Morgunblaðið - 31.12.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.12.2004, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum farsældar á nýju ári. Þökkum viðskiptin á liðnum árum Starfsfólk Eignamiðlunar Reykjanesbær | „Það er nauðsyn- legt fyrir mig að hreyfa mig úr stað og skipta um umhverfi. Allt nýtt áreiti hefur góð áhrif á listamenn,“ sagði listakonan Sossa, Margrét Soffía Björnsdóttir, í samtali við Morgunblaðið en hún og eiginmaður hennar Ólafur Jón Arnbjörnsson, skólameistari Fjölbrautaskóla Suð- urnesja, ætla að eyða næsta ári í Kaupmannahöfn, mennta sig og end- urnýja. „Annars er þetta eins og snúa heim,“ bætti Ólafur Jón við „því að við bjuggum í Kaupmannahöfn svo lengi.“ Hjónin Ólafur Jón Arnbjörnsson og Margrét Soffía Björnsdóttir, Sossa hafa verið áberandi í bæjarlífi Reykjanesbæjar frá því að þau fluttu þangað árið 1995, hann sem skóla- meistari FS og hún sem mikilsvirt listakona. Blaðamanni Morgunblaðs- ins lék forvitni á að vita hvers vegna þau hjónin væru að halda af landi brott og hvort þau myndu ekki örugglega snúa aftur. „Þetta er nú eitthvað sem við höfum gert mikið af og þetta er í annað sinn sem við för- um utan og dveljum í eitt ár í senn. Ég er að nýta mér rétt sem ég á til endurmenntunar samkvæmt samn- ingum embættismanna um orlof og mun í byrjun næsta árs setjast á skólabekk í mínum gamla skóla, Kaupmannahafnarháskóla. Ég ætla að kynna mér nýjungar í starfs- menntun, sem Danir eru mjög fram- arlega í, auk námskeiða í skólastjórn- un,“ sagði Ólafur Jón en hann er magister í uppeldisfræðum. Sossa nam einnig myndlist í Kaup- mannahöfn og hélt sína fyrstu sýn- ingu í Jónshúsi árið 1983, er hún tók þátt í samsýningu. Núna rúmum 20 árum síðar hefur Sossa getið sér gott orð í Danmörku og er vel þekkt með- al Dana. Hún hefur í ellefu ár haldið sýningu á menningarnótt Kaup- mannahafnarborgar, sem er fyrsta föstudag í október ár hvert, en sýn- ingin í ár verður þó frábrugðin öðr- um sýningum. „Ég hef aldrei getað notið menningarnæturinnar í Kaup- mannahöfn vegna vinnu við sýning- arnar mínar þannig að núna óskaði ég eftir því að fá að sýna í nóvember í staðinn svo ég gæti notið hennar með öðrum íbúum borgarinnar,“ sagði Sossa. Auk þeirrar sýningar er Sossa að undirbúa sýningu á Jótlandi í maí og þátttöku í Flórens biennalinum í desember 2005, sem Sossu var boðið að taka þátt í og er henni mikill heið- ur og gott tækifæri en auk þess verð- ur sýning í Portúgal. „Það verður mikið að gera hjá mér á næsta ári við að undirbúa þessar sýningar,“ sagði Sossa, sem segist vera búin að finna sér vinnustofu í kóngsins Köben en það hafi verið þrautin þyngri. „Það verður síðan að koma í ljós hvort hún henti mér, en það er gott að vera búin að finna eitt- hvað. Ég verð að máta hana við minn stíl,“ sagði Sossa og Ólafur Jón bætti við að umfram allt verði hljómurinn þar að vera góður. Það kemur upp á yfirborðið að Sossa er forfallinn Queen-aðdáandi og hækkar vel í græjunum þegar hún málar. „Og ég var svo heppin að fá bunka af Queen- geisladiskum í jólagjöf,“ sagði Sossa með tilhlökkun. Sossa og Ólafur Jón segja að ferð sem þessi sé fjölskyldunni eðlileg og að Kaupmannahöfn sé jafnframt eins og heima. Eftir námsárin í Kaup- mannahöfn bjuggu þau á Sauð- árkróki í áratug, fóru þaðan