24 stundir - 19.12.2007, Blaðsíða 48

24 stundir - 19.12.2007, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2007 24stundir Matseðill: Blandaðir síldarréttir Kæst skata, saltfiskur og saltfisk réttur Stóruvalla-hamsatólg Verð kr 2.950- Engin biðröð Skatan beint á borðið Veitingahúsið Einar Ben Veltusund 1 (við Ingólfstorg) S: 511 5090 einarben@einarben.is Það ættu flestallir Íslendingar að kannast við nafn Vífils Atlasonar, 16 ára pilts frá Akranesi, eftir að hann bókaði símafund með George Bush, Bandaríkjaforseta, í nafni forseta Íslands. Að und- anförnu hafa borist fréttir af því að fjölmiðlar erlendis hafi sagt frá uppátækinu, en nú hefur hróður Vífils borist alla leiðina til Ástralíu. Dagblaðið The Australi- an greindi frá afrekum Vífils á mánudaginn, en þar er reyndar haft eftir talskonu Bandaríkja- forseta að „herra Atlason“ hafi aðeins hringt í númer sem sé op- ið almenningi. Héraðsfréttblaðið Skessuhorn á Vesturlandi hefur haft í nógu að snúast síðan Vífill komst í fréttirnar, en haft hefur verið samband við blaðið frá fjöl- miðlum víða um heim sem leita upplýsinga um málið. Þá hefur Skessuhorn selt myndir af Vífli til nokkurra landa, m.a. Danmerk- ur, Noregs og Þýskalands. bjornbragi@24stundir.is. Vífill umhverfis jörðina Eftir Björgu Magnúsdóttur bjorg@24stundir.is Hildur Yeoman, fatahönnuður og tískuteiknari, fékk hugmynd að nýstárlegum jólakortum þegar hún dvaldi í París á haustmán- uðum og drakk í sig fornar myndir á antíkmarkaði þar í borg. „Jólakortin eru í gömlum frönskum fíling í bland við pin- up-stíl enda vinn ég við að teikna skvísur allan daginn,“ seg- ir stúlkan sem hefur starfað sem tískuteiknari hjá Thelmu Björk Jónsdóttur, fatahönnuði í París, í nokkra mánuði. „Það hefur ekki borið mikið á því að ungt fólk sé að myndskreyta jólakort og selja,“ segir hún og bætir því við að á Íslandi virðist allt hægt. Óhefðbundin jólakort Jólakort Hildar eru af fimm mismunandi gerðum og erfitt er að horfa fram hjá þeim krúttlega blæ sem þau hafa yfir sér. „Á kortunum er ekki hefðbundið jólaskraut eins og könglar og kerti, þannig að þau eru skemmtileg viðbót í flóruna,“ segir Hildur og bætir við að þau séu líka nothæf sem merkimiðar á pakka. Hún byrjaði á kort- unum í október og ferlið var dá- lítið púsluspil, þar sem hún dvaldi í Frakklandi meðan fram- leiðslan fór fram hérlendis. „Ég þurfti að senda kortin til prent- smiðjunnar á Íslandi frá París en með hjálp ýmissa aðila fór þetta allt vel að lokum,“ segir Hildur sem var hin rólegasta yfir öllu saman. Heklar poodle-hunda Hildur útskrifaðist frá Listahá- skóla Íslands vorið 2006 og hefur fengist við ýmis verkefni víða um lönd síðan þá sem öll tengjast hinni listrænu braut sem hún hefur valið sér. „Ég ásamt vin- konu minni seldi vörur undir merkinu Brigitte Bird í versl- uninni Trilogiu, hannaði búning Sylvíu Nætur fyrir forkeppni Eurovision og hef undanfarið hannað og heklað töskur. Ein gerð þeirra er eins og poodle- hundur í laginu en þær verða seldar í versluninni Systrum.“ Hildur hefur nýtt teiknigenin frá unga aldri og byrjaði snemma að rissa upp föt á ýmiss konar pappírspésa. Áhugasamir geta nálgast kort Hildar í Kronkron, Systrum, Trilogiu og fleiri versl- unum. Hildur Yeoman Með kortin góðu í Systrum á Laugavegi 70. Hildur Yeoman hannar nýstárlegan jólavarning Pin-up jólakort með frönskum blæ Hún er fatahönnuður, tískuteiknari og nýkomin frá París. Hildur Yeoman hannar óhefðbundin jóla- kort fyrir hátíðina sem hafa yfir sér franskan blæ í bland við skvísulegan pin-up stíl. ➤ Dregur heiti sitt af enskusögninni: to pin. ➤ Er mynd af föngulegri stúlkueða pilti sem hentugt er að hengja á vegg. ➤ Með frægari pin-up stúlkumvoru Greta Garbo, Brigitte Bardot, Marilyn Monroe og Marlene Dietrich. PIN-UP 24Stundir/Frikki Teiknimyndin Bee movie, eða Býflugnamyndin, segir af býflug- unni Barry B. Benson, sem virðist eina býflugan í búinu knúin ríkri einstaklingshyggju og ævintýraþrá. Hann er nýútskrifaður úr menntó og fer í starfskynningu í bý- flugnabúi sínu, í Central Park- garðinum í New York-borg. En í stað þess að vinna við hunangsgerð alla sína ævi langar Barry að sjá heiminn, sem hann og gerir. Á ferðalagi sínu uppgötvar hann, sér til mikillar