24 stundir - 19.12.2007, Síða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2007 24stundir
Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu
svanhvit@24stundir.is
1. Christmas Story, 1983
Innileg mynd um Ralphie Parker
sem er níu ára og bernskujól hans.
Fullkomin mynd fyrir alla fjöl-
skylduna.
2. It́s a Wonderful Life, 1943
Englar hjálpa samúðarfullum en
pirruðum kaupsýslumanni með
því að sýna honum hvernig lífið
væri hefði hann aldrei fæðst. Þessi
kemur öllum til að gráta.
3. Die Hard, 1988/Die Hard 2,
2000
John McClane, lögreglumaður á
frívakt, yfirbugar hryðjuverka-
menn og bjargar lífi fjölda manns,
en nær samt að halda gleðileg jól.
Spennuþrungnar en hátíðlegar
myndir.
4. Christmas Vacation, 1989
Hin fullkomnu jól Grizwold-
fjölskyldunnar verða að engu, með
hjálp óheppnasta föður kvik-
myndanna sem leikinn er af Chevy
Chase. Lífleg fjölskyldumynd með
íkornum í jólatrénu og hroðaleg-
um ljósaskreytingum.
5. Love Actually, 2003
Ástarlíf átta mjög ólíkra para
samtvinnast í þessari frísklegu ást-
arsögu sem á sér stað um jólin í
London. Tilvalin fyrir þá sem vilja
kúra og fylgjast með ást í myndum
yfir jólin.
6. The Nightmare Before Christ-
mas, 1993
Þrátt fyrir að vera dulræn og
draugaleg hentar mynd Tim Bur-
tons fullkomlega á jólunum enda
getur hún virkað sem ákveðið mót-
efni gegn hátíðleikanum.
7. Home Alone, 1990
Macaulay Culkin er skilinn eftir
aleinn heima á jólunum og þarf að
verja heimili sitt gegn misvitrum
glæpamönnum. Innileg og fyndin
fjölskyldumynd sem kemur öllum í
gott skap á jólunum.
8. Bad Santa, 2003
Vansæll svikahrappur og smá-
vaxinn vinur hans þykjast vera
jólasveinninn og aðstoðarmaður
hans í þeim tilgangi að ræna versl-
anir á aðfangadagskvöld. Billy Bob
Thornton er sprenghlægilegur sem
hinn vondi jólasveinn og allir ættu
að geta skemmt sér yfir þessari.
9. Scrooged, 1988
Skemmtileg nálgun á eina af vin-
sælustu sögum Charles Dickens.
Bill Murray leikur eigingjarnan
framkvæmdastjóra sem þrír andar
sækja heim á jólunum, í þeim til-
gangi að kenna honum lexíu.
10. The Muppet Christmas Ca-
rol, 1992
Þessar þekktu fígúrur lífga al-
deilis upp á sögu Charles Dickens
en fá þó ágætis hjálp frá Michael
Caine, sem leikur Skrögg sjálfan.
Tíu bestu jólakvikmyndirnar
Drama, hasar
og ást á jólunum
Allir eiga sér sína uppá-
haldsjólakvikmynd,
mynd sem oft er nauð-
synlegt að horfa á til þess
eins að finnast sem jólin
séu komin. Oft eru þetta
myndir sem horft var á í
uppvextinum og hafa því
tilfinningalegt gildi. Not-
endur Internet Movie
Database völdu nýverið
tíu uppáhaldsjólakvik-
myndir sínar og eins og
sjá má hér að neðan,
komust alls kyns myndir
á þann lista.
Love Actually Ótrúlega sæt
og rómantísk mynd sem hent-
ar fullkomlega um jólin.
Skemmtilegust Christ-
mas Story frá 1983.
Í 2. sæti It́s
a Wonderful
Life frá 1943
Jólin eru tími til þess að slaka á
og njóta þess að vera með fjöl-
skyldunni. Það er ýmislegt sem
hægt er að gera saman en á meðan
sumir hafa gaman af skíðum og
aðrir af skautum finnst mörgum
þægilegt að eyða kvöldstund í bíó-
húsunum með fjölskyldunni.
Það er að sjálfsögðu mikið úrval
bíómynda fyrir alla aldurshópa en
hér eru nokkrar af þeim stærstu.
Fyrsta ber að nefna grínmynd-
ina Bee Movie sem segir frá bý-
flugunni Barry sem ákveður að
fara í mál við mannfólkið sem
stelur reglulega úr hunangsbúun-
um. Í aðalhlutverkum eru þau
Jerry Seinfeld, Renée Zellweger og
Chris Rock.
Einnig er óhætt að lofa góðri
skemmtun á íslensku æv-
intýramyndinni Duggholufólkið.
Myndin segir frá 12 ára strák úr
borginni sem sendur er í sveit um
jólin.
Aðrar myndir sem vert er að sjá
eru meðal annars fjölskyldumynd-
in Alvin and the Chipmunks með
Jason Lee úr My Name is Earl,
The Golden Compass með Nicole
Kidman og Bond-leikaranum
Daniel Craig og gamanmyndin
Run Fat Boy Run sem er í leik-
stjórn Dawids Schwimmer úr Fri-
ends.
Það má svo að sjálfsögðu ekki
gleyma ævintýramyndinni Enc-
hanted sem slegið hefur í gegn í
Bandaríkjunum. Þar fylgjumst við
með ævintýraprinsessunni Giselle
reyna að fóta sig í stórborginni
New York.
Mikið úrval áhugaverðra kvikmynda
Jólabíó fyrir fjölskylduna
Jólamyndirnar Býflug-
an Barry kemur sér í
vandræði.
Húsasmiðjan - Byko - Fjarðarkaup - Áfangar Keflavík - Vélaleiga Húsavíkur
Nesbakki Neskaupsstað - Litabúðin Ólafsvík - Skipavík Stykkishólmi
SR byggingavörur - Eyjatölvur - Miðstöðin Vestmannaeyjum - Pottar og
prik Akureyri - Núpur Ísafirði - Litaver - Verkfæralagerinn - Byggt og búið.
Heildsöludreifing: Ræstivörur ehf - sími 567 4142 - www.raestivorur.is
Hraðhreinsir fyrir
stál - plast - gler o.fl o.fl...
Kryddin frá Pottagöldrum eru ómissandi í matreiðsluna
Ilmur af jólum
Skeifan 8 - s. 568 2200
Smáralind - s. 534 2200
www.babysam.is
Jólagjafir
fyrir yngstu
börnin
Glæsileg
ný sending
af undirfötum
Klassískt merki sem
tryggir toppgæði.
Einnig mikið úrval af
glæsilegtum náttfatnaði
frá
Munið gjafakortin
Hamraborg 7 Kópavogi Sími 544 4088 Opið - Mið–fös 11-20 /Lau 11-22 / Sun 11-23
Verð 4.990.-
Útsölustaðir: Esar Húsavík, Snyrtivöruverslunin Nana Hólagarði, Heimahornið Stykkishólmi, Smart
Vestmannaeyjum, Efnalaugin Vopnafirði, Pex Reyðarfirði www.ynja.is