24 stundir - 19.12.2007, Page 50
50 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2007 24stundir
SMÁRALIND
VERIÐ VELKOMIN
FULL VERSLUN
AF NÝJUM
VÖRUM
VINSÆLU DAISY FIGHT BOLIRNIR
VÆNTANLEGIR Á MORGUN
Misty, Laugavegi 178,
Sími 551 3366
Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf
www.misty.is
Fylltur og flottur í CD skálum á kr.
2.350,- buxur í stíl á kr. 1.250,-
Mjög vel fylltur, stækkar þig um
skálastærð, fæst í BC skálum á
kr. 2.350, buxur í stíl á kr. 1.250,-
Mjúkur, saumlaus í BCD skál á.
kr.2.350, buxur í stíl á kr. 1.250,-
Sagan um dópdísina Amy Wine-
house og eiginmann hennar
Blake Fielder-Civil heldur áfram.
Nú hefur það frést að skötuhjúin
hafi gert samning þess efnis að ef
Blake fær langan fangelsisdóm
fyrir glæpi sína, en hann er sak-
aður meðal annars um gróf of-
beldisbrot, muni þau binda enda
á líf sitt saman fremur en vera að-
skilin um árabil. vij
Amy þolir ekki
aðskilnaðinn
The Mirror í Bretlandi hefur
greint frá því að vandræðagems-
inn Pete Doherty hafi ákveðið að
taka þátt í Lundúnamaraþoninu
sem fram fer á næsta ári.
Söngvarinn er nú þegar farinn að
skokka af krafti til að undirbúa
sig fyrir hið krefjandi hlaup en
það mun hafa verið vinur hans
sem kynnti honum unaðsemdir
skokksins.
Ákvörðun Doherty kemur mörg-
um á óvart enda hefur söngv-
arinn hingað til ekki verið þekkt-
ur fyrir heilbrigðan lífsstíl. vij
Maraþon fyrir
Pete Doherty
Spjallþáttastjórnendurnir Jay
Leno og Conan ÓBrien hafa
ákveðið að hefja aftur útsend-
ingar á spjallþáttum sínum eftir
að hafa verið með stanslausar
endursýningar frá því að verkfall
handritshöfunda hófst í Banda-
ríkjunum.
Í tilkynningu frá Leno segir hann
að hann sýni verkfalli handrits-
höfunda fullan stuðning en hann
geti ekki lengur verið valdur að
því að 100 manns, sem vann við
þátt hans án þess að skrifa fyrir
hann, sé atvinnulaust. Útsend-
ingar á Tonight Show og Late
Night hefjast 2. janúar. vij
Jay Leno aftur í
loftið 2. janúar
Samkvæmt heimildum New York
Post hefur John Travolta hætt við
að leika J.R. Ewing í fyrirhugaðri
kvikmyndaútgáfu af sápuóper-
unni Dallas.
Travolta hafði samþykkt að leika
hinn fræga skúrk en samkvæmt
heimildarmönnum nátengdum
leikurunum hætti hann við að
leika í myndinni vegna þess að
framleiðsla myndarinnar stefndi
í átt sem var honum ekki að
skapi.
New York Post greinir einnig frá
því að Ben Stiller hafi verið feng-
inn til að leika J.R. í stað Travolta
en fulltrúar Stillers hafa enn ekki
viljað staðfesta það. vij
Stiller fetar leið
J.R. Ewing
Eftir Björgu Magnúsdóttur
bjorg@24stundir.is
„Fólk var komið fyrir utan Bók-
hlöðuna vel áður en hún var opn-
uð á morgnana,“ segir Margrét Rós
Sigurjónsdóttir, enskustúdína við
HÍ. „Um leið og opnað var hljóp
fólk upp stigana til þess að ná í
bestu sætin.“ Stefanía Arnórs-
dóttir, starfsmaður Bókhlöðunnar,
tekur undir. „Það hefur verið mikil
aðsókn á Bókhlöðuna í desember
og oft er fólk tilbúið fyrir utan áð-
ur en við opnum og kemur hingað
inn í straumum.“ Þrátt fyrir metn-
að og löngun í góð lærdómssæti
fór keppnin um þau fram af dreng-
skap og aldrei komu upp alvarleg
mál. Stefanía segir að í prófatíð
þurfi að taka frá hluta borða fyrir
háskólanema, þar sem ásókn stór-
eykst í þau. „Á safninu eru 430 les-
borð en tæplega helmingur þeirra
er frátekinn fyrir stúdenta á meðan
próf standa yfir.“
Aldurstakmark 18 ár
Framhaldsskólakrakkar nýta í
auknum mæli Bókhlöðuna sem
lærdómssetur sitt, háskólanemum
til mismikillar gleði. „Þau eru oft
með óþarflega mikil læti og virðast
ekki kunna að þegja,“ segir Mar-
grét en bætir við að ástandið sé
þrátt fyrir dálítil læti ekki óbæri-
legt. „Á Hlöðunni koma saman
ýmsir þjóðfélagshópar, góð blanda;
allt frá unglingum til eldra fólks.“
Stefanía segir að það komi fyrir að
starfslið Bókhlöðunnar þurfi að
stugga við of ungu fólki sem leggur
undir sig lesrými með látum og
tali. „Það er þó sjaldgæft, en ef við
sjáum að krakkar eru mjög ungir
og biðjum þau um skilríki vita þau
upp á sig sökina og fara sjálf-
viljug,“ segir hún.
Frjálsleg stemning tekur völd
Eftir því sem líður á desember
hægist um á göngum Hlöðunnar.
„Slagsmál um sætin eru að mestu
yfirstaðin enda eru framhalds-
skólanemar búnir í prófum,“ segir
Margrét. „Hér hefur myndast mjög
heimilisleg stemning, fólk mætir í
frjálslegum klæðnaði á borð við
gammósíur. Margir eru nánast
fluttir hingað og byrjaðir að spjalla
við starfsmenn kaffiteríunnar,“
segir hún og bætir við að í loftinu
liggi smitandi dugnaður.
Í jólaprófum eykst samkeppni verulega um bestu sæti lesrýma
Árleg barátta á
Bókhlöðunni
Bókhlaða Nemendur
sitja í hverju sæti.
➤ Bókhlaðan var opnuð 1. des-ember 1994.
➤ Þar eru geymd um 900 þús-und bindi, bækur, tímarit og
önnur gögn.
➤ 255 sæti eru frátekin fyrir há-skólanema á prófatíma.
BÓKHLAÐAN
Í prófatíð berast fréttir af
nemum sem leggja mikið
á sig til að fá bestu sæti
Bókhlöðunnar. Sögur
heyrast af slagsmálum og
kapphlaupi um bestu
sæti lesrýma.
Ewan McGregor hefur samþykkt
að leika aðalhlutverkið í hinni
kolsvörtu gamanmynd I Love You
Phillip Morris á móti Jim Carrey.
Carrey mun leika fjölskylduföður
sem er dæmdur í fangelsi og þar
verður hann ástfanginn af klefa-
félaga sínum, Ewan McGregor. Í
kjölfarið fer Carrey að reyna
ýmsar frumlegar leiðir til að flýja
úr prísundinni til þess að geta
fylgt eftir ástinni sinni. vij
Carrey elskar
Ewan McGregor
24LÍFIÐ
24@24stundir.is a
Um leið og opnað var hljóp fólk upp stigana
til þess að ná í bestu sætin.