Morgunblaðið - 31.12.2004, Side 26
26 FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
FYRIR skömmu kom út hjá út-
gáfufyrirtækinu Skruddu bók um
Austur-Skaftafellssýslu sem ber
nafnið Jöklaveröld – náttúra og
mannlíf. Bókinni er ætlað að gefa
innsýn í stórfenglegt og fjölbreytt
náttúrufar sýslunnar og liðlega ell-
efu alda sambúð Austur-Skaftfell-
inga við náttúru sem
jöfnum höndum hefur
verið gjöful og mis-
kunnarlaus. Sambýli
Íslendinga við jökla
hefur hvergi verið nán-
ara og afdrifaríkara en
þar.
Land Austur-
Skaftafellssýslu er
langt en tiltölulega
mjótt landsvæði milli
hafnlítillar strand-
lengju og Vatnajökuls
sem gnæfir ofan und-
irlendisins og teygir
arma sína niður á það.
Það var fyrst með gerð hringveg-
arins um landið sem almenningi
gafst raunverulega kostur á að
kynnast undraheimi sýslunnar sem
síðan er orðin eitt fjölsóttasta svæði
landsins. Bókin Jöklaveröld veitir
einkar tímabæran og gagnlegan
fróðleik um þennan áhugaverða
landshluta.
Að sögn ritstjóra bókarinnar,
Helga Björnssonar jöklafræðings,
var það einkum tvennt sem varð til-
efni útgáfu hennar. Í ljósi nýrrar
þekkingar um landslag undir Vatna-
jökli suðaustanverðum er nú unnt að
lesa hina aldalöngu sögu sambúðar
Austur-Skaftfellinga og jökla. Hitt
tilefnið er það að kaflaskipti hafa
orðið í náttúrusögu sýslunnar vegna
breytts veðurfars og mikils árang-
urs af áratuga aðgerðum í land-
græðslu og gróðurvernd. Land í
sýslunni er óðum að skipta um ham.
Í bókinni eru ellefu kaflar sem
skipta má í þrjá efnisflokka. Í fyrsta
hluta bókarinnar er fjallað um sögu
og náttúru eftir að land byggðist.
Þar skrifar aðalhvatamaður bók-
arinnar, Egill Jónsson, fyrrverandi
bóndi, ráðunautur og alþingismaður
á Seljavöllum, um landgæði í sýsl-
unni á landnámstíð, rýrnandi land-
gæði með kólnandi loftslagi og vexti
jökla. Þá lýsir hann vaxandi gróðri
og framförum með aukinni ræktun
við hlýnandi loftslag á 20. öld. Ít-
arleg grein Egils ber öll merki ná-
innar þekkingar og einlægrar vænt-
umþykju á heimahéraði hans og
gleði yfir stórkostlegum gróð-
urframförum í sýslunni, sem hann,
að öðrum ólöstuðum, mun sjálfur
hafa átt mestan þátt í.
Páll Bergþórsson,
veðurfræðingur og
fyrrverandi veð-
urstofustjóri, ræðir um
loftslag allt frá land-
námi, harðæri, hafís,
jöklabreytingar og
áhrif veðurfars á land-
búnað og sjávarútveg.
Páll Imsland jarðfræð-
ingur fjallar um lands-
lag og landris í Horna-
firði af völdum litlu
ísaldar, sem talin er
hafa staðið frá lokum
12. aldar til loka 19.
aldar, og áhrif hennar á
náttúrufar og mannlíf: lífsskilyrði og
gróður, samgöngur og siglingar.
Helgi Björnsson og Finnur Pálsson
rafmagnsverkfræðingur lýsa nýjum
rannsóknum á landslagi undir jökl-
um í Austur-Skaftafellssýslu. Sveinn
Runólfsson landgræðslustjóri ritar
um landkosti og landbætur í sýsl-
unni.
Með samvinnu Landgræðslu rík-
isins, Vegagerðarinnar og heima-
manna, og fyrir tilstilli Þjóðargjafar
til landgræðslu árið 1974, hefur ver-
ið gert gífurlegt átak í vörnum gegn
landbroti með beislun jökulánna
með varnargörðum, í heftingu sand-
foks og uppgræðslu. Eitt glæsileg-
asta dæmi slíkra aðgerða er á Skóg-
eyjarsvæðinu í Nesjum, sem Sveinn
lýsir allítarlega. Hann telur að
hvergi á Íslandi hafi sjálfgræðsla
lands verið meiri og örari á und-
anförnum áratugum en í Austur-
Skaftafellssýslu og þakkar það öðru
fremur framangreindum, mann-
legum aðgerðum, betri búskap-
arháttum og hlýnandi veðráttu.
