24 stundir - 19.12.2007, Page 15

24 stundir - 19.12.2007, Page 15
24stundir MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2007 15 Rei Rei ekki um jólin! Jóla-lag Orkuveitunnar slærrækilega í gegn á netheimum rétt fyrir jólin. Per- sónur og leikendur í ruglaðasta frétta- máli ársins fá hrós fyrir að hafa húmor fyrir sjálfum sér. Bestur þykir Guðmundur Þóroddsson for- stjóri. Þótt Björn Ingi Hrafns- son brosi hringinn, - eðlilega - kemst enginn í hálfkvisti við Guðmund OR á myndbandi YouTube. Landsvirkjun gæti þó enn átt leik í vel útpældum jóla- húmor með Landsvirkjun Power. Friðrik Sophusson er líka lið- tækur leikari og hefur leikið mörg klassísk hlutverk, þar á meðal úlfinn í Rauðhettu. Össur Skarphéðinssonspáir í bros Binga „varlahafi hann séð glitta í ósamræmi á milli orða og gjörða sjálfstæðismanna eftir því hvort þeir eru í borgarstjórn eða landsstjórn- inni.“ Össur segir sexmenningana í borgarstjórn hafa sagað niður Rei-útrásina eftir pöntun ritstjóra Morgunblaðs- ins, sem nú hljóti að panta vélsög á útrásarskóg Friðriks Sophus- sonar. Össur telur upp fleiri nöfn andstæðinga ríkisútrásar, Davíð og Kjartan Gunnarsson og einn enn sem Össur þorir ekki að nefna „til að verða ekki sakaður um að vera rétt einn ganginn að skapa úlfúð innan hinnar friðsömu stórfjölskyldu við ríkisstjórnarborðið.“ Það er einungis tímaspurs-mál hvenær rappari undirheitinu LV Power kemur á sjónarsviðið,“ segir Smári Karls- son á mbl-bloggi. Össur vill nýtt Ára- mótaskaup: „væri ég Þor- gerður mennta- málaráðherra myndi ég láta boð út ganga um að húmoristum Orkuveitunnar yrði falið að sjá um skaupið.“ En meðan orku- boltarnir stela húmornum situr útvarpsstjóri undir ásökunum um lögbrot vegna auglýsinga- tíma í miðju skaupi. RÚV gæti friðað mannskapinn með auglýs- ingu frá orkuhúmoristunum. Eða selt Power og Rei áramóta- pakkann í heilu lagi og grætt á öllu saman. beva@24stundir.is KLIPPT OG SKORIÐ Í október sagðist meirihluti Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík hafa stofnað fyrirtækið Reykjavík Energy Invest. Fyrirtækið var að 93 prósent í eigu OR en 7 prósent í eigu sérval- ins einstaklings. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, að fyrrverandi borgarstjóra undanskildum, gerðu uppreisn en þó ekki fyrr en sérstakt samrunaferli REI og Geysis Green Energy hafði farið fram án laga og réttar eftir því sem best verður séð. Meirihlutinn sundraðist og vinstri öflin náðu honum. Í tilviki REI virðist sem þeir sem um völdin héldu hjá Sjálfstæðis- flokknum hefðu ákveðið að stunda opinberan rekstur með áhættu borgaranna og tengjast starfsemi einkafyrirtækis án þess að almennir borgarar fengju sömu möguleika og sérvaldir einstaklingar. Sjálfstæðisflokkurinn barðist einu sinni fyrir frjálsu markaðshag- kerfi og gegn því að opinberir aðilar stunduðu atvinnurekstur í sam- keppni við einkaaðila þegar um al- menna markaðsstarfsemi er að ræða. Þetta mátti sjálfstæðismönn- um í borgarstjórn vera ljóst því svo mjög höfðu þeir gagnrýnt störf fyrri meirihluta í OR. Gagnrýni þeirra sjálfstæðis- manna sem bentu á hversu óheppi- legt það væri að opinbert fyrirtæki tæki þátt í markaðsstarfsemi átti rétt á sér. Nú hræða spor Alfreðs Þor- steinssonar en minna má á að risa- rækjueldi Orkuveitunnar hefur ver- ið lagt niður. Feyging í Þorlákshöfn sem átti að vinna hör hefur einnig verið lagt niður. Þórsbrunnur