m.a. eitt ár til Boston, þar sem Sossa stundaði meistaranám, en fluttu til Reykja- nesbæjar árið 1995. Auk þess að vera nauðsynlegt fyrir listamenn að örv- ast í nýju umhverfi segir Sossa að það séu jafnframt mikil forréttindi að geta gert þetta. „Ég held reyndar að þetta sé nauðsynlegt fyrir alla,“ sagði Ólafur Jón, „að víkka út sjóndeild- arhringinn og endurmennta sig. Það þýðir ekkert fyrir mig sem skóla- meistara að vera sífellt að predika um gildi þess að mennta sig allt lífið og fylgja því svo ekki sjálfur.“ Við ræðum að lokum um nýliðin jólaboð þeirra hjóna sem eru jafn- árviss og sjálf jólin. Þau þvertaka þó fyrir að vera mikil jólabörn en segja að það sé skemmtilegt að vera innan um fólk á þessum árstíma. „Jólaboð- in okkar Sossu eru reyndar á mjög ólíkum forsendum. Ég fékk jólaboðið fyrir kennara skólans í arf þegar ég tók við embætti skólameistara FS. Það hafði tíðkast um nokkurt skeið að skólameistari byði kennurum heim í byrjun aðventu, en á þeim 10 árum sem ég hef haldið þau hefur orðið töluverð fjölgun í kennara- liðinu. En þessi heimsókn er af- skaplega skemmtileg og ég vildi fyrir enga muni sleppa þessu eða færa annað, enda heyri ég á starfsfólki mínu að því líkar þetta sérlega vel. Ég held þessu sem sagt áfram meðan húsrúm leyfir og Þorvaldur íslensku- kennari fær gott hljóð við lestur jóla- sögunnar, sem er einn af ómissandi dagskrárliðum kvöldsins.“ Jólaboð Sossu í vinnustofu hennar var óvenju veglegt þetta árið, opið hús í vinnustofunni marga daga í röð enda um eins konar kveðjuhóf að ræða. „Ég hef opnað vinnustofu mína á aðventu alveg frá því að við fluttum til Reykjanesbæjar, svona til að sýna afrakstur ársins, en oftast aðeins í einn eða tvo daga. Fyrst um sinn voru aðallega vinir og viðskiptavinir sem komu en gestum hefur alltaf verið að fjölga. Nú síðast komu um 300 manns fyrsta daginn,“ sagði Sossa og bætir við að ástæðan sé meðal annars sú að hún sýni lítið orð- ið á Íslandi. Við tæmum úr kaffibollunum, ræð- um um nýjar áherslur í verkum Sossu og ýmsa skemmtilega jólasiði sem þau hjónin hafa flutt með sér til Íslands. Yfir borðstofuborðinu trónir nýjasta verk Sossu „Í fámenninu“ og ljóst að fámenni mun ekki hrjá þau hjónin á nýju ári. Skólameistarinn og listamaðurinn halda senn á fornar slóðir í Kaupmannahöfn til að endurnýja sig Nauðsynlegt að skipta um umhverfi Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Í fámenninu Ólafur Jón Arnbjörnsson og Margrét Soffía Björnsdóttir, Sossa, halda á fornar slóðir í byrjun nýs árs og ætla að víkka út sjóndeildarhringinn í Kaupmannahöfn. Í borðstofunni hangir verk listakonunnar, „Í fámenninu“. SUÐURNES AUSTURLAND á árinu um 65 og eru þeir nú 3.175. Er þetta nokkurn veginn í takt við væntingar sem gerðar voru til fólksfjölgunar í sveitarfé- laginu, en áhrifa vegna álvers- framkvæmdanna er farið að gæta að nokkru leyti. Mest fjölgar á aldursbilinu 20 til 39 ára eða um 32 og um 10 á aldrinum 0 til 19 ára. Fjölgunin nemur 2,1 % og eru karlar 1643 en konur 1532. Sveitarfélagið Hornafjörður er þriðja fjölmennasta sveitarfélagið FLJÓTSDALSHÉRAÐ er fjöl- mennasta sveitarfélag á Austur- landi samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Hagstofan hef- ur gefið út bráðabirgðatölur um íbúafjölda á Íslandi 1. desember og