24 stundir - 08.02.2008, Page 4

24 stundir - 08.02.2008, Page 4
4 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 24stundir Almannavarnadeild ríkislög- reglustjórans vekur athygli á að Veðurstofa Íslands spáir óveðri á landinu í dag og á morgun. Það hlýnar um allt land í dag og er gert ráð fyrir 4-9 stiga hita á land- inu og einnig talsverðu vatns- veðri og snörpum vindhviðum. Er húseigendum bent á, að hreinsa vel frá niðurföllum og huga að lausum munum. Þá verði stórstreymt og eigendur báta á Suðvesturlandi eru beðnir að huga að þeim. mbl.is Óveðursviðvörun Rok og rigning Vísitala íbúðaverðs á höfuðborg- arsvæðinu var 357,4 stig í janúar og hækkaði um 1,5% frá fyrra mánuði, sam- kvæmt útreikn- ingum Fast- eignamats ríkisins. Síðustu tvo mánuði liðins árs og í janúar á nýhöfnu ári stóð vísitalan nánast í stað, síðastliðna 6 mánuði hefur hún hækkað um 4,5% og hækkun síðastliðna 12 mánuði var 14%. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborg- arsvæðinu, sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs. mbl.is Fermetraverð íbúða Breyting finnst Hæstiréttur hefur dæmt karl- mann í sex ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps, en hann skaut að konu sinni úr haglabyssu inni á heimili þeirra í Hnífsdal í júní á síðasta ári. Áður hafði Héraðsdóm- ur Vestfjarða dæmt manninn til fjögurra og hálfs árs fangelsisvistar. Í niðurstöðu Hæstaréttar kemur fram að konan hlaut ekki alvarlega áverka. Hins vegar hafi beiting skotvopnsins verið þannig að hending ein réð því að ekki hlaust bani af. Við ákvörðun dómsins var litið til þess að ásetningur hins dæmda til verknaðarins hafi verið einbeitt- ur. hlynur@24stundir.is Dómur felldur yfir skotmanni í Hnífsdal Sex ára fangelsi fyrir að skjóta að konunni Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda. Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is Gerð var verðkönnun á 1/4 ltr. af Kókómjólk frá Mjólkursamsölunni. Talsverður verðmunur var á fernunni eða 73,6% mun- ur á hæsta og lægsta verði eða 53 krónur. Óheimilt er að vitna í könnunina í auglýsingum. 73,6 % munur á kókómjólk Kristín Einarsdóttir NEYTENDAVAKTIN Söluaðili Verð Verðmunur Björnsbakarí 72 Olís, Álfheimum 80 11,1 % Select, Suðurfelli 82 13,9 % N1, Ártúnshöfða 85 18,1 % Bakarameistarinn 100 38,9 % Jói Fel 125 73,6 % ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 4 09 96 0 2 /0 8 TILBOÐ 7.–15. FEBRÚAR + Nánari upplýsingar og bókanir á www.icelandair.is eða í síma 50 50 100 * Innifalið í verði: Flug aðra leið og flugvallarskattar. Ferðatímabil: 7. febrúar–31. desember. Verð frá 1 4.890 kr.* HELSINKI 24 stunda Auglysingasimi Kolbrun S.510 3722 / kolla@24stundir.is Katrin s.510 3727 /kata@24stundir.is SerbladBorn og uppeldi 13.FEBruar 2008 Eftir Ægi Þór Eysteinsson aegir@24stundir.is Vodafone á Íslandi hyggst kæra ákvörðun Póst- og fjarskiptastofn- unar um að birta tölfræðiupplýs- ingar um fjarskiptamarkaðinn hér á landi, til úrskurðarnefndar póst- og fjarskiptamála. Málið varðar upplýsingar um ís- lenska fjarskiptamarkaðinn sem fjarskiptafyrirtæki hafa látið Póst- og fjarskiptastofnun í té í tengslum við lögbundin verkefni hennar. Margskonar upplýsingar Á meðal þeirra upplýsinga sem um ræðir eru heildarfjöldi mínútna sem viðskiptavinir fyrirtækisins hafa talað í sína farsíma og hversu mörg mynd- og smáskilaboð þeir hafa sent. Þá er þar að finna upplýs- ingar um tekjur símafyrirtækjanna af reikisímtölum og heildartekjur þeirra af fjarskiptastarfsemi, sem og fjárfestingar þeirra eftir fjarskipta- starfsemi. Þann 23. nóvember sendi Póst- og fjarskiptastofnun hagsmunaað- ilum bréf þar sem þeim voru til- kynnt áform stofnunarinnar um að birta umræddar upplýsingar. Voda- fone sendi stofnuninni bréf 10. des- ember þar sem óskað var eftir því að tilteknar tölfræðiupplýsingar yrðu ekki birtar um fyrirtækið. Eftir þónokkrar bréfaskriftir tók stofnunin þá ákvörðun að birta umræddar upplýsingar að loknum kærufresti sem rennur út á mánu- daginn. Vodafone mun kæra ákvörðun stofnunarinnar áður en fresturinn rennur út. „Við teljum mjög óeðlilegt að stofnun sem hefur mjög ríkar heimildir til að afla gagna noti þau með þessum hætti. Okkur grunaði aldrei að þær upplýsingar sem við afhentum stofnuninni undir for- merkjum trúnaðar, yrðu birtar og samkeppnisaðilar okkar hefðu að- gang að þeim,“ segir Hrannar Pét- ursson, upplýsingafulltrúi Voda- fone. „Hér er um viðkvæm viðskipta- leg gögn að ræða sem einfaldlega verða til þess að okkar samkeppn- isaðilar fá miklu betri sýn á okkar rekstur en annars væri. Þetta hefur ekkert að gera með upplýsingagjöf til neytenda, þetta kemur fyrst og fremst okkar keppinautum til góða.“ Upplýsingar sem eiga rétt á sér „Það er okkar lögbundna hlut- verk að reyna að þróa fjarskipta- markaðinn hérlendis. Við teljum að vissar grunnupplýsingar og stærðir hvað varðar þróun mark- aðarins eigi rétt á sér út á mark- aðinn,“ segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnun- ar. Hvorki Síminn né önnur fjar- skiptafyrirtæki hér á landi hafa gert athugasemdir við fyrirhugaða birt- ingu á upplýsingunum. Vodafone í hart  Póst- og fjarskiptastofnun kærð vegna birtingar á tölfræðiupp- lýsingum  Stofnunin sökuð um að nota trúnaðarupplýsingar ➤ Í skýrslu stofnunarinnarverða upplýsingar um fjölda fastra GSM-áskrifta. ➤ Þar verður einnig að finnafjölda internetáskrifenda og verðsamanburð á heimasím- um og farsímum. UPPLÝSINGARNAR Óeðlilegt Hrannar Pétursson segir Vodafone ekki hafa grunað að upplýs- ingar frá fyrirtæk- inu yrðu birtar op- inberlega.

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.