Morgunblaðið - 31.12.2004, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 31.12.2004, Qupperneq 16
16 FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT EHUD Olmert, varaforsætisráð- herra Ísraels, sagði í gær að Ísraelar þyrftu að leggja niður byggðir á Vesturbakkanum eftir að áætluninni um brotthvarf frá Gaza-svæðinu yrði komið í framkvæmd á næsta ári. Olmert er trúnaðarvinur Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, og styður eindregið áform hans um að leggja niður allar byggðir gyðinga á Gaza-svæðinu og 250 manna byggðir á Vesturbakkanum. Varaforsætisráðherrann boðaði í viðtali við The Jerusalem Post að fleiri byggðir yrðu lagðar niður á Vesturbakkanum, jafnvel þótt ekki yrðu hafnar friðarviðræður við Pal- estínumenn. „Við eigum þess ekki kost að sitja og aðhafast ekkert. Til að gæta hagsmuna Ísraels verður brotthvarfið að vera viðameira en gert er ráð fyrir í áætlun okkar núna.“ Olmert vildi ekki svara því hversu margar byggðir þyrfti að leggja nið- ur á Vesturbakkanum en sagði að slíkar aðgerðir væru nauðsynlegar til að afstýra því að Ísraelar neydd- ust til að afsala sér öllum landsvæð- unum sem þeir náðu á sitt vald í stríðinu í Mið-Austurlöndum 1967. Ummæli Olmerts eru skýrasta vísbendingin, sem ísraelskir ráða- menn hafa gefið til þessa, um að áætlun Sharons sé aðeins upphafið að brotthvarfi gyðinga frá Vestur- bakkanum til að greiða fyrir stofnun lífvænlegs Palestínuríkis. Greitt fyrir nýrri stjórn Likud, flokkur Sharons, og Verka- mannaflokkurinn náðu í gær sam- komulagi sem greiðir fyrir myndun samsteypustjórnar sem yrði nógu öflug til að koma Gaza-áætluninni í framkvæmd. Flokkarnir höfðu deilt um hlutverk og stöðu Shimons Per- es, leiðtoga Verkamannaflokksins, í stjórninni. Samkvæmt málamiðlun- arsamkomulagi, sem náðist í gær, verður Peres aðstoðarforsætisráð- herra og næstvaldamestur í stjórn- inni. Olmert verður áfram varafor- sætisráðherra og tæki við embætti forsætisráðherra félli Sharon frá. Líklegt er að Peres fái það hlut- verk að semja við Palestínumenn um framkvæmd brotthvarfsins frá Gaza eftir forsetakosningar þeirra 9. jan- úar. Hann átti náið samstarf við Mahmud Abbas, sem er spáð sigri í forsetakosningunum, í friðarviðræð- unum sem leiddu til Óslóar-saming- anna árið 1993. Olmert boðar frekara brotthvarf gyðinga Segir nauðsynlegt að leggja niður fleiri byggðir á Vesturbakkanum Jerúsalem, Jenín. AFP, AP. LÆKNAR í Rúmeníu segja að 67 ára kona gangi með tvíbura og sé komin sjö mánuði á leið eftir að hafa gengist undir frjósem- isaðgerð. Skýrt er frá þessu á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC, sem segir að fæði hún börnin verði hún elsta móðir sem sögur fara af. Konan heitir Adriana Iliescu og er rithöfundur og háskólakenn- ari. Hún sagði í viðtali við rúm- enska sjónvarpsstöð að hún hefði alltaf þráð að eignast barn en ekki getað það án frjósem- isaðgerðar. Hún kvaðst vera bjartsýn á framtíðina sem móðir og búast við því að lifa í mörg ár til viðbótar þar sem hún væri af langlífu fólki komin. 65 ára gömul indversk kennslu- kona ól barn í fyrra og varð þá elsta nýbakaða móðir heims. 26 ára gömul kona lagði til eggin, sem frjóvguð voru með sæði eig- inmanns kennslukonunnar. Adriana Iliescu 67 ára kona gengur með tvíbura MAHMUD Abbas, sem spáð er sigri í forsetakosningum Palest- ínumanna 9. janúar, heimsótti í gær flóttamannabúðir í Jenín á Vest- urbakkanum og skoðaði m.a. graf- reit Palestínumanna sem hafa fallið í baráttunni gegn Ísraelum. Hann heilsaði þar Zakaria Zubeidi, leið- toga Al-Aqsa-píslarvottasveitanna, sem hafa orðið tugum Ísraela að bana í nokkrum sjálfsmorðsárásum og tugum skotárása á síðustu fjór- um árum. Zubeidi fagnaði Abbas sem þjóð- hetju og sést hér bera hann með hjálp félaga sinna. AP Abbas fagnað í flóttamannabúðum STEFNT er að því að innan þriggja ára verði komnar á mark- að