Morgunblaðið - 31.12.2004, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF
S
low Food eru alþjóðleg
samtök sem stofnuð
voru árið 1986 á Ítalíu. Í
stuttu máli beitir Slow
Food sér fyrir því að
vernda bragðgæði gegn hrað-
virkum framleiðsluaðferðum og
skyndibitamenningu með starfsemi
sem nú teygir sig til um það bil 100
landa. Slow Food stundar ýmsa
kynningarstarfsemi til að efla mat-
armenningu og bragðmenntun auk
þess að vinna almennt að fjöl-
breytni í framboði matar og
drykkjar og varna því að menning-
arleg hráefni deyi út.
Slow food teygir nú anga sína til
Íslands og tóku nokkrir Íslend-
ingar þátt í alþjóðlegum viðburði
samtakanna í Tórínó á Ítalíu ný-
verið. Einn af stofnendum Íslands-
deildar Slow Food er Eygló Björk
Ólafsdóttir og svaraði hún nokkr-
um spurningum um Slow Food og
þá hugmyndafræði sem að baki
liggur.
Unnið út
frá handbragði
Er eitthvað til sem heitir hægur
matur eða hæg(slow) matseld?
„Já, það má segja það, þó að
Slow Food verði best lýst sem hug-
myndafræði eða hreyfingu. Það
hráefni eða matvæli sem Slow
Food tekur upp á arma sína er
gjarnan „artisan“, það er matvæli
unnin samkvæmt handbragði og af
þeirri virðingu sem hefur gegnum
tíðina skapað viðurkennda hefð
hvað varðar gæði og útlit. Slíkir
framleiðendur eru oft líklegri til að
virða upprunaleg einkenni vör-
unnar, merki um handbragð, verk-
lag og alúð handverksmannsins
sem er nauðsynlegt til að gera hrá-
efnið að þeirri listasmíð sem það
best getur orðið. Í Slow Food eru
menn ekki mikið gefnir fyrir mála-
miðlanir í matvæla- og vínfram-
leiðslu, til dæmis að fórna bragð-
gæðum í sparnaðar- og
hagræðingarskyni.“
Hvað lærir fólk af Slow Food?
„Ofuráhersla á lágt vöruverð
hefur verið að ógna menningar-
legum matvælum og gæðafram-
leiðslu víða um heim. Slow Food
vinnur að því að gera almenning
færari um að þekkja og meta raun-
veruleg bragðgæði og standa vörð
um að matarmenning glatist ekki,
eða verði of einsleit.
Segja má að Slow Food fjalli
meira um hráefni og hugmyndir í
matargerð en matseldina sem
slíka. Aðild að Slow Food færir
manni ákveðna þekkingu og hæfni
til að velja sér besta hráefnið í
hverjum efnislið fyrir sig, og þann-
ig verður matseldin einfaldari og
betri. Þá hugsar Slow Food-fólk
gjarnan út frá land- eða menning-
arsvæðum. Þegar sælkerinn er far-
inn að setja saman mat- og vínseðil
út frá uppruna, svæði eða öðrum
slíkum vangaveltum kemur
skemmtileg tenging í matseldina,
sem færir okkur líka fleiri um-
ræðuefni við matarborðið.“
Hvernig kemst maður í snert-
ingu við hreyfinguna ?
„Alþjóðlega fara fram viðburðir
á vegum samtakanna t.d. risam-
arkaðurinn Salone del Gusto eða
Höll bragðlaukanna. Annað hvert
ár hópast fólk til Tórínó til að taka
þátt í þessum viðburði, enda er
mikil fræðslustarfsemi, smakkanir
og kvöldverðir skipulagðir af Slow
Food þessa daga, auk þess sem
starfræktur er 10.000 fermetra
markaður með úrvals matvæli og
vín. Hér heima er lítill en stækk-
andi hópur meðlima sem tvisvar til
fjórum sinnum á ári stendur fyrir
uppákomum, nú síðast var farin
hópferð á Salone del Gusto.“
Þurrkuð túnfiskshrogn
Eygló gefur hér eitt einfalt
dæmi um rétt sem byggist á dæmi-
gerðu Slow Food-hráefni, sem
kynnt var á Salone del Gusto, Bott-
arga di Tonno di Favione, það er
þurrkuð túnfiskhrogn frá Favione
á Sikiley.
„Bottarga di Tonno er mikið not-
uð í matargerð á Sikiley, oft er
hennar neytt í forrétt í félagi við
ferska tómata og góða ólífuolíu, en
einnig er Bottarga afbragð út á
spaghetti. Þessi Bottarga er ein-
stök að bragðgæðum, sölt og
ríkjandi, ber uppi hvaða rétt sem
er nær ein og óstudd.
