Morgunblaðið - 31.12.2004, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 31.12.2004, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 2004 11 FRÉTTIR Landsvirkjun er í hópi stærstu fyrir- tækja landsins. Tilgangur fyrirtækisins er a› stunda starfsemi á orkusvi›i ásamt annarri vi›skipta- og fjármála- starfsemi. Hjá Landsvirkjun starfa um 260 starfsmenn me› mjög fjölbreytta menntun. Forgangsverkefni fyrirtækisins eru m.a. a› taka flátt í fyrirhugu›um breytingum á skipulagi orkumála til a› tryggja stö›u Landsvirkjunar á orkumarka›i og efla gæ›a- og umhverfisstjórnun. Mikil áhersla er lög› á nútíma mannau›sstjórnun me› áherslu á flekkingarstjórnun, fjölskylduvænt starfsumhverfi, jafnrétti og tækifæri til starfsflróunar. Landsvirkjun starfrækir sjó› til styrktar nemendum á framhaldsstigi háskólanáms (meistara- og doktorsnám) sem eru a› vinna a› lokaverkefnum sínum og eru styrkir veittir úr sjó›num árlega. Ákve›i› hefur veri› a› verja samtals 3 milljónum króna í námsstyrki á árinu 2005 og ver›ur styrkjunum úthluta› í apríl næstkomandi. Hver styrkur ver›ur a› lágmarki 400 flúsund krónur. Markmi› me› námsstyrkjunum er a› efla menntun og hvetja til rannsókna á hinum margvíslegu svi›um sem tengjast starfsemi Landsvirkjunar. Umsækjendur eru sérstaklega hvattir til a› kynna sér hina fjölbreyttu starfsemi Landsvirkjunar á vefsí›u fyrirtækisins. Styrkjunum er ætla› a› standa undir hluta af kostna›i vi› lokaverkefni sem hafin eru e›a munu hefjast á árinu 2005. Umsækjendur flurfa a› leggja fram l‡singu á verkefninu, me›mæli lei›beinanda og rök- stu›ning fyrir flví a› verkefni› tengist starfsemi Landsvirkjunar. Umsóknum ásamt fylgigögnum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, merktum: „NÁMSSTYRKIR LANDSVIRKJUNAR 2005“ Umsóknarey›ublö› og nánari uppl‡singar um styrkveitinguna og starfsemi Landsvirkjunar er a› finna á vefsí›u Landsvirkjunar, www.lv.is. Einnig veitir Bjarni Pálsson upplýsingar í síma 515 9000 og BjarniP@lv.is. Umsóknarfrestur er til 25. janúar 2005. Öllum umsóknum ver›ur svara› og fari› me› flær sem trúna›armál. Styrkir til nemenda á framhaldsstigi háskólanáms Landsvirkjun augl‡sir eftir umsóknum um styrki vegna meistara- e›a doktorsverkefna E N N E M M / S ÍA / N M 14 58 7 DÝR verða oft mjög stressuð í kringum áramót og eru lengi að ná úr sér hrollinum. Með aðstoð frá Landssambandi hestamanna og Dýralæknastofu Dagfinns ásamt vönu leitarhunda- fólki úr röðum björgunarsveit- armanna hefur Slysavarnafélagið Landsbjörg útbúið bækling með leið- beiningum til dýra- eigenda. Meðal þeirra leiðbeininga sem þar koma fram eru að dýrum skuli helst haldið inni á gamlársdag, gamlárskvöld, nýárskvöld og á þrettándanum. Gott er að draga fyrir glugga og hafa opið fyrir út- varp þannig að hvellir og ljósa- gangur hafi minni áhrif. Sérstakar leiðbeiningar eru fyrir eigendur hunda, katta og hesta. Gott er að útbúa góða aðstöðu fyrir hunda í einhverju rými sem þeir þekkja. Hafið hjá þeim uppá- halds dótið þeirra þannig að þeir geti leikið sér og gætið þess að ekk- ert sé í rýminu sem þeir geta slasað sig á eða skemmt. Mikilvægt er að