24 stundir - 08.02.2008, Blaðsíða 27

24 stundir - 08.02.2008, Blaðsíða 27
24stundir FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 27 Gott er að kaupa nýjan hárbursta að minnsta kosti árlega en þess á milli er mikilvægt að þrífa burst- ann vel. Eftir að hafa tekið hárin úr burstanum er gott að þvo hann með volgu vatni og mildri sápu eða sjampói. Gamall tannbursti getur líka reynst vel til að hreinsa hár- burstann sérlega vel. Ef þú eyðir miklum tíma í hárið á þér ættir þú sannarlega að eyða tíma í hár- burstann líka. Hreinn og fínn hárbursti Í vor og sumar verða einfaldir og klæðilegir samfestingar áberandi en allir helstu hönnuðirnir sýndu slíkar flíkur á vor- og sumarsýn- ingum sínum í byrjun janúar. Samfestingarnir eru úr léttum efn- um í klassískum litum og fara vel við flotta hælaskó, eins má gera þá enn sparilegri með réttum fylgi- hlutum. Helstu litirnir eru svartur, hvítur og grár en einnig voru brúnir tónar áberandi. Stílhreinir samfestingar Fatahönnuðurinn Matthew Williamson sýndi hönnun sína á tískupöllunum í vikunni. Haust- lína Williamson einkennist af sterkum, áberandi litum og flottu mynstri í bland við þunga, dökka liti. Skemmtileg snið, flottir jakkar og kápur úr ýms- um efnum voru áberandi ásamt stuttum pilsum, kjólum, fal- legum sokkabuxum og flottum hálsklútum. Haustlína Williamson Um áramótin var veitingastað- urinn Brons opnaður að Póst- hússtræti 9, þar sem Kaffi- brennslan var áður. Davíð Sigurðarson markaðsstjóri segir að viðtökurnar hafi verið mjög góðar. „Brons er veitingastaður og bar en þó aðallega veitingastaður. Við bjóðum upp á létta tapasrétti en við leggjum mikið upp úr því að maturinn sé góður og fallegur. Svo bjóðum við líka upp á stærri rétti en kostur þess að hafa tapas er að fólk getur komið og fengið sér litla rétti, þótt það ætli sér ekki að fá heila máltíð,“ segir Davíð og bætir við að staðurinn hafi verið tekinn alveg í gegn. „Þetta er flottur stað- ur.“ Næstkomandi laugardag verður glæsileg veisla á Brons. „Það er allt- af eitthvað skemmtilegt að gerast hjá okkur um helgar og á laug- ardag ætlum við að taka sér- staklega vel á móti gestum okkar á milli 21-22 og bjóða upp á frían Baccardi Breezer half sugar. Maggi Legó verður plötusnúður og bar- inn er alltaf opinn til þrjú um helg- ar þannig að það verður nóg um að vera. Á fimmtudagskvöldum er- um við með Wild Mojito-kvöld og þá myndast mjög skemmtileg stemning. Þá er vitanlega hægt að fá venjulegan Mojito en við erum búin að þróa Wild Mojito með berjum. Við verðum alltaf með Wild Mojito-kvöld á fimmtudög- um ásamt góðum plötusnúði og tökum vel á móti fólki þá, sem endranær,“ segir Davíð og hlær þegar hann er inntur eftir því hvort alltaf sé stuð á Brons. „Við erum dugleg að brydda upp á nýjungum og erum oft með einhvers konar þema. Um daginn vorum við með kokteilþema sem var mjög vin- sælt.“ Nýr veitingastaður í Pósthússtræti Léttur og góður matur Brons Um áramótin var veitingastaðurinn Brons opnaður að Pósthússtræti 9. KYNNING Ingólfur H. Ingólfsson kennir þér að spara milljónatugi á námskeiðinu Úr mínus í plús. Á námskeiðinu lærir þú meðal annars: að greiða hratt niður lán með þeim peningum sem fara nú þegar í afborganir að byggja upp sparnað og eignir óháð tekjum og skuldum allt um vexti, verðbætur og lánakjör að búa sig fjárhagslega sem best undir lífið að undirbúa eftirlaunaárin að hafa gaman af því að eyða peningunum ÞÚ ÁTT NÓG AF PENINGUM ... Ingólfur hjálpar þér að finna þá! Námskeiðagjald 9.000,- Skráning í síma: 587 2580 og á www.spara.is Láttu peningana vinna fyrir þig! Þú lærir að fjárfesta í eignum og verðbréfum. Hversvegna hrynja hlutabréf en hrávörumarkaðurinn er í hæstu hæðum? Væntanlegur spútnik á markaði verður kynntur á hverjum námskeiði. Spútnik frá febrúarnámskeiðinu 2006 hefur skilað yfir 500% ávöxtun! Fjárfestingar og hlutabréf Úr mínus í plús Metsölubókin „Þú átt nóg af peningum“ er fáanleg á námskeiðunum og í bók- abúðum um land allt. Umsagnir: “Það er mér sönn ánægja að mæla með þessari bók. Ég keypti hana vegna þess að ég trúði ekki hinni ögrandi fullyrðingu höfundar: “Þú átt nóg af peningum ...” Nú veit ég að þessi fullyrðing er sönn” - Þráinn Bertelsson, rithö- fundur “Ég get svo sannarlega mælt með bók Ingólfs. Félagsmenn sem sótt hafa námskeið hans eru sammála um að Ingólfur hafi opnað þeim leiðir til að endurskoða fjármál sín og ná betri tökum á þeim” -Þórunn Sveinbjörnsdóttir, varaformaður Eflingar Næstu námskeið Námskeiðin eru 4 tíma löng. Sum stéttarfélög greiða niður námskeiðin. R E Y K J A V Í K kl. 18:00 - 22:00 í Háskóla Íslands stofu 123 í Öskju ÚR MÍNUS Í PLÚS 4. mars FJÁRFESTINGAR OG HLUTABRÉF 6. mars E G I L S S T A Ð I R kl. 13:00 – 17:00 Hótel Hérað ÚR MÍNUS Í PLÚS 16. febrúar FJÁRFESTINGAR OG HLUTABRÉF 17. febrúar Í S A F J Ö R Ð U R Menntaskólanum Ísafirði kl. 13:00 - 17:00 kl. 12:30 - 16:30 ÚR MÍNUS Í PLÚS 23. febrúar FJÁRFESTINGAR OG HLUTABRÉF 24. febrúar Þúsundir íslendinga eru að spara milljónir í vexti og verðbætur með uppgreiðslukerfi spara.is. Hvenær ætlar þú að bætast í hópinn?

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.