samkvæmt þeim eru íbúar Fljótsdalshéraðs 3.364 og hefur þeim fjölgað um 433 frá sama tíma í fyrra. Karlar eru talsvert fleiri en konur, eða 1.897 á móti 1.467 konum. Íbúum Fjarðabyggðar fjölgaði á Austurlandi með 2.225 íbúa en þar hefur íbúum fækkað um 79 á milli ára, sem er mesta fækkun í einu sveitarfélagi í fjórðungnum á árinu. Þá hefur íbúum í Aust- urbyggð fjölgað um 20 á þessu ári. Samkvæmt tölum Hagstof- unnar eru íbúar Austurbyggðar 873 talsins. Karlar eru 471 og konur 402. Í Vopnafjarðarhreppi eru 732 íbúar og hefur fækkað hefur um 9 íbúa. Á Seyðisfirði búa 714 manns, sem er fækkun um 27 íbúa. Djúpavogshreppur kemur næstur með 479 íbúa og hefur fækkað um 14. Í Fljótsdalshreppi býr 261 íbúi og þar er fjölgun um 168 íbúa á milli ára. 249 búa í Breiðdalshreppi og þar hefur fækkað um 9 íbúa á árinu. Í Borgarfjarðarhreppi búa nú 137 manns en þar hefur fækkað um 3. 137 búa einnig í Skeggja- staðahreppi en þar hefur fjölgað um fjóra á árinu. Tvö sveit- arfélög eru með færri en hundr- að íbúa en það eru Fáskrúðs- fjarðarhreppur með 51 íbúa en þar fækkaði um fjóra og Mjóa- fjarðarhreppur með 38 íbúa en þar fjölgaði um einn á árinu. Enn liggja ekki fyrir tölur um íbúa- fjölda í einstökum byggða- kjörnum, né hlutfall útlendinga í ofangreindum tölum. Fljótsdalshérað orðið fjölmennast á Austurlandi % 3   -%   ! $ $  ,7 3= ,5 2($ %, ! &!!5 ?*%,3$ 2 5, ! N,#*(3$ ,7 3$ +  3$ +,3$ 2 ,3$ #,3$ 0,7,3$ 2&0>&/2  '       '      4 456 2, 4 , 4 57 , 4 4 46 5 +$   Austfirðingar framtíðarinnar Íbúatölur á Austurlandi mjakast víðast hvar upp á við í takt við vöxt í atvinnulífinu eystra. 45 ára lögmannsstofa | Á mið- vikudag voru 45 ár liðin frá því að fyrirtækið GMA lögmannsstofa ehf., sem jafnan er nefnd Lögmannsstofa Gísla M. Auðbergssonar, var stofn- að. Upphaflega hét fyrirtækið Katr- ín hf. og var stofnað af Gísla M. Þór- ólfssyni og fleirum um útgerð skipsins Katrínar SU-54 frá Reyð- arfirði. Á árinu 1990 var tilgangi fé- lagsins breytt í lögfræðiþjónustu, sem félagið hefur rekið í Fjarða- byggð frá því í júní 1995.    Hjálpsamir | Björgunarsveit- armenn hafa í nógu að snúast í flug- eldasölu í dag. Á vef Björgunarsveit- arinnar Ársólar á Reyðarfirði kemur fram að auk björgunarstarfa vegna vonds veðurs yfir jóladagana, máttu menn gera hlé á flugeldasölunni á miðvikudaginn var vegna björg- unarviðviks: „Vegfarandi kemur í hús sveitarinnar þar sem flugeldasala er í fullum gangi og tilkynnir um bifreið sem lent hafði í vandræðum vegna hálku í brekku nærri húsi sveit- arinnar. Fóru tveir menn á Land Rover til aðstoðar, gekk þetta allt fljótt fyrir sig og var aðgerðum lokið um klukkan 17.00,“ segir á vefnum. Það er sama hvort menn eru fjær eða nær, upp við húsgafl eða á heiðum, alltaf eru björgunarmenn til taks þegar á þarf að halda.    Jón Hlíðdal selur | Verktakafyr- irtækið Jón Hlíðdal ehf., sem stofnað var árið 1978, hefur verið selt til Malarvinnslunnar ehf. á Egils- stöðum. Um 40 vinnuvélar og tæki fylgja með í kaupunum; vörubílar, gröfur, hjólaskóflur og heflar og yf- irtekur Malarvinnslan jafnframt fyr- irliggjandi verksamninga. Rúmur tugur manna hefur verið í vinnu hjá Jóni Hlíðdal undanfarið og verða þeim boðin störf hjá Malarvinnsl- unni í kjölfar sölunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.