kettir séu inni allan gamlársdag. Best er að hafa hesta inni í hest- húsum en ekki lausa í gerðum og alls ekki eftirlitslausa. Gott er að líta til með þeim eftir miðnætti þeg- ar mesti atgangurinn er yfirstað- inn. Hestamenn eru hvattir til að gæta fyllstu varúðar í útreiðatúrum í kringum áramót. Hvellir og ljósagangur vekja ótta hjá dýrum „EIGENDUR gæludýra hafa mikið verið að hringja og spyrja um ráð og hvort þeir ættu að gefa dýrum ró- andi lyf,“ segir Hanna M. Arnórs- dóttir dýralæknir í Garðabæ. Lyfin sem eru gefin eru svokölluð kæruleysislyf sem eru kvíðastillandi. Þetta eru sömu lyf og gefið er áður en dýr eru flutt milli landa eða gerð- ar eru á þeim aðgerðir. Sjaldgæft er að kettir þurfi róandi lyf fyrir ára- mót. Raunar sé málum þannig hátt- að að mikið sé sprengt dagana fyrir gamlársdag og dýrin því þegar orðin mjög stressuð þegar þau fái lyfin og því virki þau ekki sem skyldi. Hanna mælir ekki með því að hundar séu utandyra á gamlárs- kvöld, jafnvel þó þeir séu í taumi. Mörg dæmi séu um að þeir hafi rifið sig lausa og hlaupið út í buskann. Flestir skili sér en einnig séu dæmi um að hundar hafi horfið fyrir fullt og allt. Sömuleiðis hlaupi kettir í fel- ur og séu oft skelfingu lostnir marga daga á eftir. Hanna segir að gæludýr eigi að vera innandyra. Eigendurnir eigi að vera rólegir, hafa tónlistina á og reyna að leiða huga dýranna að ein- hverju öðru. Hundum eigi að hrósa og ekki vorkenna of mikið. Hundum á að hrósa en ekki vorkenna MISTÖK urðu við vinnslu fréttar um útskrift Iðnskólans í Hafnarfirði sem birt var í blaðinu í gær og er beðist velvirðingar á þeim. Réttur fer um- ræddur kafli hér á eftir: Við skólaslitin minntist Jóhannes Einarsson skólameistari Gunnars Guðmundssonar, annars af tveim fyrstu verknámskennurum skólans, en Gunnar lést 4. des. sl. Þá var nemendum og kennurum þakkað fyrir hina stórglæsilegu sýn- ingu „Má ég opna“ í Hafnarborg en þar sýna nemendur verk sín sem eru jólagjafir til þjóðþekktra Íslendinga, og einnig fyrir að aðstoða við að gera upp bíl Jóhannesar J. Reykdals, Ford árgerð 1930. En sá bíll stendur í and- dyri Hafnarborgar fyrir framan sýn- ingu nemenda vegna sýningar í tilefni 100 ára afmælis rafmagns á Íslandi. Útskrift Iðnskólans í Hafnarfirði FLUTNINGSFYRIRTÆKIÐ Landsnet hf. var opnað formlega í gær í nýjum höfuðstöðvum sínum að Hesthálsi en hlutverk fyrirtækisins er að annast flutning raforku og kerf- isstjórnun sem Landsvirkjun sinnti áður. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- ráðherra, sagði í ræðu sinni í gær að Landsnet mundi gegna veigamiklu hlutverki í raforkukerfi landsmanna. „Flutningskerfi Landsnets mun tengjast öllum byggðum landsins og færa þá nauðsynjavöru sem raforkan er til dreifiveitna, sem síðan dreifa orkunni til landsmanna. ... Nú um ára- mót verður stigið mikilvægt skref í markaðsvæðingu raforkukerfisins,“ sagði Valgerður. Hún opinberaði merki Landsnets og opnaði heima- síðu fyrirtækisins, landsnet.is. Eftir að hún hafði opnað heimasíðuna bað Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, Valgerði um að opna nýj- ustu fréttina á heimasíðunni. Í