24 stundir - 19.12.2007, Page 31

24 stundir - 19.12.2007, Page 31
24stundir MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2007 31 Nú fer hver að verða síðastur að kaupa jólafötin handa börnunum og það er því mikið annríki í versl- unum. Lilja Rós Sigurðardóttir, eigandi barnafataverslunarinnar Iana, segir að það hafi verið brjálað að gera undanfarna daga. „Nú er komið nýtt kortatímabil og þá bíð- ur fólk ekki mikið lengur. Ég býst því við miklu annríki fram að jól- um,“ segir Lilja Rós og bætir við að þau hafi fengið nýja sendingu af jólafötum í síðustu viku. „Sú send- ing er eiginlega öll búin, þetta fer svo fljótt. Það eru alltaf ákveðnar flíkur sem seljast fljótt upp, eins og hvítar sokkabuxur, ljósir bolir og hvítar skyrtur. Það getur því verið erfitt að fá þessar flíkur rétt fyrir jól og fólk hleypur um allan bæ að leita.“ Aðspurð hvaða jólaföt séu vin- sælust á börnin þessi jólin segir Lilja Rós að ýmislegt sé í boði. „Stelpurnar velja helst skokka og pils. Grái liturinn hefur verið vin- sæll og svo er rauði liturinn alltaf vinsæll. Í ár eru margar flíkur með fallegum silfurþráðum og perlum. Hjá piltunum eru skyrtur, vesti, sléttflauelsbuxur eða buxur úr riffluðu flaueli vinsælast.“ Iana er ítölsk verslunarkeðja en Lilja Rós hefur rekið verslunina á Laugavegi í sex ár. „Flíkurnar eru mjög vand- aðar enda leggja Ítalir metnað í verk sín. Þetta eru því mjög góðar vörur á góðu verði. Það er svipað verð á flíkunum hjá okkur og á Ítalíu, enda er keðjan byggð þannig upp. Þar sem þetta er eitt merki er allt í stíl og það er alltaf hægt að fá sömu litatóna. Það má til dæmis fá bol, sokkabuxur, buxur og fleira í stíl.“ Vandaður ítalskur fatnaður fyrir börn Á sama verði og á Ítalíu KYNNING Vandaður Iana er ítölsk verslunarkeðja sem selur vandaðan fatnað á börn. Eins skondið og það hljómar, þá bera jólin vissulega með sér ákveðna lykt. Það er misjafnt hvaða lykt menn velja; sumum þykir jólin lykta af smákökum, öðrum af mandarínum og enn öðrum af eplum. Jólin eru því ekki komin fyrr en heimilið lykt- ar rétt. Það er ýmislegt sem má gera til að framkalla þessa einu réttu lykt. Það er lítið mál að henda tilbúnu deigi inn í ofn, eigi heimilið að lykta eins og smákök- ur. Mandarínur í skál í eldhúsinu gera sitt gagn og mörgum finnst jólin ekki koma nema neg- ulnöglum sé stungið í mandarínu en þá myndast þessi fullkomna jólalykt. Ilmurinn af jólum Nánast á hverju ári berast fregnir þess efnis að kviknað hafi í út frá kertaskreytingu eða ljósaseríu í desember. Það er sérstaklega mikið af logandi kertum og ljósa- seríum á aðventunni og því nauð- synlegt að allar varúðarráðstaf- anir séu í lagi. Best er að hafa einungis kveikt á ljósaseríum þegar einhver er heima, ekki á næturnar eða þegar heim- ilisfólkið er fjarri. Eins þarf að gæta varúðar með logandi kerti og gæta þess að þau séu ekki nærri opnum glugga, séu á stöð- ugri undirstöðu og ekki nærri börnum. Ef kerti er í glugga þarf að varast að gardína geti fokið til og þannig valdið bruna. Það þarf