24 stundir - 19.12.2007, Síða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2007 24stundir
ÍÞRÓTTIR
ithrottir@24stundir.is a
Er árangur Jakobs því glæsilegri að Norðmenn eru al-
mennt á mikilli uppleið í skíðaheimum og gera vel við sitt
fólk. Jakob sýndi þó yfirburði sína er hann sigraði svig og stór-
svigskeppnina með fjögurra sekúndna mun í báðum greinum.
Gullknöttinn hlaut hann fyrir
tveimur vikum og nú er hann
formlega leikmaður ársins að mati
Alþjóða knattspyrnusambandsins.
2007 fer því í sögubækur sem árið
hans Kaká.
Brasilíumaðurinn bráðungi er
fyrir margt löngu orðinn þunga-
vigtarmaður í liði AC Milan sem
vann Meistaradeildina í vor og um
helgina þaggaði hann niður í efa-
semdamönnum þegar hann var
pottur og panna í sigurleik AC Mil-
an gegn Boca Juniors í heimsmeist-
arakeppni félagsliða.
Tveir helstu keppinautar hans
um verðlaun þetta árið hafa verið
Leo Messi og Cristiano Ronaldo en
báðir þurftu aftur að bíta í súrt nú
en þeir komu einnig til greina í
keppninni um gullknöttinn.
Athyglisvert er að bæði Kaká og
Cristiano Ronaldo hafa á liðnum
vikum lýst yfir áhuga að sparka
bolta á Spáni í framtíðinni en báðir
eru reyndar samningsbundnir
langt fram í tímann hjá liðum sín-
um.
Óumdeilt hver er besti knattspyrnumaðurinn
Árið hans Kaká
Að vera með eða ekki aðvera með? Það er stóraspurn-
ingin sem
spænskir spyrja
sig nú í aðdrag-
anda hins
klassíska leiks
Barcelona og
Real Madrid á
sunnudaginn og eiga þar við
Ronaldinho. Benda síðustu
tölur úr Katalóníukjördæmi til
þess að vegna fjarveru Leo
Messi vegna meiðsla fái stjarn-
an byrjunarliðssæti á nýjan leik
enda alltaf blómstrað í þessum
leikjum hingað til.
Annar Börsungur,Thierry Henry, er 50/50 líklegur til að taka
þátt en hann er byrjaður að æfa
á ný eftir fjarveru vegna
meiðsla.
Körfuboltaséníið LeBron
James hjá Cleveland Cavaliers
varð í fyrrinótt yngsti leik-
maður NBA til að skora níu
þúsund stig og sökkti þar með
nokkurra ára gömlu meti
Kobe Bryant næsta auðveld-
lega. Var James 22 ára og 352
daga en Bryant náði þessum
áfanga 24 ára og 127 daga
gamall. Munar því heilu ári og
gott betur en eflaust verður
þetta ekki eina metið sem
James bætir næstu árin í NBA.
James í níu
þúsund stig
Austurríski skíðakappinn
Benjamin Reich þykir líkleg-
astur til að standa uppi sem
sigurvegari í heimsbik-
arkeppninni í skíðaíþróttum
samkvæmt könnun Eurosport
og helstu veðbönkum. Askel
Lund Svindal og Bode Miller
eru nefndir sem helstu keppi-
nautar hans í vetur en vetr-
arvertíðin er rétt nýbyrjuð.
Reich líklegur
Badmintonstjarnan íslenska
Ragna Ingólfsdóttir hefur leik
í dag á sterku móti í Grikk-
landi en það mót er jafnframt
hennar síðasta á þessu ári. Er
mikilvægt fyrir hana að
standa sig vel enda gefur mót-
ið stig á heimslistanum sem
aftur er undirstaða þess að
komast á Ólympíuleikana í
Kína í sumar. Rögnu hefur
ekki gengið sem best und-
anfarið og þarf að hala inn
fleiri stig en verið hefur.
Spýta í lófa
Hermann Hreiðarsson og
Margrét Lára Viðarsdóttir
voru í vikunni kjörin knatt-
spyrnufólk ársins af hálfu KSÍ.
