Morgunblaðið - 31.12.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.12.2004, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Vorferðir Bæklingurinn Vorferðir fylgir blaðinu í dag www.urvalutsyn.is ÞRÁTT fyrir gífurlegar hörmungar og dauða sem umlykur fólk í Khao Lak á suðurströnd Taílands ríkir ekki yfirþyrmandi sorg eða doði vegna hamfaranna í kjölfar flóð- bylgjunnar annan í jólum. Khao Lak er skammt frá Phuket sem eins og fleiri staðir varð mjög illa úti vegna flóðanna. Sverrir Vilhelmsson, ljós- myndari Morgunblaðsins, er stadd- ur á Phuket-eyju og heimsótti Khao Lak í gær. Um tveggja tíma akstur er á milli þessara staða. Hann segir hjálparstarfið nokkuð vel skipulagt af hálfu taílenskra yfirvalda og nóg af mat og vistum. Eftirlifendur koma honum síst fyrir sjónir sem lamaðir syrgjendur, heldur er fólk ákveðið í að bæta úr ástandinu eftir fremsta megni. „Ég hef hvergi séð grátandi fólk,“ segir hann. Þar sem hann ferðast um með ljósmyndavél sína og hittir fyrir fólk sem hefur misst fjöl- skyldur sínar virðist hinn hræðilegi missir jafnvel ekki stöðva fólk í að brosa af gömlum vana til ókunnugs manns með myndavél. „Fólk er ákveðið í því að halda áfram með lífið og því virðist vera nokkur huggun í því að ekki verði ráðið við náttúruhamfarir, ólíkt því sem gerist við mikið mannfall af mannavöldum t.d. stríði. Fólk vonar bara að þessir atburðir muni ekki hafa áhrif á lífsafkomu þess í fram- tíðinni. Það heldur í vonina um að ferðamenn haldi áfram að koma til landsins þrátt fyrir allt. Hér er einn- ig talsvert um gálgahúmor, sem fólk grípur gjarnan til í viðbrögðum sín- um við hörmungum.“ Vörubílsfarmar af líkkistum Sverrir fór frá Phuket í gærmorg- un og leigði sér bíl ásamt bílstjóra sem ók honum til Khao Lak. „Á leið- inni mættum við hverjum vörubíln- um á fætur öðrum með líkkistur. Á svæðinu var verið að ryðja burtu pálmatrjám til að undirbúa grafir. Þá var einnig verið að sprauta sótt- hreinsandi efnum yfir jörðina. Taí- lendingarnir virðast vera nokkuð vel skipulagðir í störfum sínum hvað þetta snertir. Hér er fjöldinn allur af erlendum teymum sem sérhæfa sig í að bera kennsl á hina látnu. Tekin eru fingraför og DNA-sýni og allar upplýsingar skráðar um hvert lík áð- ur en þau eru númeruð og sett í kist- ur og síðan í kælda gáma.“ Á Khao Lak er gífurleg nálykt í lofti og stöðugt finnast fleiri lík undir braki og rústum. Sverrir hefur áður verið á hörmungarsvæðum en segist aldrei hafa fundið aðra eins nálykt og nú. Vitað er um lík inni á einu há- gæðahóteli í nágrenninu en forsvars- menn þar hafa neitað björgunar- mönnum um aðgang að hótelinu af ótta við þjófnaði á verðmætum sem hinir látnu voru með á sér. „Menn hér hafa miklar áhyggjur af ímynd Taílands sem ferðamannaparadís og vilja ekki hætta á að það spyrjist út að lík séu rænd.“ Sverrir hefur fregnað að verkamaður nokkur frá Búrma hafi verið staðinn að verki við að stela verðmætum af líkum og hafi hann verið myrtur á staðnum af Taí- lendingum. Hann segir ekki víst að ferðamannaparadísin við Khao Lak muni endurheimta fyrra aðdrátt- arafl vegna þess að gróður hefur spillst vegna sjávarseltu sem gegn- sýrði jarðveg langt upp á land. Talið er að flóðbylgjan hafi farið a.m.k. 1,5 km upp á land. Einu trén sem þoli seltuna séu kókostré. Ráðhúsið í Phuket er aðalmiðstöð fólks í leit að ættingjum sem saknað er. Þar eru hengdar upp myndir og nöfn hinna látnu og þeirra sem sakn- að er. Símafélög hafa boðið upp á ókeypis símtöl fyrir eftirlifendur til að þeir geti látið vita af sér í sínu heimalandi. „Þrátt fyrir ýmsan rugl- ing sem er í gangi hér, er næg aðstoð og hjálparmiðstöðvar eru vel mann- aðar. Erlend sendiráð eru með bása við ráðhúsið og þar fæst ókeypis matur og fleira. Hér er þó engin áfallahjálp en hins vegar er enga sorg að sjá á fólki.“ Sverrir telur ekki vera sérstak- lega mikla hættu á farsóttum í Taí- landi miðað við hættuna á stöðum eins og Sri Lanka og Indónesíu. „Kerfið virkar vel hér og samhjálpin er mikil. Það er helst að fólk finni að við stjórnvöld fyrir að gera lítið úr hlutunum.