sem átti að flytja út vatn hefur einnig geispað golunni. Lína net eða Gagnaveitan eins og fyrirtækið heit- ir nú lifir enn en óvíst er um framtíð þess. Hvað hafa þessar tilraunir í opinberum rekstri kostað? Ætla mætti í ljósi gagnrýni sjálf- stæðismanna á opinbera markaðs- starfsemi Alfreðs að þeir mundu gæta þess að falla ekki í sama brunn- inn og Alfreð. Ó nei, ó nei, eins og Davíð Oddsson sagði forðum. Þetta þurftu sjálfstæðismenn líka að reyna með þeim afleiðingum að þeir töp- uðu völdum í Reykjavík. Nú rúmum tveim mánuðum eftir að ógæfuspor borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins voru stigin á sviði aukinna opinberra afskipta standa sjálfstæðismenn í Lands- virkjun að því að stofna nýtt rík- isfyrirtæki, Landsvirkjun Power. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að það sé allt í lagi og enginn hug- myndafræðilegur ágreiningur sé um stofnun og rekstur þessa fyrirtækis innan Sjálfstæðisflokksins enda sé hér um allt annað að ræða en með REI sem hafi verið algjört klúður eins og formaðurinn orðaði það. Nýja fyrirtækið á að sjá um virkjanir í neðri hluta Þjórsár og starfa að út- rásarverkefnum erlendis. Að gamni mínu fletti ég upp í riti gamals hugmyndafræðings Sjálf- stæðisflokksins, Birgis Kjaran, en hann segir í riti sínu: „Hve mikil op- inber afskipti eru samrýmanleg lýð- ræðislegu þjóðskipulagi… Þá hlýtur og efnahagslegt lýðræði að miða að því að hindra of mikla valdasam- drætti, byggða á einokun eða of sterkum hagsmunasamsteypum er skerða hagsmuni og rétt einstakling- anna. Hversu víðtæk þessi starfsemi hins opinbera þarf að vera á hverj- um tíma ákvarðast auðvitað nokkuð af því hvers einstaklingarnir eru sjálfir megnugir og hvernig þeim notast frelsi sitt.“ Niðurstaða þessa merka hug- myndafræðings Sjálfstæðisflokksins var síðan sú að þegar einstakling- arnir gætu leyst málin og ekki væru sérstakir hagsmunir í húfi þá ættu stjórnmálamenn að láta markaðinn reka slík fyrirtæki og sinna slíkri áhættustarfsemi en fráleitt væri að hið opinbera færi í atvinnurekstur í samkeppni við einstaklinga eða fé- lög þeirra. Skyldu menn vera búnir að gleyma því í Sjálfstæðisflokknum til hvers hann var stofnaður og fyrir hverju hann barðist meðan hann var flokkur frjálslyndra viðhorfa einstaklingfrelsis og athafnafrelsis? Gildir ef til vill um Sjálfstæðis- flokkinn: Það sem helst hann varast vann varð þó að koma yfir hann? Höfundur er alþingismaður Styður Sjálfstæðisflokkur sósíalisma? VIÐHORF aJón Magnússon Sjálfstæðis- flokkurinn barðist einu sinni fyrir frjálsu mark- aðshagkerfi og gegn því að opinberir aðilar stund- uðu atvinnurekstur í sam keppni við einkaaðila. Tilboð 4 - Canon Ixus 70 7.1 megapixla myndflaga. Þrefalt zoom. Traust og örugg Canon vél. 3570 Staðgreiðsluverð 34.900 Verð á mánuði kr. Tilboð 1 - Kodak C713 7.0 megapixla myndflaga. Þægileg í notkun með Kodak EasyShare. 1667 Staðgreiðsluverð 14.900 Verð á mánuði kr. Tilboð 3 - Canon Ixus 960 IS 12.1 megapixla myndflaga. Dúxar á öllum prófunum. 4995 Staðgreiðsluverð 49.900 Verð á mánuði kr. Tilboð 2 - Kodak M873 8.0 megapixla myndflaga. Traustur kassi, létt og meðfærileg. 2523Verð á mánuði kr. Staðgreiðsluverð 23.900 Lítil Minni Minnst www.hanspetersen.is Auka rafhlað a og taska f ylgja! * Meðalverð á mánuði m.v. 12 mánaða greiðslukortasamning. nóv 2007

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.