Að valinu standa fjölmargir
innan knattspyrnuheimsins
íslenska og þótt bæði séu vel
að heiðrinum komin og Mar-
grét Lára sérstaklega skortir
algjörlega rökstuðning vegna
valsins.
Hermann og
Margrét Lára
Eftir Albert Örn Eyþórsson
albert@24stundir.is
Franskir vísindamenn sem setið
hafa með sveittan skalla undanfar-
in misseri hafa loks reiknað út að
eftir 52 ár sé afar ólíklegt og í raun
útilokað að íþróttamenn setji fleiri
heimsmet en þá verður orðin
raunin. Ástæðan er sú að bestu
íþróttamenn dagsins í dag ná að
nota 99 prósent líkamslegs atgervis
sem þeir búa yfir og að nokkrum
árum liðnum verði hlutfallið 100
prósent og betur verði aldrei gert.
Þótt ýmsir lyfti eflaust brúnum
yfir slíkri niðurstöðu er ljóst að
Frakkarnir hafa ýmislegt til síns
máls. Niðurstöðurnar byggja þeir
á rannsóknum á öllum heimsmet-
um frá árinu 1896 en þá notuðu
íþróttamenn 75 prósent þeirrar
getu sem mannslíkaminn býr yfir.
Ýtarleg úttekt á fimm greinum;
frjálsum íþróttum, hjólreiðum,
lyftingum, sundi og skautahlaupi
leiðir þessa niðurstöðu í ljós. Og
vísindamennirnir sem um ræðir
eru engir aukvisar heldur koma úr
ýmsum áttum og starfa fyrir hina
virtu Irmes-stofnun.
Úttekt íþróttadeildar 24 stunda
á settum heimsmetum síðustu ár-
in sem tekin var saman fyrir
skömmu leiddi í ljós að heims-
metum fer fækkandi og mörg hver
eru orðin tíu til tuttuga ára gömul
þrátt fyrir miklar framfarir í tækni
og útbúnaði auk þess sem himinn
og haf er milli þekkingar manna
nú um áhrif æfinga, mataræðis og
alls annars sem breytir meðal-
manni í afreksmann og var fyrir
20 árum.
Engin heimsmet sett eftir 2060 að mati vísindamanna
Toppnum náð fljótlega
Ef marka má vís-
indamennina fer hæðin í
stangarstökkskeppnum
ekki mikið hærra en þeg-
ar er orðið.
Lengra verður
ekki komist
SKEYTIN INN
Jakob Helgi Bjarnason, tólf ára
skíðakappi, gerði sér lítið fyrir og
sigraði í tveimur alpagreinum með
yfirburðum í sínum aldursflokki á
einu sterkasta landsmóti Norð-
manna í skíðaíþróttum, Lands-
renn. Að auki varð hann annar í
risastórsvigi þrátt fyrir að hafa alls
ekkert æft þá grein að ráði fyrir
leikana. Er framtíðin afar björt fyr-
ir Jakob haldi hann þessu striki
áfram.
Landsrenn er með stærri mótum
í Noregi og þátt taka allir helstu
skíðakappar landsins. Er árangur
Jakobs í því tilliti aldeilis frábær því
Norðmenn eru á mikilli uppleið í
skíðaheiminum almennt og gera
vel við sitt fólk. Jakob sýndi þó fá-
dæma yfirburði sína en hann sigr-
aði í svigi og stórsvigi með fjögurra
sekúndna mun í báðum greinum
og voru sigrar hans aldrei í hættu.
Bráðungur íslenskur skíðakappi að skjóta Norðmönnum ref fyrir rass
Bjart framundan hjá Jakob Helga
Jakob í brekkunni Jakob hefur skíðað
hér heima undir merkjum Breiðabliks.
Serblad 24 stunda
Auglysingasimi
Katrin s.510 3727 / kata@24stundir.is
KOLLA s. 510 3722 / kolla@24stundir.is
Heilsa
4.januar 2008