Morgunblaðið - 31.12.2004, Síða 56

Morgunblaðið - 31.12.2004, Síða 56
56 FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Stuttmynd sem Sigurjón Sighvatsson framleiðir erkomin á lokaforvalslista fyrir næstu Óskarsverð-launahátíð í flokki stuttmynda. Myndin er á lista ásamt 11 öðrum myndum en tilkynnt verður hvaða fimm af þeim verða tilnefndar undir lok janúar á komandi ári en alls voru 800 myndir sendar inn. Myndin ber nafnið Everything In This Country Must og er gerð eftir smá- sögu írska rithöfundarins Colum McCann, sem hefur vakið athygli sem einn af efnilegri rithöfundum sinnar kynslóðar þarlendis. Leikstjóri er annar ungur Íri, Gary McHendry. Myndin er 18 mínútur að lengd, var tekin upp í Belfast og fjallar um átökin milli Breta og Norður- Íra. „Myndin segir frá átökunum á ákaflega dramatískan hátt en þetta er mynd í klassískum stíl. Hún var frum- sýnd á virtri kvikmyndahátíð í Telluride og var tekið mjög vel. Við sendum hana í Óskarinn í framhaldi af því,“ segir Sigurjón. McCann og McHendry skrifuðu handritið í samein- ingu en McCann þykir vera sérstaklega næmur á mann- leg samskipti og smáatriði í sögu. Hann fæddist í Dublin árið 1965, er nú búsettur ásamt fjölskyldu í Bandaríkj- unum og hefur hlotið margvísleg verðlaun fyrir skrif sín. McHendry er að þreyta frumraun sýna á hvíta tjaldinu en hefur hlotið mikla reynslu við auglýsingagerð. „Þetta er mjög spennandi,“ segir Sigurjón en ef svo fer að myndin verði tilnefnd, kemur í ljós hinn 27. febr- úar á næsta ári hvaða mynd hreppir verðlaunin þegar Óskarsverðlaunahátíðin fer fram í Los Angeles. Annar ungur leikstjóri Sigurjón og fyrirtæki hans Palomar Pictures er líka framleiðandi á myndinni Pretty Persuasion. Myndin hef- ur verið valin til að taka þátt í aðalkeppninni í Sundance og er leikstýrt af öðrum ungum leikstjóra, Marcos Siega. Kvikmyndahátíðin í Sundance hefst 20. janúar og er myndin ein af 12 myndum sem valdar voru í aðalkeppn- ina af um 800 myndum. Þetta verður jafnframt frumsýn- ing myndarinnar en Sundance er aðalhátíð sjálfstæðra kvikmynda í heiminum.“ Sigurjón hefur unnið með báðum þessum leikstjórum síðustu ár hjá Palomar og segja má að hann hafi alið þá upp. „Þetta er fyrsta mynd Marcosar. Hann er þekktur líka sem auglýsinga- og tónlistarmyndbandaleikstjóri. Hann hefur meðal annars gert myndbönd fyrir hljóm- sveitirnar Green Day, Blink 182 og System of a Down,“ segir hann en Siega er fæddur árið 1969 í New York. Wood og Woods Aðalhlutverkið er í höndum Evan Rachel Wood en hún lék einmitt aðalhlutverkið í myndinni í Thirteen sem fjallaði á raunsæjan hátt um líf táninga í miðstétt- arbænum San Fernando Valley. Í Pretty Persuasion færist leikurinn hinum megin við hæðina en myndin ger- ist í einkaskóla í Beverly Hills og þykir vera í anda mynda á borð við Heathers og American Beauty. „Þetta er flókin ádeila á líf þeirra forréttindameiri í Beverly Hills í dag,“ segir Sigurjón en myndin fjallar um þrjár ungar stúlkur, sem ákveða að kæra leiklistarkennara sinn fyrir kynferðislega áreitni, án þess að það sé neinn fótur fyrir ákærunni. Stórleikarinn James Woods fer með hlutverk föður Evan Rachel Wood í myndinni. Af fleiri leikurum í myndinni má nefna Ron Livingston, Selmu Blair og Jane Krakowski. Eitt af einkennum Sigurjóns er að hann vinnur oft með ungum og upprennandi leikstjórum. Hann er ánægður með að svona vel hafi til tekist með þeirra fyrstu verk og hyggur á áframhaldandi samstarf við þá. „Ég mun framleiða næstu mynd Marcusar, sem heitir Killer Marriage. Við vorum byrjaðir að vinna að henni fyrir nokkru síðan áður en þessi kláraðist. Það er mjög gleðilegt að ná þessum árangri með þessar myndir þó það sé ekki lengra komið með þær ennþá. Þetta sýnir það að leikstjórarnir og efnið vekur áhuga,“ segir hann. Gætu orðið umdeildar „Ég held að báðar myndirnar eigi eftir að vera um- deildar. Þótt efnistök þeirra séu mjög ólík held ég að báðar verði umdeildar og muni vekja athygli. Ekki bara fyrir efnisval heldur einnig efnistök. Ég er mjög glaður yfir því sjálfur að hvort sem önnur myndin verður loka- tilnefnd til Óskarsins eða hin vinnur Sundance þá er frá- bært að þær séu búnar að fá þessa viðurkenningu og vekja þessa athygli,“ segir Sigurjón, sem þorir ekki að spá hvernig fer með Óskarstilnefningu. „Það er útilokað að spá en aftur á móti kom mér ekki á óvart að hún kæmist allavega þetta langt því þetta er sannarlega ein besta stuttmynd sem ég hef gert,“ segir hann. Sigurjón segir að sjaldan hafi verið meira að gera hjá honum í kvikmyndunum. Til viðbótar við þessar tvær er hann með þrjár aðrar myndir í lokavinnslu. A Little Trip to Heaven er í eftirvinnslu í Banaríkjunum og tónlist- armynd Ara Alexanders, Gargandi snilld, er á lokastigi. „Síðan er ég þar að auki að ljúka við klippingar á heim- ildarmynd um breska grínistann Eddie Izzard en hún heitir Diva 51,“ segir hann. Bandarísk mynd tekin á Íslandi Sigurjón segir að það líti því út fyrir góða byrjun á árinu en hann fer líka í tökur á tveimur eða þremur myndum á næsta ári. Eins og margir vita var A Little Trip to Heaven, mynd leikstjórans Baltasar Kormáks með Forest Whitaker í aðalhlutverki, tekin að mestu leyti upp hérlendis. Framhald verður á því á næsta ári að bandarísk mynd á vegum Sigurjóns verði tekin upp á Ís- landi. „Fyrsta myndin er erlend spennumynd, The Last Winter, sem ég er meðframleiðandi að ásamt Zik Zak og Jeffrey Levy-Hinte hjá Antidote Films, sem framleiddi Thirteen. Sú mynd verður tekin upp á Íslandi. Þetta er amerísk mynd sem á að gerast í Alaska en verður tekin öll á Íslandi. Tökur hefjast væntanlega í mars eða apríl.“ Kvikmyndir | Sigurjón Sighvatsson með margar myndir í gangi Í lokaforval Óskarsins og aðalkeppni Sundance Unga leikkonan Evan Rachel Wood leikur aðalhlutverkið í myndinni Pretty Persuasion, sem Sigurjón framleiðir og tekur þátt í aðalkeppninni í Sundance. Hér er hún í myndinni Thirteen ásamt Holly Hunter. Morgunblaðið/Þorkell ingarun@mbl.is Sigurjón Sighvatsson er með mörg járn í eld- inum um þessar mundir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.