“ Hótelið sem Sverrir gistir á í Phuket er í klukkustundar fjarlægð frá hörmungarsvæðunum annars staðar á eyjunni. Á hótelinu er kraf- ist snyrtilegs klæðnaðar á barnum og segir Sverrir að fólkið þar sé al- gerlega í öðrum heimi og geri sér enga grein fyrir þeim hörmungum sem eru í aðeins nokkurra tuga km fjarlægð. „Þar gengur lífið sinn vanagang með túristana.“ Sverrir segir umfang hörmung- anna miklu meiri en hægt sé að gera sér í hugarlund af myndum sem ber- ast frá svæðunum. Gríðarlegt björg- unar- og uppbyggingarstarf sé því fyrir höndum. Sverrir Vilhelmsson, ljósmyndari Morgunblaðsins, á hörmungarsvæðunum í Taílandi „Fólk er ákveðið í að halda áfram að lifa lífinu“ Morgunblaðið/Sverrir Til að takast á við hættuna af farsóttum klæðast björgunarmenn sótthreinsuðum fatnaði þótt sótthætta sé minni en á öðrum stöðum við Indlandshaf. Mikla nálykt leggur fyrir vitin vegna rotnandi líkamsleifa fólks. Kennslasérfræðingur skoðar hring eins fórnarlambanna í Pang Na. FORSÆTISRÁÐHERRA hef- ur ákveðið að fáni skuli dreginn í hálfa stöng við opinberar stofnanir á nýársdag vegna náttúruhamfaranna í Asíu. Slíkt hið sama verður gert í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi og hefur verið mælst til þess að almenningur votti hinum látnu virðingu sína á sama hátt. Flaggað í hálfa stöng á nýársdag ÞINGFLOKKUR Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs segist telja einboðið að Íslendingar leggi með myndarlegum hætti sitt af mörkum til hjálpastarfs og síðan uppbyggingar á hamfarasvæðun- um í Suðaustur-Asíu. Hvetur þing- flokkurinn til þverpólitískrar sam- stöðu um að nú þegar verði ákveðin aukafjárveiting upp á að minnsta kosti 300 milljónir króna sem renni til hjálparstarfs og upp- byggingar á hamfarasvæðunum. Kemur þetta fram í fréttatilkynn- ingu frá VG. Hefur þingflokkurinn falið fulltrúum sínum í fjárlaganefnd og utanríkismálanefnd að taka málið upp á þeim vettvangi, enda eðlilegt að Alþingi sjálft fjalli um og af- greiði mál af þessari stærðar- gráðu, segir í tilkynningunni. Vilja aukafjárveitingu vegna hamfaranna ÍSLENSKT par, sem er í Taí- landi en ekki var vitað hvar hélt sig, hefur nú haft sam- band og er heilt á húfi. Í gær- morgun bárust utanríkisráðu- neytinu hins vega upplýsingar um tvo íslenska einstaklinga, sem ekki hafa látið vita af sér frá því flóðbylgjan mikla skall á suðvesturhluta landsins á sunnudag. Að sögn Péturs Ás- geirssonar, skrifstofustjóra í utanríkisráðuneytinu, er talið að mennirnir hafi báðir verið á Pattayaströndinni nálægt Bangkok en þar gætti áhrifa flóðbylgjunnar ekki. Samkvæmt þessu eru enn 10 Íslendingar sem voru í Taí- landi um síðustu helgi en ekki hafa látið vita af sér. Þetta eru hjón með þrjú börn, sem talið er að séu á Bali, par með barn sem var á Pattayaströnd- inni þegar síðast var vitað, auk fyrrnefndra tveggja einstaklinga. Á heimasíðu sem borgar- yfirvöld í Phuket í Taílandi hafa komið upp með upplýs- ingum um fórnarlömb ham- faranna, er nafn konu sem sögð er vera íslensk og liggja slösuð á sjúkrahúsi í borginni. Að sögn Péturs var málið kannað og reyndist konan vera írsk. Íslenskt par í Taílandi lét vita af sér Á KHAO Lak hefur Svíinn Jónas Nyqvist búið síðan 1985 og rekið sportbátaleigu fyrir ferðamenn. Faðir hans á áttræðisaldri, sem með honum býr, slapp með ótrúlegum hætti þegar flóðbylgjan mikla þeytti honum fram og aftur um íbúðarhús þeirra. Þeir búa í raðhúsi á tveimur hæðum og sat faðir Jónasar úti á verönd í sólstólnum þegar bylgjan kom. Hún þeytti gamla manninum í gegnum þrjá milliveggi þar til hann stöðvaðist við steinvegg. Þaðan barst hann með straumnum upp á efri hæð hússins, en bylgjan braut sér leið í gegnum steinvegginn. Gamli maðurinn lifði hremming- arnar af og er nú á spítala. Fjöl- skylda Jónasar slapp heilu og höldnu en sömu sögu var ekki að segja um þá fimmtíu sem fundust látnir fyrir utan hús þeirra daginn eftir. Morgunblaðið/Sverrir Jonas Nyqvist, íbúi á Khao Lak, sýnir skemmdirnar heima hjá sér, sem flóðbylgjan mikla olli. Fjölskylda hans slapp heil á húfi. Slapp með ótrúlegum hætti úr hamförunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.