/37 Staksteinar 63 * * * Kynning – Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablaðið Vorferðir frá Úrvali- Útsýn. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                   ! " #        $         %&' ( )***                    ÞRÍR af hverjum fjórum drengjum og ein af hverjum fjórum stúlkum sem sótt hafa vímuefnameðferð hjá Götusmiðjunni eiga við spilafíkn að stríða, skv. samantekt Félagsþjón- ustunnar um fjölda spilafíkla og meðferðarúrræði. Alls hafa um 400 ungmenni á aldrinum 14–18 ára verið til meðferðar hjá Götusmiðj- unni frá upphafi. Athugunin er gerð í kjölfar fyr- irspurnar borgarráðsfulltrúa Sjálf- stæðisflokks í október sl. og var lögð fram á fundi borgarráðs í gær. Hún byggist á samtölum við ýmsa aðila sem þekkja til mála- flokksins, s.s. Samtök áhugafólks um spilafíkn, SÁÁ og Götusmiðj- una, og segir í bréfi til borgarráðs að karlmenn séu í miklum meiri- hluta. Í raun sé vandamálið mjög falið og ógerningur að gera sér grein fyrir umfangi þess. Samkvæmt lauslegri athugun innan Félagsþjónustunnar er tutt- ugu og einn einstaklingur innan vé- banda hennar talinn stríða við spilafíkn hér á landi. Ekki fer fram sérstök skráning á spilafíkn hjá notendum Félagsþjónustunnar. Félagsþjónustan ræddi m.a. við formann Samtaka áhugafólks um spilafíkn og kom fram að líklega eigi 1–3% þjóðarinnar við vanda af þessum toga að etja. Alls hafa 129 viðtöl verið veitt vegna spilafíknar hjá SÁÁ það sem af er árinu, 100 einstaklingar hafa tekið þátt í stuðningshópum á árinu, þar af eru 50 nýkomnir í hópinn. Þess má geta að 11–12% þeirra sem eru í áfengismeðferð á Vogi eru spilafíklar, að því er fram kemur í athuguninni. Flestir sem leitað hafa aðstoðar með spilafíkn hjá SÁÁ eru karlmenn, 30–50 ára, sá yngsti var 15 ára og elsti sjötug- ur. Í viðtölum við Götusmiðjuna kemur fram að algengt sé að krakkarnir, sem eigi við spilafíkn að stríða, hafi stundað spilakassa áður en þau fóru í neyslu vímuefna. 100 einstaklingar hafa leitað sér aðstoðar hjá SÁÁ á árinu Þrír af fjórum piltum í neyslu eru spilafíklar Morgunblaðið/Kristinn VEGAGERÐIN á Ísafirði hreinsaði í gær út úr „snjóflóðaskápunum“ und- ir Súðavíkurhlíð. Hefjast átti handa í Óshlíðinni í dag. Að sögn Guðmundar Björgvins- sonar, verkstjóra Vegagerðarinnar, eru útskot sem gerð hafa verið í hlíð- inni til að taka á móti snjóflóðum kölluð skápar. Ýmist hefur verið sprengt eða grafið út fyrir þeim. Þegar flóð fellur á veginn er þessum snjóflóðaskápum ætlað að taka við sem mestum snjó til að draga úr því magni sem lendir á veginum. Eftir snjóflóð eru skáparnir síðan tæmdir. Guðmundur segir að allnokkuð af snjó hafi verið í skápunum í gær og meira en menn höfðu búist við. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns Hreinsað út úr snjóflóðaskápunum VINNUMÁLASTOFNUN hefur tekið ákvörðun um að samþykkja umsókn Impregilo um atvinnuleyfi fyrir 54 Kínverja. Stofnunin telur að Impregilo hafi uppfyllt skilyrði sem hún setti með starfsauglýsingum sem birtust í dagblöðum nú í vikunni og með auglýsingu sem sett var inn á evrópska vinnumiðlunarvefinn, EURES. Þetta kom fram á fundi í sam- starfsnefnd stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins á grundvelli laga um atvinnuréttindi útlendinga í gær. Fundinn sátu fulltrúar ASÍ, Sam- taka atvinnulífsins og félagsmála- ráðuneytisins auk þess sem forstjóri Vinnumálastofnunar var í símasam- bandi við fundarmenn. Fyrir liggur að Impregilo hyggst sækja um at- vinnuleyfi fyrir 150 Kínverja til við- bótar og hugsanlega enn fleiri. Halldór Grönvold, aðstoðarfram- kvæmdastjóri ASÍ, segist hafa and- mælt þessari niðurstöðu Vinnumála- stofnunar sem málamyndagjörningi. „Ég mótmælti henni [afgreiðslunni] sem rangri og reyndar efast ég mjög um lögmæti hennar, m.a. í ljósi þess að það liggur ekkert fyrir að þessir aðilar hafi t.d. tilskilin réttindi. En auðvitað er þetta í grunninn, eins og við höfum alltaf sagt, svona vinnu- markaðs- og atvinnupólitískt mál, þ.e.a.s. á þetta tiltekna fyrirtæki að komast upp með það að haga sér eins og því sýnist hér á íslenskum vinnu- markaði?“ Halldór segir ljóst að Impregilo hafi aldrei ætlað sér að starfa á ís- lenskum vinnumarkaði heldur hafi þeir ætlað að vera á suður-evrópsk- um vinnumarkaði. Það hafi hins veg- ar ekki gengið og þá leiti fyrirtækið til Kína þar sem verkamenn séu til- búnir að sætta sig við ansi margt. Impregilo fær atvinnu- leyfi fyrir Kínverjana AFLI íslenskra skipa á árinu 2004 er áætlaður 1.725 þúsund lestir. Það er minnsti afli síðan 1998 þegar aflinn var 1.678 þúsund lestir. Mestur var aflinn 1997 eða 2.199 þúsund lestir. Næst kemur árið 2002 þegar aflinn var 2.133 þúsund lestir. Samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskistofu varð þorskaflinn 2004 20 þúsund lestum meiri en árið 2003. Ýsu- og ufsaafli var líka talsvert meiri en árið áður. Heildarafli botn- fisks jókst um rúmlega 20 þúsund lestir milli ára. Afli uppsjávartegunda minnkaði verulega frá fyrra ári. Loðnuafli var 155 þúsund lestum minni en 2003 og 80 þúsund lesta samdráttur var í afla kolmunna. Afli uppsjávartegunda var 1.171 þúsund lestir 2004 sem er 260 þúsund lesta minni afli en 2003. Rækjuaflinn 2004 var 19 þúsund lestir og hefur ekki verið minni í tutt- ugu ár. Hörpudiskveiðar voru engar á árinu. Humarafli minnkaði um tvö hundruð tonn frá fyrra ári. Þrátt fyr- ir minni heildarafla var aflaverðmæti ársins 2004, miðað við fast verð, áþekkt og á árinu 2003.     !     "#$ %%          !  "##  $# Minnsti afli síðan 1998 Á ÁRINU hafa orðið 34 banaslys og í þeim biðu 37 manns bana, skv. upp- lýsingum frá Landsbjörg. Flest urðu slysin í umferðinni en samtals létust 23 í 20 umferðarslysum. Átta manns biðu bana í slysum sem urðu á heim- ilum þeirra og í frítíma. Þrír létust í þremur sjóslysum, tveir drukknuðu og einn lést í vinnuslysi. Sjö af þeim sem létust voru erlendir ríkisborg- arar og hefur tala þeirra ekki verið hærri frá árinu 1994. 37 manns létust í bana- slysum á árinu ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.