Í miðkafla bókarinnar fjalla tveir
jarðfræðingar, Jón Jónsson og Guð-
mundur Ómar Friðleifsson, um
nokkurra milljón ára jarðsögu sýsl-
unnar.
Í þriðja þætti bókarinnar rekja
nokkrir fræðimenn minningar frá
störfum sem tengjast Austur-
Skaftafellssýslu. Þeir eru Sverrir
Scheving Thorsteinsson, jarðfræð-
ingur, prófessor Gunnar Hoppe og
Carl M:son Mannerfelt landfræð-
ingur. Loks eru birt afar fróðleg
minningabrot úr dagbókum Sig-
urðar Þórarinssonar jarðfræðings
frá árunum 1934–1938, sem sonur
hans, Sven Þ. Sigurðsson prófessor,
dró saman, og sjö sendibréf sem Sig-
urður fékk frá Austur-Skaftfell-
ingum á þessum árum.
Bókin Jöklaveröld er afar efnis-
mikil, fjölbreytt og fróðleg. Allmikill
hluti hennar fjallar um fræðileg efni,
einkum á sviði jarðfræði, jöklafræði,
loftslagsfræði og gróðurfræði. Ým-
islegt af því efni hefur að sjálfsögðu
birst áður, en ekki í þeirri heild og
því samhengi sem það er lagt fram í
bókinni. Óhætt er að fullyrða að
undantekningarlaust er efnið kynnt
með þeim hætti að allir þeir sem
áhuga hafa eiga að geta skilið fræðin
og haft ánægju af.
Bókin er um 400 bls. að stærð og
fylgir hverri grein fjöldi mynda. Þær
spanna vítt tímaskeið, eða allt frá
fyrstu dögum landmælinga Dana á
Íslandi í byrjun 20. aldar og sam-
vinnu Svía og Íslendinga á 4. ára-
tugnum, til nýlegra gervihnatta-
mynda. Prentun myndanna hefur
yfirleitt tekist mjög vel. Bókinni
fylgir vel gerður margmiðl-
unardiskur þar sem kynnt er í máli
og myndum margt af því efni sem
bókin fjallar um, einkum þó gróður í
sýslunni þegar honum hrakaði á síð-
ustu öld og nú eftir að hann tók að
aukast að nýju. Þá er þar ítarleg lýs-
ing í máli og myndum á landslagi
sem hulið er jöklum.
Að mínum dómi hefur verið afar
vel vandað til gerðar bókarinnar
Jöklaveröld. Hún er hafsjór af fróð-
leik, auðveld aflestrar og falleg og
kjörgripur í fórum allra þeirra sem
unna íslenskri náttúru.
Jöklaveröld
Ingvi Þorsteinsson fjallar
um bókina Jöklaveröld
’Hún er hafsjór af fróðleik, auðveld aflestr-
ar og falleg og kjör-
gripur í fórum allra
þeirra sem unna ís-
lenskri náttúru. ‘
Ingvi
Þorsteinsson
Höfundur er náttúrufræðingur.
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
MARGIR nota áramótin til að
taka sig á og tileinka sér bættan
lífsstíl. Þessi tími getur til að
mynda verið mjög góður til að
hætta að reykja.
Hér á eftir koma nokkur ráð
sem geta vonandi auðveldað þeim
að hætta, sem ætla að hætta að
reykja um þessi áramót, og að
halda reykleysið út.
Fyrsta stig:
Undirbúningur
Gott er að búa sig vel
undir það að hætta að
reykja.
Útvegaðu þér efni um
tóbak, s.s. um skaðsemi
þess fyrir þig og fólk í
kringum þig.
Upp úr þessu efni er
gott að skrifa niður 10
mikilvægustu ástæður þess að
hætta. Einnig getur verið gott að
hafa sínar eigin ástæður – því öll
erum við jú misjöfn.
Reyklaus svæði: Þegar ákveðið
hefur verið að hætta er gott að
byrja að fækka stöðunum þar sem
reykt er, búa til reyklaus svæði.
Þetta getur t.d verið heimilið, bíll-
inn o.s.frv. Reglan er að ef þú ert
stödd/staddur á reyklausu svæði
og löngunin er mikil, verður þú
annaðhvort að standast löngunina
eða fara eitthvert annað. Hafðu
svæðin sem flest til að brjóta upp
vanann og þá verður baráttan auð-
veldari eftir að þú hættir.