Í Favignana hafa menn stundað
vinnslu á túnfiskafurðum í ein-
stakri vinnslustöð sem heimildir
eru um að hafi þegar verið í notk-
un á árinu 50 eftir Krist. Hægt og
rólega hefur túnfiskstofninn
minnkað mjög í hafinu við Favign-
ana, sem stofnar þessari ævafornu
vinnslustöð og hefð í hættu. Þessi
vara er nú undir sérstökum vernd-
arvæng Slow Food, sem hefur sett
á stofn ákveðinn hóp eða Presidia
sem fær það hlutverk að hlúa að
þessari gömlu framleiðsluaðferð og
finna leiðir til að koma í veg fyrir
að hún hreinlega leggist af.
Í þennan rétt notaði ég úrvals
ólífuolíu frá Sikiley, hægþurrkað
ítalskt pasta gran duro, góðan hvít-
lauk, steinselju og túnfiskhrognin
frá Favignana.
Sjóðið pastað samkvæmt leið-
beiningum á pakka, hitið ólífu-
olíuna við miðlungshita á pönnu,
mýkið saxaðan hvítlaukinn í olíunni
um stund, passið að brenni ekki.
Skerið túnfiskhrognin í teninga og
setjið út í réttinn í lokin, ásamt
saxaðri steinselju. Blandið sigtuðu
spaghetti vel saman við, og skenkið
því næst á diska með smáskvettu
af ólífuolíunni. Ferskt, úrvals hvít-
vín frá Sikiley myndi setja punkt-
inn yfir i-ið.
Bottarga di Favignana er reynd-
ar ekki fáanleg á Íslandi, enda er
um mjög takmarkaða framleiðslu
að ræða, slíka gersemi rekur ekki
á fjörur manns nema við mjög sér-
stök tækifæri. Prófið því uppskrift-
ina með öðru uppistöðuhráefni sem
sælkeraverslanir hér kunna að
hafa á boðstólum,“ sagði Eygló B.
Ólafsdóttir og bætti því við að
Slow Food rekur heimasíðu,
www.slowfood.com, og þar er hægt
að skrá sig sem meðlim og fylgjast
með starfseminni.
MATUR | Annað hvert ár er haldin matvælasýning í Tórínó á
Ítalíu á vegum Slow Food-hreyfingarinnar
Matarmenning
og bragðmenntun
Bottarga, eða þurrkuð túnfiskshrogn eru afbragð út á spaghetti.
Morgunblaðið/Kristinn
Eygló B. Ólafsdóttir með hráefni valið í anda Slow Food.
www.slowfood.com
www.terramadre2004.com
svg@mbl.is
G
amlársdagur er runn-
inn upp. Hjá flestum
mun kvöldið í kvöld
einkum snúast um
gleði og glaum, góð-
an mat og drykk og samveru með
ættingjum eða vinum. Nýtt ár er
að ganga í garð og því fylgir eft-
irvænting vegna þess sem koma
skal. En á gamlársdag erum við
þó mörg hver með hugann við líð-
andi ár og helstu atburði þess.
Enda gera fjölmiðlar mikið af því
á þessum degi að rifja stór-
viðburði árs-
ins upp fyrir
almenningi.
Ég er ein
þeirra sem
fylgjast af
áhuga með
fréttaannálum ársins í sjónvarp-
inu að loknum hátíðarkvöldverði á
gamlárskvöld. Fyrst koma inn-
lendar svipmyndir ársins og þar á
eftir þær erlendu. Það er þá sem
ég missi gjarnan lystina á kon-
fektinu í skálinni fyrir framan mig
og hætti að sötra jólaölið. Á milli
skemmtifrétta af ýmsu tagi, svo
sem frétta af nýjustu gsm-
símunum, nýfæddum börnum
fræga fólksins, talandi páfagauk-
um eða ámóta fyrirbærum – birt-
ast myndir af allslausu fólki í þró-
unarlöndum og sundurtættum
líkum karla, kvenna og barna á
átakasvæðum. Svo ekki sé nú tal-
að um myndir af fórnarlömbum
náttúruhamfara líkt og þær sem
birst hafa okkur frá Asíu frá því á
annan dag jóla.
Það er óneitanlega óþægileg til-
finning sem því fylgir að sitja
spariklæddur heima í stofu og
horfa á brot af óréttlæti heimsins
í einum klukkustundarlöngum
fréttaþætti, rétt áður en flugeld-
arnir fara að springa og kampa-
vínstapparnir rjúka úr flöskum.
Þetta á að minnsta kosti við um
mig. Margs konar hugsanir leita á
huga minn – heldur mótsagna-
kenndar ef satt skal segja. Í
fyrsta lagi vekja annálarnir ár-
legu hjá mér vonleysi, vanmátt-
artilfinningu, reiði og sorg. Fólk
heldur áfram að svelta, áfram eru
saklausir drepnir og milljónir
íbúa í þriðja heiminum halda
áfram að þræla við bág kjör svo
við getum haldið áfram neysluæð-
inu. Og myndirnar frá Indlands-
hafi undanfarna daga sýna vel
hversu hverfult lífið getur verið.
