24 stundir - 19.12.2007, Blaðsíða 36

24 stundir - 19.12.2007, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2007 24stundir Eftir Írisi Ölmu Vilbergsdóttur iris@24stundir.is Halldóra Tryggvadóttir, vöru- merkjastjóri hjá Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni, segir að fram- leiðslan á Egils malti hafi hafist árið 1913 en það er eitt elsta vörumerki fyrirtækisins. „Appelsínið var fyrst framleitt árið 1954 og upp úr því hófst þessi sér-íslenska jólahefð að blanda saman malti og appelsíni. Við höfum ekki nákvæmar upplýs- ingar um hvenær hefðin sem slík hófst en á árum áður þótti maltið mikil munaðarvara og talið er að til að byrja með hafi fólk einfaldlega verið að drýgja drykkinn með því að blanda við hann appelsíni,“ seg- ir Halldóra. Óhætt er að segja að meðal-Ís- lendingur margfaldi neyslu sína á malti og appelsíni yfir jólahátíðina en Halldóra telur að hver lands- maður drekki ein 16 glös af malti í desember og þá er ótalin appels- ínneyslan. „Það má reikna með því að neytendur tvöfaldi neyslu sína á appelsíni en það er margra mánaða ferli að undirbúa söluaukninguna yfir jólahátíðina.“ „Undirbúningurinn hefst í maí en við byrjum framleiðsluna af al- vöru í ágúst. Í byrjun september hefst svo ölsuða allan sólarhring- inn.“ Malt- og appelsínblandan virðist vera bundin jólahátíðinni órjúfan- legum böndum en Halldóra segir að neysla blöndunnar sé þó ekki eingöngu bundin við jólin. „Bland- an er einnig mjög tengd páskum og páskahátíðinni og sölutölur gefa okkur til kynna að vinsældirnar fari vaxandi. Það má til dæmis geta þess að malt og appelsínblandan er uppseld hjá okkur í dag. Við gerð- um ráð fyrir 30% söluaukningu frá fyrra ári og ljóst er að við munum endurskoða þetta fyrir næstu jól.“ Eins og algengt er með hefðirnar eru ekki allir á einu máli um hvern- ig best sé að blanda og bera fram malt og appelsín. „Ýmiss konar hefðir hafa skapast í kringum há- tíðarblönduna og fólk hefur mis- jafnar skoðanir á því hver hlutföllin eiga að vera. Þá þykir mörgum skipta máli hvernig kanna er not- uð, hvort drykkurinn á að standa í ákveðinn tíma fyrir neyslu og síðast en ekki síst eru mjög skiptar skoð- anir þegar kemur að froðunni.“ Það eru engin jól án jólaölsins Malt og appelsín í lítratali um jólin Klukkan er að slá sex á aðfangadag, svínaham- borgarhryggurinn er kominn á borðið ásamt brúnuðu kartöflunum, sósunni og Waldorf- salatinu og það eina sem þarf til að fullkomna borðhaldið er hinn eini og sanni jóladrykkur Íslend- inga, malt og appelsín. Ómissandi Egils malt og appelsín hringir inn jólin ➤ Er sérstaklega áberandi um jólin og á páskunum. ➤ Er selt blandað í dós í nóvember, desember og á páskum. ➤ Er oft sent til útlanda til aðtryggja jólastemningu hjá Ís- lendingum sem búa erlendis. EGILS MALT OG APPELSÍN 24Stundir/Frikki Ora baunirnar hafa líkt og malt- ið og appelsínið verið tengdar há- tíðarmat í áratugi. Baunirnar hafa verið fram- leiddar allt frá stofnun fyrirtæk- isins árið 1952 og hafa verið fastur liður á hátíðarborði Íslendinga æ síðan. Helgi Jóhannesson, markaðs- stjóri Íslensk Ameríska, segir að þrátt fyrir að ekki hafi verið gerðar rannsóknir sé það ljóst að salan á Ora baunum sé gífurleg yfir hátíð- arnar. „Hefðin spilar tvímælalaust inn í en ég tel þó að fólk haldi sig við Ora vegna þess að það veit að hverju það gengur. Gæðin eru allt- af í fyrirrúmi,“ segir Helgi. Ólíkt laufabrauðinu og smákökunum eru baunirnar ekki eingöngu á borðunum yfir jólin en það er þó óhætt að flokka þær með þekkt- ustu íslensku jólahefðunum. Girnilegt Waldorf-salat Rauðkálið þykir einnig ómiss- andi á jólaborðið en þrátt fyrir að hægt sé að kaupa það í flestum verslunum vilja margir frekar hafa það heimatilbúið og það sama á við um Waldorf-salatið. Uppskrift að heimatilbúnu rauðkáli má með- al annars nálgast á vefsíðunni www.kokkarnir.is og www.mat- seld.is. Þeir sem vilja heimatilbúið Waldorf-salat geta nálgast upp- skrift á bloggsíðunni www.kokk- ur.blogspot.com. Rauðbeðurnar sem gjarnan fylgja rauðkálinu er hægt að rækta í gróðurhúsum á Íslandi. Eins og með annað meðlæti er algengast að þær séu keyptar niðursoðnar í krukku en þeir sem vilja geta að sjálfsögðu boðið upp á þær heima- tilbúnar. Að lokum má ekki gleyma gulu baununum sem eru síðasti hlekk- urinn í ómótstæðilegri jólamáltíð. Ómissandi meðlæti á jólaborðið Ferskt rauðkál og Ora baunir LÍFSSTÍLLÍ JÓLASKAPI lifstill@24stundir.is Hér eiga íslenskar 21. aldar konur orðið í byrjun hverrar viku og mánaðar. Jónína segir það sem henni finnst. Hér lýsir hún aðstæðum sem flest nútímafólk þekkir – ekki síst konur. Bók sem heldur öllum skvísum spenntum þar til yfir lýkur. Smart, hagnýt og nýstárleg dagatals- bók sem hefur slegið í gegn. Gullfalleg og upp- byggileg gjafabók sem gleður hjartað. Æðisleg unglingabók um fjölskylduna, draumaprinsinn og vinkonurnar! Fyrir stelpur á öllum aldri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.