Stuðningur: Gott er að vita hvar
er hægt að fá stuðning, ef þörf er
á, áður en að dagurinn rennur
upp.
Ráðgjöf í reykbindindi í síma
800 6030 er símaþjónusta fyrir
fólk sem vill hætta að nota tóbak.
Þar starfa hjúkrunarfræðingar
með sérþekkingu á tóbaks-
meðferð. Þeir veita persónulega
ráðgjöf, byggðri á reykingasögu
þeirra sem hringja og þörfum
hvers og eins. Þeir bjóða eft-
irfylgni, hvatningu og stuðning.
Á doktor.is er hægt að fá svör
við fyrirspurnum um tóbaks-
notkun.
Krabbameinsfélag Reykjavíkur
heldur reglulega námskeið í reyk-
bindindi. Næsta námskeið
hefst 12. janúar 2005 (nán-
ari upplýsingar á
krabb.is).
Væntanlega getur heim-
ilislæknirinn einnig að-
stoðað.
Annað stig: Að hætta
Að hætta er mikil ákvörð-
un en hún er fljót að
borga sig, fjárhagslega og
heilsufarslega. Hér koma
nokkur ráð til að styðjast við:
Hafðu listann yfir „hvers vegna
þú ákvaðst að hætta“ alltaf við
höndina.
Ef þú ákveður að nota níkót-
ínlyf eða níkótínlaus lyf hafðu þau
þá við höndina þegar þú ákveður
að hætta og farðu eftir leiðbein-
ingum.
Fáðu þér staðgengla fyrir sígar-
ettur. Misjafnt er hvað hentar
hverjum og einum en hægt er t.d.
að nota mentól í munnúða, lakkr-
ísrót eða eitthvað annað. Forðastu
að nota sætindi.
Safnaðu stubbum og ösku í
krukku og helltu smá vatni yfir og
settu lokið á. Opnaðu þegar löng-
unin kemur yfir þig og lyktaðu
uppúr krukkunni.
Drekktu mikið af vatni og
hreinum ávaxtasafa.
Ef þú tengir reykingar við sér-
stakar aðstæður, forðastu þær þá
fyrst um sinn og prófaðu þig svo
áfram.
Mundu að þegar þú hættir að
reykja skiptir hugarfarið öllu máli.
Einbeittu þér alltaf að – og
minntu þig á – jákvæðar hliðar
þess að hætta og hættu að hugsa
um að þú sért að pína þig eða get-
ir þetta ekki.
Þriðja stig: Að halda út
Að halda sér reyklausum er breyt-
ing á lífsstíl. Án efa tekur það á
en þú getur þetta alveg – eins og
allir hinir sem hafa hætt. Ef þú
freistast til að fá þér eina sígar-
ettu, líttu þá ekki á það sem að nú
sé allt glatað. Haltu heldur áfram
með jákvæðu hugarfari. Hafði
ástæðurnar sem þú skrifaðir niður
í undirbúningnum við höndina og
minntu þig á þær reglulega.
Verðlaunaðu þig reglulega,
vikulega, mánaðarlega, árlega. Þú
átt það skilið!
Ef þú ert ekki tilbúinn núna
geymdu þá þessi ráð – þinn tími
mun koma.
JAKOBÍNA H. ÁRNADÓTTIR,
M.Sc. í heilsusálfræði
og verkefnisstjóri tóbaksvarna
hjá Lýðheilsustöð.
Er þinn tími kominn?
Frá Jakobínu H. Árnadóttur:
TENGLAR
.....................................................
www.8006030.is
www.krabb.is,
www.doktor.is
Jakobína H.
Árnadóttir
Eftirfarandi greinar eru á
mbl.is:
Guðrún Lilja Hólmfríðardótt-
ir: „Ég vil hér með votta okk-
ur mína dýpstu samúð vegna
þeirrar stöðu sem komin er
upp í íslensku þjóðfélagi með
skipan Jóns Steinars Gunn-
laugssonar í stöðu hæstarétt-
ardómara. Ég segi okkur af
því að ég er þolandinn í „Pró-
fessorsmálinu“.“
Ólafur F. Magnússon: „Ljóst
er að án þeirrar hörðu rimmu
og víðtæku umræðu í þjóð-
félaginu sem varð kringum
undirskriftasöfnun Umhverfis-
vina hefði Eyjabökkum verið
sökkt.“
Ásthildur Lóa Þórsdóttir:
„Viljum við að áherslan sé á
„gömlu og góðu“ kennsluað-
ferðirnar? Eða viljum við að
námið reyni á og þjálfi sjálf-
stæð vinnubrögð og sjálfstæða
hugsun?“
Bergþór Gunnlaugsson: „Ég
hvet alla sjómenn og útgerð-
armenn til að lesa sjómanna-
lögin, vinnulöggjöfina og
kjarasamningana.“
Á mbl.is
Aðsendar greinarEITT af því sem gerir áramót að
virkilegum tímamótum hjá okkur Ís-
lendingum er sú staðreynd að þá
flykkjumst við út og skjótum upp
flugeldum. Fjöl-
skyldur, vinir og ná-
grannar sameinast í
einhverjum galdri sem
hvílir yfir þessu kvöldi
og njóta himnaskreyt-
inganna sem hvergi
eiga sinn líka.
