Morgunblaðið - 31.12.2004, Síða 16

Morgunblaðið - 31.12.2004, Síða 16
16 FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT EHUD Olmert, varaforsætisráð- herra Ísraels, sagði í gær að Ísraelar þyrftu að leggja niður byggðir á Vesturbakkanum eftir að áætluninni um brotthvarf frá Gaza-svæðinu yrði komið í framkvæmd á næsta ári. Olmert er trúnaðarvinur Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, og styður eindregið áform hans um að leggja niður allar byggðir gyðinga á Gaza-svæðinu og 250 manna byggðir á Vesturbakkanum. Varaforsætisráðherrann boðaði í viðtali við The Jerusalem Post að fleiri byggðir yrðu lagðar niður á Vesturbakkanum, jafnvel þótt ekki yrðu hafnar friðarviðræður við Pal- estínumenn. „Við eigum þess ekki kost að sitja og aðhafast ekkert. Til að gæta hagsmuna Ísraels verður brotthvarfið að vera viðameira en gert er ráð fyrir í áætlun okkar núna.“ Olmert vildi ekki svara því hversu margar byggðir þyrfti að leggja nið- ur á Vesturbakkanum en sagði að slíkar aðgerðir væru nauðsynlegar til að afstýra því að Ísraelar neydd- ust til að afsala sér öllum landsvæð- unum sem þeir náðu á sitt vald í stríðinu í Mið-Austurlöndum 1967. Ummæli Olmerts eru skýrasta vísbendingin, sem ísraelskir ráða- menn hafa gefið til þessa, um að áætlun Sharons sé aðeins upphafið að brotthvarfi gyðinga frá Vestur- bakkanum til að greiða fyrir stofnun lífvænlegs Palestínuríkis. Greitt fyrir nýrri stjórn Likud, flokkur Sharons, og Verka- mannaflokkurinn náðu í gær sam- komulagi sem greiðir fyrir myndun samsteypustjórnar sem yrði nógu öflug til að koma Gaza-áætluninni í framkvæmd. Flokkarnir höfðu deilt um hlutverk og stöðu Shimons Per- es, leiðtoga Verkamannaflokksins, í stjórninni. Samkvæmt málamiðlun- arsamkomulagi, sem náðist í gær, verður Peres aðstoðarforsætisráð- herra og næstvaldamestur í stjórn- inni. Olmert verður áfram varafor- sætisráðherra og tæki við embætti forsætisráðherra félli Sharon frá. Líklegt er að Peres fái það hlut- verk að semja við Palestínumenn um framkvæmd brotthvarfsins frá Gaza eftir forsetakosningar þeirra 9. jan- úar. Hann átti náið samstarf við Mahmud Abbas, sem er spáð sigri í forsetakosningunum, í friðarviðræð- unum sem leiddu til Óslóar-saming- anna árið 1993. Olmert boðar frekara brotthvarf gyðinga Segir nauðsynlegt að leggja niður fleiri byggðir á Vesturbakkanum Jerúsalem, Jenín. AFP, AP. LÆKNAR í Rúmeníu segja að 67 ára kona gangi með tvíbura og sé komin sjö mánuði á leið eftir að hafa gengist undir frjósem- isaðgerð. Skýrt er frá þessu á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC, sem segir að fæði hún börnin verði hún elsta móðir sem sögur fara af. Konan heitir Adriana Iliescu og er rithöfundur og háskólakenn- ari. Hún sagði í viðtali við rúm- enska sjónvarpsstöð að hún hefði alltaf þráð að eignast barn en ekki getað það án frjósem- isaðgerðar. Hún kvaðst vera bjartsýn á framtíðina sem móðir og búast við því að lifa í mörg ár til viðbótar þar sem hún væri af langlífu fólki komin. 65 ára gömul indversk kennslu- kona ól barn í fyrra og varð þá elsta nýbakaða móðir heims. 26 ára gömul kona lagði til eggin, sem frjóvguð voru með sæði eig- inmanns kennslukonunnar. Adriana Iliescu 67 ára kona gengur með tvíbura MAHMUD Abbas, sem spáð er sigri í forsetakosningum Palest- ínumanna 9. janúar, heimsótti í gær flóttamannabúðir í Jenín á Vest- urbakkanum og skoðaði m.a. graf- reit Palestínumanna sem hafa fallið í baráttunni gegn Ísraelum. Hann heilsaði þar Zakaria Zubeidi, leið- toga Al-Aqsa-píslarvottasveitanna, sem hafa orðið tugum Ísraela að bana í nokkrum sjálfsmorðsárásum og tugum skotárása á síðustu fjór- um árum. Zubeidi fagnaði Abbas sem þjóð- hetju og sést hér bera hann með hjálp félaga sinna. AP Abbas fagnað í flóttamannabúðum STEFNT er að því að innan þriggja ára verði komnar á mark- að sólarrafhlöður, sem unnt