frétt- inni var mynd af Valgerði og Þórði sem tekin hafði verið á staðnum stuttu áður og frétt um athöfnina. Tímamót í rafmagnssögunni Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði að Landsnet hf. markaði tímamót í íslenskri raf- magnssögu. Hann gat þess að lög kvæðu á um að eigendum Landsnets væri bannað að skipta sér af starfi, rekstri og stjórn fyrirtækisins. „Samskiptin verða að byggjast á viðskiptalegum forsendum,“ sagði Friðrik. Hann vísaði í fyrirsögn Morgun- blaðsins í gær um að með athöfninni yrði „klippt á naflastrenginn frá Landsvirkjun“ og sagði að þó vissulega mætti líkja tímamótunum við fæðingu liði þeim sem störfuðu hjá Landsvirkjun frekar eins og foreldrum sem horfðu á eftir börnum sínum fara að heiman fyrir fullt og allt. Friðrik sagði Landsvirkj- un hljóta að líta í kringum sig í framhaldinu og að ekki hefði farið framhjá neinum að fyrirtækið renndi hýru auga til RARIK og Orku- bús Vestfjarða. „Markaðstorg raforku“ Páll Harðarson, stjórn- arformaður Landsnets, sagði að meginmarkmið raforkulaganna sem Al- þingi samþykkti í fyrra hefði verið að innleiða sam- keppni í íslenska raforku- geirann og að setning lag- anna hefði verið mikið heillaspor. „Í þessu nýja markaðs- umhverfi er Landsnet markaðstorg raforku og eru því miklar skyldur og ábyrgð lögð á fyrirtækið,“ sagði Páll og tók fram að stjórn og starfsmenn stefndu að því að gera fyrirtækið að einu best rekna flutningsfyrirtæki í Evrópu. Flutningsfyrirtækið Landsnet hf. opnað formlega í gær Morgunblaðið/Þorkell Valgerður Sverrisdóttir afhjúpar nýtt merki Landsnets við hátíðlega athöfn í gær. Gegnir veigamiklu hlut- verki í raforkukerfinu Í SAMTÖLUM við vin sinn Sæ- mund Pálsson að morgni miðviku- dags sagðist Bobby Fischer vera mjög ánægður með þá yfirlýsingu japanska dómsmálaráðherrans Chieko Nohno að hún væri tilbúin að hugleiða óskir hans um að fá að fara til Íslands. Fischer er mjög spenntur yfir þessum tíðindum og vill helst fá Sæmund til Japans sem allra fyrst en Sæmundur telur rétt að bíða átekta enn um sinn. Nohno lét þessi orð falla á blaða- mannafundi á þriðjudag. „Almennt séð, þá yrði honum vísað úr landi til Bandaríkjanna en við munum hug- leiða óskir hans og hvort eitthvert land sé reiðubúið til að taka við hon- um þegar við ákveðum að vísa hon- um úr landi,“ sagði hún. Sæmundur bindur talsverðar vonir við þessa yfirlýsingu ráð- herrans og bæði Fischer og stuðn- ingsmönnum hans þyki ólíklegt að hún hefði sagt þetta nema einhver alvara væri að baki. Það væri þó óvíst hvenær japönsk stjórnvöld taki ákvörðun og Sæmundur segist helst ekki vilja fara til Japan fyrr en eitthvað er fast í hendi. Upplýsingafulltrúi bandaríska dómsmálaráðuneytisins sagði að ráðuneytið gæfi ekki upplýsingar um framsalsmál og hann vildi því ekki tjá sig um mál Bobby Fischers. Fischer er eftirlýstur fyrir að brjóta gegn viðskiptabanni Samein- uðu þjóðanna gegn Júgóslavíu árið 1992. Verði hann dæmdur gæti hann fengið allt að 10 ára fangels- isdóm, smkv. upplýsingum frá bandaríska dómsmálaráðuneytinu. Telur að alvara sé að baki ♦♦♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.