Sumir virðast þó fá
samviskubit dagana á
eftir, finnst þeir
kannski hafa eytt í
óþarfa meðan þeir
hreinsa upp rak-
ettuprikin – og aðrir
býsnast yfir sóuninni.
Við þá vil ég segja þetta:
Flugeldasala er grundvöllur þess
að björgunarsveitir geti haldið úti
lífsnauðsynlegri starfsemi sinni. Og
ekki gleyma því að sveitirnar eru
mannaðar sjálfboðaliðum sem leggja
oft líf og limi í hættu til að koma sam-
borgurum sínum til aðstoðar í neyð.
Þetta er samfélaginu dýrmætt. Þið
sem kaupið flugelda af okkur leggið
ykkar lóð á vogarskálarnar samfélag-
inu til heilla.
Og þið gerið meira, skapið
skemmtilegar minningar. Ég býst við
að flestir eigi svipuð minningarbrot
og ég frá gamlárskvöldum æskunnar,
sem lifa vel og lengi.
Ég man þegar pabbi fór að bjástra
við að festa skotstæði fyrir flugeld-
ana á svalirnar. Þetta var iðulega
gert fyrir matinn og fyrir peyjann
var nokkur viðhöfn og
hátíðarblær yfir þessu.
Eftir matinn fór spenn-
an að stigmagnast og
oft var farið og hitað
upp með litla dótinu,
stjörnuljósum og fleiru.
Eftir Skaupið rann
svo stóra stundin upp.
Ég man sérstaklega
þau áramót sem ég
fyrst hélt á jókerblysi,
hvílík sæla það var í
hvert sinn sem kúla
skaust út. Klukkan tólf
var komið að þeim
stóra. Með klukkurnar glymjandi
þaut hann upp og ég var algjörlega
sannfærður um að okkar flugeldur
færi hærra en nokkur annar flug-
eldur á himinhvolfinu. Gleðin var slík
að ég var alsæll.
Á slíkar minningar er ekki hægt að
setja verðmiða fremur en allar aðrar
góðar stundir sem við eigum í lífinu.
Pabbi bruðlaði ekki með fé, en
hann sá heldur ekki eftir aurunum
sem fóru í flugeldakaup, enda var
hann með á hreinu hvar ætti að
kaupa flugeldana, hjá Hjálparsveit
skáta. Í dag er ég hinum megin við
borðið. Ég get ekki ábyrgst að með
því að kaupa flugelda hjá Hjálp-
arsveit skáta í Reykjavík sértu að
kaupa minningar. En ég get ábyrgst
að með peningunum sem þú verð til
þess ertu að kaupa samfélagstrygg-
ingu sem við getum öll þurft á að
halda.
Að lokum vil ég hvetja alla til að
fara varlega um áramótin, eins og
Jónas myndi orða þetta: „Passið ykk-
ur á púðrinu“, notið hlífðarbúnað og
látið ekki Bakkus bróður vera með
neina stæla. Gerum þessi áramót að
áramótum þar sem við öll verðum rík
af góðum minningum. Með ykkar
framlögum getum við hjá Hjálp-
arsveitinni tryggt okkar starf í þágu
samfélagsins. Og við getum sagt með
góðri samvisku að þetta fé fer ekki í
súginn.
Með þökk fyrir stuðninginn gegn-
um árin.
Einar Daníelsson minnir
á gildi þess að fara
varlega með flugelda ’Flugeldasala er grund-völlur þess að björg-
unarsveitir geti haldið
úti lífsnauðsynlegri
starfsemi sinni.‘
Einar Daníelsson
Höfundur er sveitarforingi Hjálp-
arsveitar skáta í Reykjavík.
Himnaskreytingar
öllum til heilla