Meira en 100.000 manns eru látin
eftir hamfarir sem gengu yfir á
nokkrum klukkustundum og
margar milljónir manna hafa
misst heimili sín. Fólkið sem setti
niður í töskur sínar í Stokkhólmi
eða Gautaborg nokkrum dögum
fyrir jól á leið í sólarfrí til suður-
stranda Taílands renndi auðvitað
ekki grun í hvað beið þess. „Lífið
er fullt af eymd, einmanaleika og
þjáningum og því lýkur allt of
fljótt,“ er haft eftir hinum kald-
hæðna Woody Allen, en auðvitað
er nokkuð til í þessum ummælum
hans.
Þegar ég horfi á erlendu svip-
myndirnar gera þó einnig annars
konar tilfinningar vart við sig. Ég
fæ gríðarlegt samviskubit yfir því
að ég sem Vesturlandabúi, sem
hefur allt til alls, skuli ekki leggja
meira af mörkum en ég geri til
þess að reyna að stuðla að bætt-
um heimi. En um leið og sam-
viskubitið nagar mig færist yfir
mig löngun til þess að gera eitt-
hvað í málunum. Ég vil geta verið
stolt af framlagi Íslendinga, einn-
ar ríkustu þjóðar heims, til þeirra
sem minna mega sín. Sumar þær
hörmungar sem eiga sér stað í
heiminum er ógerningur að koma
í veg fyrir. Í slíkum tilvikum, eins
og þegar náttúruhamfarir eiga
sér stað, getum við ekki annað en
reynt að hjálpa þeim sem eiga um
sárt að binda. Ekki veit ég hvort
hægt er að segja að viðbrögð Ís-
lendinga við flóðunum í Asíu hafi
verið stórkostleg. Þegar þetta er
ritað hafa um 16 þúsund Íslend-
ingar hringt í söfnunarsíma
Rauða krossins og lagt 1.000
krónur af mörkum. Ríkisstjórnin
hefur gefið fimm milljónir og
nokkur fyrirtæki hafa einnig lagt
fram fé. Ég held að við getum
gert miklu betur í þessu máli líkt
og í svo mörgum öðrum. Það á til
dæmis við um framlög okkar til
þróunarmála. Þau þarf að hækka
mikið og það sem fyrst, við höfum
fyrir löngu orðið okkur til skamm-
ar á þessu sviði.
En kannski er mikilvægast af
öllu fyrir Íslendinga að þeir geri
sér grein fyrir því að fólkið í
þriðja heiminum, eða fólk sem til-
heyrir öðrum menningarheimum
en við, er manneskjur rétt eins og
ég og þú. Mannréttindi eru ekki
afstæð – þá væru þau ekki rétt-
indi. Því miður líta of margir hér á
landi fyrst og fremst á bágstatt
fólk á borð við hælisleitendur sem
„vandamál“. Þeir hinir sömu telja
að þessu fólki beri að halda fjarri
okkar ágæta Íslandi sé þess nokk-
ur kostur. Gjarnan er vísað til ná-
granna okkar á Norðurlöndunum
og bent á að þar hafi innflytj-
endur skapað mikil vandamál.
Um þetta hef ég það að segja að
ég hef tvívegis búið um skeið í
Danmörku. Því miður sýndust
mér mörg vandamálin þar orsak-
ast af neikvæðu viðhorfi Dana
sjálfra til innflytjenda.
Við myndum eflaust uppskera
mikið ef við reyndum oftar að
kynnast fleiri hliðum á mannlífinu
en þeirri sem snýr að litla Íslandi.
Sem betur fer eru sumir að reyna
að brjóta ísinn í þessum efnum. Á
það við um Jóhönnu Kristjóns-
dóttur blaðamann en um jólin las
ég alveg frábæra bók eftir hana.
Jóhanna, sem dvalið hefur lang-
dvölum í Austurlöndum og kynnt
sér líf arabískra kvenna, ræðir í
bókinni við fjölmargar konur í
nokkrum arabískum samfélögum.
Eftir að hafa lesið bókina er ég
sannfærð um að það sem ég á
sameiginlegt með þessum konum
er miklu meira en það sem er ólíkt
með okkur. Það er ómetanlegt að
fá innsýn inn í líf fólks sem maður
veit annars svo lítið um.
Gleðilegt ár!
Í öruggri
fjarlægð
En kannski er mikilvægast af öllu fyrir
Íslendinga að þeir geri sér grein fyrir
því að fólkið í þriðja heiminum, eða fólk
sem tilheyrir öðrum menningarheimum
en við, er manneskjur rétt eins og ég og
þú. Mannréttindi eru ekki afstæð – þá
væru þau ekki réttindi.
VIÐHORF
Eftir Elvu Björk
Sverrisdóttur
elva@mbl.is