Morgunblaðið - 31.12.2004, Síða 57

Morgunblaðið - 31.12.2004, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 2004 57 PLATAN Franz Ferdinand með sam- nefndri hljómsveit er afar áberandi á árslistum tónlistartímarita í Bretlandi og Bandaríkjunum þetta árið, ásamt plötunni A Grand Don’t Come for Free með The Streets. Í samantekt BBC á topplistum breskra tónlistarmiðla lendir Franz Ferdinand í þriðja sæti og A Grand Don’t Come for Free í því fjórða, en í fyrsta sæti er bandaríski rapparinn Kanye West, með plötuna The College Dropout. Í öðru sæti er sveitin Scissor Sisters með samnefnda plötu og í því fimmta er Nick Cave and the Bad Seeds með Abattoir Blues/Lyre Of Orpheus. NME setur Franz í fyrsta sætið, The Libertines með The Libertines í annað, The Streets í þriðja og Scissor Sisters í það fjórða. Pitchfork Media er svolítið sér á parti, með plötuna Funeral með The Arcade Fire á toppnum. Sung Tongs með Animal Collective er númer tvö og The Streets í þriðja sæti. Systkinin í The Fiery Furnaces fá fjórða sætið, fyr- ir Blueberry Boat og Brian Wilson það fimmta með Smile. Q setur The Streets í fyrsta sætið, Hopes and Fears með Keane í annað og Franz Ferdinand fær bronsið. Gömlu refirnir í U2 koma svo í fjórða sæti með How to Dismantle an Atomic Bomb. Mojo er á svipuðum slóðum, með Nick Cave í fyrsta sæti, Franz Ferdin- and í öðru og Brian Wilson í því þriðja. Þar á eftir kemur Devendra Banhart með Rejoicing in the Hands/Nino Rojo og svo Mark Lanegan Band með Bubblegum. Uncut setur Brian Wilson í fyrsta sætið og A Ghost Is Born með Wilco í annað sætið, en sú plata er á mörgum listum, þótt hún nái inn á topp-tíu á fæstum.Van Lear Rose með goðsögninni Lorettu Lynn er númer þrjú og „alt- kántrí“ rokkararnir í Richmond Fon- taine númer fjögur með Post to Wire. Meðal annarra platna sem voru víða á listum má nefna From a Basement on the Hill með Elliott heitnum Smith, Se- ven Swans með Sufjan Stevens, Aha Shake Heartbrake með Kings of Leon og Antics með Interpol. Tónlist | Árslistar erlendra tónlistarfjölmiðla Franz og Streets víða ofarlega Drengirnir í Franz Ferdinand geta glaðst yfir uppskeru ársins. Mike Skinner kemur fram undir nafninu The Streets. Hann er rúmlega tvítugur Birmingham-búi og þykir Breta bestur í rappi.ivarpall@mbl.is Þýðingar og textaráðgjöf Laugavegi 163a, 105 Reykjavík þakkar öllum viðskiptavinum sínum góð samskipti á árinu og óskar þeim heillaríks komandi árs Ellen Ingvadóttir lögg. dómtúlkur og skjalaþýðandi Daniel Teague skjalaþýðandi Matthías Kristiansen þýðandi Gísli S. Ásgeirsson þýðandi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.