er að líma á föt, en með þeim á til dæmis að vera hægt að endurhlaða far- síma og ferðaspilara. Þessar nýju sólarrafhlöður verða ódýrar og mjög meðfærileg- ar enda framleiddar eins og hver annar vefnaður, sem unnt er að sníða til eftir þörfum. Þær má síð- an líma á næstum hvað sem er. Í rafhlöðunum eru nokkur lög af hálfleiðandi kísil, sem mettuð eru fosfór- og bórfrumeindum. Í sólarrafhlöðunum er notaður fjöl- breytilegur kísill, ekki kristallað- ur, og þykktin er aðeins á við venjulega ljósmyndafilmu. Orkunýting þeirra er raunar ekki mikil, aðeins 7% á móti 20% í þeim venjulegu, en það á samt að nægja. Göngufólk getur því límt sólarrafhlöðuna á jakkann sinn eða bakpoka og látið hana um að hlaða símann og svo má líka líma hana á ytra byrði tjaldsins. Þá safnar hún nægu rafmagni yfir daginn til að hægt sé að hafa ljós í tjaldinu alla nóttina. Orkuver í fötunum París. AFP. Öldungadeild MHl il Hver lína er í fjórum hlutum: Nafn námsgreinar, númer áfanga, kóði kennara og stofunúmer. Þannig er SAL103 HAF 20 = Sálfræði 103, Harpa Hafsteinsdóttir kennir í stofu 20. Auk áfanga í töflu eru nokkrir fjarnámsáfangar (sjá nánar á www.mh.is) Nýtt stokkakerfi: Færri ferðir - Meira val Skástokkar tvisvar í viku snemma kvölds Langstokkar einu sinni í viku síðla kvölds Innritun: 6.-8. janúar - Sjá nánar: www.mh.is Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur FimmtudagurTími 17.30- 18.30 18.40- 19.40 19.55- 20.55 21.05- 22.05 ISL353 BAB/HAS-16 NAT133 VRE-23 SAL103 HAF-20 SPÆ203 NIN-41 SPÆ603 NN-40 STÆ103 HEJ-12 STÆ203 GED-13 FRA403 ALA-33 ITA203 JOG-38 JAR203 PAL-18 STÆ313 NN-12 STÆ403 GAR-13 STÆSTO RAB-31 ÞYS403 BEH-14 EÐL103 VRE-23 ISL103 BAB-16 ISL303 SIS-15 LIF103 VAK/RUT-26 SAL213 HAF-20 SPÆ403 NIN-41 ÞYS203 VAB-14 EÐL203 VRE-23 EFN103 SOF-27 FRA203 ALA-33 ITA403 JOG-38 NAT113 PAL-18 STÆ363 NN-13 STÆ503 GAR-12 EÐL103 VRE-23 ISL103 BAB-16 ISL303 SIS-15 LIF103 VAK/RUT-26 SAL213 HAF-20 SPÆ403 NIN-41 ÞYS203 VAB-14 EÐL203 VRE-23 EFN103 SOF-27 FRA203 ALA-33 ITA403 JOG-38 NAT113 PAL-18 STÆ363 NN-13 STÆ503 GAR-12 ISL353 BAB/HAS-16 NAT133 VRE-23 SAL103 HAF-20 SPÆ203 NIN-41 SPÆ603 NN-40 STÆ103 HEJ-12 STÆ203 GED-13 FRA403 ALA-33 ITA203 JOG-38 JAR203 PAL-18 STÆ313 NN-12 STÆ403 GAR-13 ÞYS403 BEH-14 DAN103 GUR-31 DAN203 LOV-38 FEL403 NIN-16 ISL503 BOL-15 LIF203 SIG-26 SAL303 HAF-20 ÞJO203 ÞOK-36 ENS203 GED-45 ENS503 ÞOR-31 FEL103 NIN-16 ISL403 RAR-15 LAN103 ÞOS-28 ENS303 GEG-31 HEI103 BAL-30 ISL203 HEW-15 SAG203 NN-28 ÞJO163 ÞOK-36 ÞJO263 ÞOK-36 FEL203 NIN-16 FEL303 SKA-36 MYN253 ITH-47 NAT103 ENO-26 SAG153 EDD-28 SAG353 VAM-30 DAN103 GUR-31 DAN203 LOV-38 FEL403 NIN-16 ISL503 BOL-15 LIF203 SIG-26 SAL303 HAF-20 ÞJO203 ÞOK-36 ENS203 GED-45 ENS503 ÞOR-31 FEL103 NIN-16 ISL403 RAR-15 LAN103 ÞOS-28 ENS303 GEG-31 HEI103 BAL-30 ISL203 HEW-15 SAG203 NN-28 ÞJO163 ÞOK-36 ÞJO263 ÞOK-36 FEL203 NIN-16 FEL303 SKA-36 MYN253 ITH-47 NAT103 ENO-26 SAG153 EDD-28 SAG353 VAM-30 Kennarar: Harpa Helgadóttir, sjúkraþjálfari, Thelma Dögg Ragnarsdóttir sjúkraþjálfari og Kolbrún Vala Jónsdóttir. Breiðu bökin Skráning fer fram í símum 695 1987 og 511 1575 Netfang: harpahe@hi.is - Vefsíða: www.folk.is/breidubokin/ Grunnur að bættri líðan í hálsi, herðum og baki Leikfimitímar með mjúkri sambasveiflu kl. 16.10, 17.10 og 18.10 virka daga Í leikfiminni er kerfisbundið unnið að því að bæta líkamsstöðu og beitingu og virkja og ná stjórn á djúpa vöðvakerfi háls, axlargrindar og baks. Liðkandi og styrkjandi æfingar eru gerðar í hverjum tíma. Frjáls aðgangur er að fullkomnum tækjasal ásamt leiðbeiningum frá sjúkraþjálfara. Kennslan hefst 10. janúar og fer fram í glæsilegu húsnæði sjúkra- þjálfunar- og líkamsræktarstöðvar Hreyfigreiningar á Höfðabakka 9 Einnig í boði bakleikfimi í vatni í hádeginu. Kennt er í sundlaug Endurhæfingarstöðvar LSH við Grensás

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.