sólarrafhlöður, sem unnt er að líma á föt, en með þeim á til dæmis að vera hægt að endurhlaða far- síma og ferðaspilara. Þessar nýju sólarrafhlöður verða ódýrar og mjög meðfærileg- ar enda framleiddar eins og hver annar vefnaður, sem unnt er að sníða til eftir þörfum. Þær má síð- an líma á næstum hvað sem er. Í rafhlöðunum eru nokkur lög af hálfleiðandi kísil, sem mettuð eru fosfór- og bórfrumeindum. Í sólarrafhlöðunum er notaður fjöl- breytilegur kísill, ekki kristallað- ur, og þykktin er aðeins á við venjulega ljósmyndafilmu. Orkunýting þeirra er raunar ekki mikil, aðeins 7% á móti 20% í þeim venjulegu, en það á samt að nægja. Göngufólk getur því límt sólarrafhlöðuna á jakkann sinn eða bakpoka og látið hana um að hlaða símann og svo má líka líma hana á ytra byrði tjaldsins. Þá safnar hún nægu rafmagni yfir daginn til að hægt sé að hafa ljós í tjaldinu alla nóttina. Orkuver í fötunum París. AFP. Öldungadeild MHl il Hver lína er í fjórum hlutum: Nafn námsgreinar, númer áfanga, kóði kennara og stofunúmer. Þannig er SAL103 HAF 20 = Sálfræði 103, Harpa Hafsteinsdóttir kennir í stofu 20. Auk áfanga í töflu eru nokkrir fjarnámsáfangar (sjá nánar á www.mh.is) Nýtt stokkakerfi: Færri ferðir - Meira val Skástokkar tvisvar í viku snemma kvölds Langstokkar einu sinni í viku síðla kvölds Innritun: 6.-8. janúar - Sjá nánar: www.mh.is Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur FimmtudagurTími 17.30- 18.30 18.40- 19.40 19.55- 20.55 21.05- 22.05 ISL353 BAB/HAS-16 NAT133 VRE-23 SAL103 HAF-20 SPÆ203 NIN-41 SPÆ603 NN-40 STÆ103 HEJ-12 STÆ203 GED-13 FRA403 ALA-33 ITA203 JOG-38 JAR203 PAL-18 STÆ313 NN-12 STÆ403 GAR-13 STÆSTO RAB-31 ÞYS403 BEH-14 EÐL103 VRE-23 ISL103 BAB-16 ISL303 SIS-15 LIF103 VAK/RUT-26 SAL213 HAF-20 SPÆ403 NIN-41 ÞYS203 VAB-14 EÐL203 VRE-23 EFN103 SOF-27 FRA203 ALA-33 ITA403 JOG-38 NAT113 PAL-18 STÆ363 NN-13 STÆ503 GAR-12 EÐL103 VRE-23 ISL103 BAB-16 ISL303 SIS-15 LIF103 VAK/RUT-26 SAL213 HAF-20 SPÆ403 NIN-41 ÞYS203 VAB-14 EÐL203 VRE-23 EFN103 SOF-27 FRA203 ALA-33 ITA403 JOG-38 NAT113 PAL-18 STÆ363 NN-13 STÆ503 GAR-12 ISL353 BAB/HAS-16 NAT133 VRE-23 SAL103 HAF-20 SPÆ203 NIN-41 SPÆ603 NN-40 STÆ103 HEJ-12 STÆ203 GED-13 FRA403 ALA-33 ITA203 JOG-38 JAR203 PAL-18 STÆ313 NN-12 STÆ403 GAR-13 ÞYS403 BEH-14 DAN103 GUR-31 DAN203 LOV-38 FEL403 NIN-16 ISL503 BOL-15 LIF203 SIG-26 SAL303 HAF-20 ÞJO203 ÞOK-36 ENS203 GED-45 ENS503 ÞOR-31 FEL103 NIN-16 ISL403 RAR-15 LAN103 ÞOS-28 ENS303 GEG-31 HEI103 BAL-30 ISL203 HEW-15 SAG203 NN-28 ÞJO163 ÞOK-36 ÞJO263 ÞOK-36 FEL203 NIN-16 FEL303 SKA-36 MYN253 ITH-47 NAT103 ENO-26 SAG153 EDD-28 SAG353 VAM-30 DAN103 GUR-31 DAN203 LOV-38 FEL403 NIN-16 ISL503 BOL-15 LIF203 SIG-26 SAL303 HAF-20 ÞJO203 ÞOK-36 ENS203 GED-45 ENS503 ÞOR-31 FEL103 NIN-16 ISL403 RAR-15 LAN103 ÞOS-28 ENS303 GEG-31 HEI103 BAL-30 ISL203 HEW-15 SAG203 NN-28 ÞJO163 ÞOK-36 ÞJO263 ÞOK-36 FEL203 NIN-16 FEL303 SKA-36 MYN253 ITH-47 NAT103 ENO-26 SAG153 EDD-28 SAG353 VAM-30 Kennarar: Harpa Helgadóttir, sjúkraþjálfari, Thelma Dögg Ragnarsdóttir sjúkraþjálfari og Kolbrún Vala Jónsdóttir. Breiðu bökin Skráning fer fram í símum 695 1987 og 511 1575 Netfang: harpahe@hi.is - Vefsíða: www.folk.is/breidubokin/ Grunnur að bættri líðan í hálsi, herðum og baki Leikfimitímar með mjúkri sambasveiflu kl. 16.10, 17.10 og 18.10 virka daga Í leikfiminni er kerfisbundið unnið að því að bæta líkamsstöðu og beitingu og virkja og ná stjórn á djúpa vöðvakerfi háls, axlargrindar og baks. Liðkandi og styrkjandi æfingar eru gerðar í hverjum tíma. Frjáls aðgangur er að fullkomnum tækjasal ásamt leiðbeiningum frá sjúkraþjálfara. Kennslan hefst 10. janúar og fer fram í glæsilegu húsnæði sjúkra- þjálfunar- og líkamsræktarstöðvar Hreyfigreiningar á Höfðabakka 9 Einnig í boði bakleikfimi í vatni í hádeginu. Kennt er í sundlaug Endurhæfingarstöðvar LSH við Grensás
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.