24 stundir - 19.12.2007, Blaðsíða 8

24 stundir - 19.12.2007, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2007 24stundir Eftir Frey Rögnvaldsson freyr@24stundir.is Björgvin G. Sigurðsson viðskipta- ráðherra segir að það komi ekki mjög á óvart að Ísland sé dýrasta land í heimi. Rannsókn Alþjóða- bankans á kjörum, lífsgæðum og verðlagi í 146 löndum leiðir þetta í ljós. Verðlagsvísitala á Íslandi mælist í rannsókninni 154 stig en miðað er við verðlag í Bandaríkj- unum, sem er sett á 100 stig. Rann- sóknin var unnin úr gögnum sem safnað var árið 2005 og er hún að sögn yfirgripsmesta könnun á efn- inu sem gerð hefur verið. Skortur á samkeppni ástæðan Jafnframt kemur í ljós að Ísland er meðal fimm ríkustu landa í heiminum. Viðskiptaráðherra og Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmda- stjóri Alþýðusambands Íslands, benda báðir á þá staðreynd og segja að hún vegi að sumu leyti upp á móti háu verðlagi hér. „Það er auðvitað vert að minnast á að laun eru einhver þau hæstu í heiminum hér og því spila þessir tveir þættir saman,“ segir Björgvin. „Það sem er að er skortur á sam- keppni á ýmsum sviðum. Það á meðal annars við um búvörur. Það væri mjög gagnlegt ef hægt væri að stækka íslenskan markað og allt sem lýtur að því tengist Evrópu- sambandinu.“ Óstöðugleiki í efnahagsmálum Björgvin segir að núverandi rík- isstjórn hafi lagt mikla áherslu á aðgerðir til að lækka verðlag hér á landi. „Við erum að skoða öll þessi mál innan viðskiptaráðuneytisins og í ríkisstjórninni. Að mínu mati er afdráttarlaust að við erum á réttri leið.“ Gylfi segir að kannanir ASÍ hafi sýnt að verðlag hér á landi sé með því hæsta í heiminum. „Það eru ýmsir þættir hér á landi sem hafa áhrif á að við mælumst svona hátt. En það sem fleytir okkur svona hátt upp er klárlega óstöðugleiki í efnahagsmálum sem kemur fram í háu vaxtastigi.“ HVAÐ VANTAR UPP Á? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á frettir@24stundir.is Verð á Íslandi í hæstu hæðum  Ísland dýrast af 146 löndum víðs vegar um heiminn  Skortur á samkeppni og óstöðugleiki í efnahagslífinu eru miklir áhrifavaldar VERÐLAGSVÍSITALA LANDA B a n d a rí k in * Ís la n d D a n m ö rk S v is s N o re g u r Ír la n d S v íþ jó ð F in n la n d J a p a n B re tl a n d Ta d s ji - k is ta n G a m b ía E þ íó p ía L a o s 100 100 154 142 140 137 127 124 122 118 118 24 26 26 28 Dýrustu löndin á listanum Ódýrustu löndin á listanum Samkvæmt könnun Alþjóðabankans *Verðlag í Bandaríkjunum er sett sem viðmiðunargildi (=100) ➤ Alþjóðabankinn gerði viða-mesta verðsamanburð sem gerður hefur verið til þessa. ➤ Borið var saman verð á 1.000almennum neysluvörum. RANNSÓKNIN Opið 08-18 - laugard. 10-20 - sunnud. 11-20 Skútuvogi 6 - Sími 570 4700 - www.eico.is Með loftvog og þráðlausum úti- og innihitamæli. Veðurspá til næstu 12-24 16.900 kr. Veðurspátæki www.nora.is Dalvegi 16a Kóp. S: 517 7727 Opið: mi-fö. 11-21, lau og su 11-23, aðfangadag 11-14 Ný sending af vörum frá Comptoir de Famille Matseðill: Blandaðir síldarréttir Kæst skata, saltfiskur og saltfisk réttur Stóruvalla-hamsatólg Verð kr 2.950- Engin biðröð Skatan beint á borðið Veitingahúsið Einar Ben Veltusund 1 (við Ingólfstorg) S: 511 5090 einarben@einarben.is bjb_augl_brúm_071214_3x20_END.ai 18.12.2007 15:18:28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.