því að skoða heimilið með athug- ulum augum og kanna hvað má betur fara. Auk þess ætti á öllum heimilum að vera slökkvitæki, brunavarnarteppi að ógleymdum reykskynjara sem er ómissandi í baráttunni gegn bruna. Eldvarnir í desember Fullt verð er 29,000 kr. Nuddpúðinn Fæst í Kringlunni (1. hæð) á sérstöku jólatilboði, aðeins 24,900 kr. Erum við Vínbúðina í Kringlunni, einnig á landsbyggðinni: Heilsuhorninu Glerártorgi, Akureyri og Nuddstofunni Borgarbraut 61 Borgarnesi. Logy ehf. Sími: 661 2580 og 588 2580 Heimasíða: www.logy.is Tölvupóstur: logy@logy.is G E R M A N Y sem var uppseldur er kominn aftur Umsagnir ánægðra notenda: Nuddpúðinn Lítill og þægilegur, mjög meðfæri- legur og auðveldur í notkun. Þægilegur og afslappandi > > háls > > bak > > hendur > > fætur 2 hraðastillingar og 4 kúlur sem nudda í báðar áttir. Einnig fyrir 12 Volta straum, góður í ferðalagið. Algjör Snilld. Tæki sem gott er að grípa í og er meðfærilegur. Kemur sér vel þegar þreyta í öxlum eftir myndavélaburð segir til sín. Árni Sæberg ljósmyndari Morgunblaðinu Wellamed hefur hjálpað mér vegna slæmra höfuðverkja. Eftir vinnudaginn þar sem ég sit mikið við tölvu er gott að koma heim og grípa í púðann sem losar um stífleika í hálsinum. Atvinnurekendur ættu að fjárfesta í góðri heilsu, sleppa koníakinu og konfektinu í ár og gefa góðu starfsfólki nuddpúða. Gjöf sem borgar sig. Svala Hilmisdóttir Thorarensen viðskiptafræðingur Losar djúpt um í vöðva í hálsi. Sterkur púði sem endist. Það besta sem ég hef prófað. Lítið tæki sem virkar á allan kroppinn. Þóra María Erlingsdóttir sjúkranuddari til 20 ára Snilldartæki sem ég nota á mjóbakið og kálfana eftir erfiðar vaktir. Ótrúlegt! En hefur reynst mér sérstaklega vel við gigtinni. Þetta er enginn víbringur, þetta er alvöru. Ekki dæma, fyrst þarftu að prófa. Kemur öllum á óvart. Nanna Arthúrsdóttir hjúkrunarfræðingur Hjálpar til með blóðflæði í fótum og mýkir upp eftir göngur. Lítið tæki sem líkir eftir þumalputtanuddi. Við vinnum saman, alltaf til taks, góður á bólgur í kálfum. Margrét Ástrós Helgadóttir nuddmeistari og stafagönguþjálfari Nuddpúðinn er góður ferðafélagi í bílinn á leið í bústaðinn eftir vinnuvikuna. Mýkir upp og tekur á líkt og maður í alvöru nuddi. Mæli með honum fyrir kyrrsetufólk eða bara alla. Eykur blóð- flæðið í líkamanum. Fer lítið fyrir honum og er fyrirtaks jólagjöf fyrir unga sem aldna. Arndís Guðnadóttir sjúkraliði Snilldartæki sem framkallar bros á alla fjölskylduna. Tækið á heima á kaffistofum allra landsmanna. Tvímælalaust jólagjöfin í ár. Linda Björk Hávarðardóttir tæknihönnuður Ég vinn við tölvu allan daginn, finn gjarnan fyrir músabólgunni og þá hefur Wellamed nuddpúðinn hjálpað mér. Mæli eindregið með nuddpúðanum og hægt er að ferðast með hann hvert sem er. Ásta Marta Róbertsdóttir veftæknir og ferðaráðgjafi Er að byggja. Bjargaði gjörsamlega bakinu eftir erfiðan dag. Tækið ætti að vera staðalbúnaður á hverju skipi. Kim Aage Petersen skipstjóri

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.