skelfingar, að mann- skepnan hefur verið að arðræna býflugnastofninn með framleiðslu og sölu hunangs og illri meðferð á býflugum. Barry unir þessu ekki og ákveður að höfða mál, með hjálp mennskrar vinkonu sinnar, Va- Samkvæmt öllum eðlisfræðileg- um lögmálum á býfluga ekki að geta flogið. Búkur hennar er of stór og þungur fyrir litla vængina til að halda uppi. En samt flýgur hún. Svipað má í raun segja um mynd- ina, bara í hina áttina. Samkvæmt öllum markaðslögmálum ætti myndin ekki að geta klikkað. Dreamworks-teiknimynd með stórleikurum, er höfðar til breiðs hóps áhorfenda, milljónum dollara eytt í markaðsherferðir, og dreifing um víða veröld. Og vafalaust mun myndin setja einhver aðsóknar- og peningamet og kæta smáa sem háa um allan heim. Samt ber myndin nafn með rentu, því hún er, þegar öllu hunanginu er á botninn hvolft, einungis B-mynd. Myndin er hins vegar mikið sjón- arspil fyrir augað, mikið um bjarta liti og hraða framvindu, hávaða og læti, nokkuð sem nægir til að hafa ofan af fyrir einföldum krökkum með takmarkaða athyglisgáfu. nessu Bloome. Það er gamanleik- arinn góðkunni Jerry Seinfeld sem ljær Barry rödd sína í myndinni auk þess að koma að handritsgerð, en sumir brandarar í myndinni gætu hæglega verið úr Seinfeld- þáttunum vinsælu. Það var helst að maður saknaði bassa-sólósins sem einkenndi þá þætti og auðvit- að Kramers og George. Myndin fer vel af stað og lofar góðu allt þar til um miðbikið, en þá er eins og botninn detti hálfpartinn úr henni. Hennar helsti galli er eflaust sá, að hún reynir að höfða til of breiðs hóps. Hún er ekki nægilega sterk einungis sem fullorðinsmynd, eins og Antz var fyrir níu árum, og hún á ekkert endilega mikið erindi við fulltrúa yngstu kynslóðarinnar. Bitlaus Það vantar allan brodd í Barry. B-mynd þegar öllu hunangi er á botninn hvolft Bee Movie Bíó: Smárabíó, Sambíóin Kringlunni, Álfabakka, Akureyri, Keflavík og Laugarásbíó Leik stjóri: Steve Hickner, Simon J. Smith Að al hlut verk: Jerry Seinfeld, Renée Zellweger Eft ir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@24stundir.is BÍÓ Vísindamenn uppgötva nú nýtt spendýr á hverjum degi, eins og lesa má í fréttum. Nú hefur upp- götvast ný rottutegund, sem hefur þá geðslegu sérstöðu að vera óhugnanlega stór. Eins og sjá má á myndinni er hún á stærð við kött og vegur 1,5 kíló, hvorki meira né minna. Kvikindið fannst í skógi vöxnu fjalllendi Nýju-Gíneu og er fimm sinnum stærra en venjuleg rotta og hefur verið nefnd Mal- lomy-rottan. Vísindaleiðangurinn er skipulagður af Conservation International og hefur hann verið nefndur „the lost world“ eða týndi heimurinn, með skírskotun til Ju- rassic Park-myndanna, þar sem risaeðlurnar voru vaktar til lífsins með DNA-tilraunum. Þó ekki sé það raunin að þessu sinni segja vís- indamenn merkilegt að svo margar uppgötvanir séu gerðar á svo skömmum tíma. Þó ber að muna að pandabjörninn var ekki upp- götvaður af hinum vestræna heimi fyrr en um 1920. Þó rottur séu al- mennt ekki til vandræða á Íslandi eru eflaust fáir sem vilja rekast á eitt stykki Mallomy-rottu, þótt hún sé sérstaklega gæf að sögn leiðangursmanna. Risastór rottutegund uppgötvuð Kanadabúi nokkur hafði leitað hátt og lágt í tvær vikur áður en hann fann eintak af leiknum Gui- ter Hero 3: Legends of Rock fyrir Wii-tölvu, sem hann hugðist hann gefa 15 ára syni sínum í jólagjöf. Þegar hann kom að stráksa að reykja hass með tveim- ur vinum sínum brást hann hins vegar ókvæða við og ákvað að hann ætti ekki skilið að fá svo góða gjöf. Ákvað pabbinn að bjóða leikinn til sölu á eBay og vænti þess að fá fyrir kaupverðið, 90 dollara. Baráttan um að eign- ast leikinn var hins vegar harðari en manninn hafði grunað og hækkaði verðið upp úr öllu valdi. Hæstbjóðandi reyndist tilbúinn til að greiða 9.100 dollara, and- virði tæpra 600 þúsund króna. Maðurinn kvaðst ætla að nota hluta af fénu til þess að kaupa nýja jólagjöf handa syninum. Guitar Hero-leikur á 9.100 dollara 24LÍFIÐ 24@24stundir.is a Ég ásamt vinkonu minni seldi vörur undir merkinu Brigitte Bird í versluninni Trilogiu, hannaði búning Sylvíu Nætur fyrir forkeppni Euro- vision og hef undanfarið hannað og heklað töskur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.