24 stundir


24 stundir - 08.02.2008, Qupperneq 30

24 stundir - 08.02.2008, Qupperneq 30
24 stunda Auglysingasimi Kolbrun S.510 3722 / kolla@24stundir.is Katrin s.510 3727 /kata@24stundir.is Serblad Born og uppeldi 13.FEBruar 2008 30 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 24stundir LÍFSSTÍLLHELGIN helgin@24stundir.is a Það verður einnig mikið af „spontant“ uppákomum á göngunum um daginn þannig að það skapast svolítil karnivalstemning. Eftir Einar Jónsson einarj@24stundir.is Börn og unglingar fá tækifæri til að kynna sér menningu framandi landa á Heimsdegi sem fram fer í Gerðubergi á laugardag kl. 13-17. Heimsdagur var einnig haldinn á sama stað í fyrra og mættu þá allt að 700 manns að sögn Evu Rúnar Þorgeirsdóttur hjá Gerðubergi. „Það var góð stemning hérna í fyrra og við gerum okkur fullar vonir um að fá sama fjölda og jafn- vel fleiri,“ segir Eva Rún. Framandi menningarheimar Á Heimsdegi eru starfræktar listsmiðjur sem tengjast menningu landanna og segir Eva markmið þeirra að kynna börnum og ung- lingum fyrir menningarheimum sem finnast í okkar nánasta um- hverfi. „Við erum til dæmis með franskan fjöllistahóp sem heitir Oki Haiku Dan-hópurinn. Þeir ætla að kenna látbragð og einhver sirkusbrögð. Svo getur maður dansað skoskan dans eða salsa eða kynnt sér japönsku pappírslistina origami,“ segir Eva. Ljós og hreyfing „Þema Vetrarhátíðar í ár er ljós og hreyfing þannig að við höfum svolítið verið að vinna eftir því og erum til dæmis með skuggaleik- hússýningu Helgu Arnalds og smiðju í kjölfarið. Það verður einn- ig mikið af „spontant“ uppákom- um á göngunum um daginn þann- ig að það skapast svolítil karnivalstemning,“ segir Eva. „Í lok dags verður lokadagskrá í stóra salnum í Gerðubergi þar sem af- rakstur dagsins er sýndur. Þar geta þeir sem hafa tekið þátt í smiðj- unum sýnt hvað þeir hafa verið að læra um daginn,“ segir Eva Rún að lokum. Nánari upplýsingar um Heims- daginn má nálgast á vefsíðunni gerduberg.is. Framandi menning Börn og unglingar geta lært allt frá vopnasmíði til salsa og sirk- usbragða á Heimsdegi í Gerðubergi. Fjölmenning á Heimsdegi í Gerðubergi Fjölþjóðleg stemning á alþjóðlegu karnivali Fjölþjóðleg stemning mun ríkja í Gerðubergi á laugardag þar sem Heimsdagur fer fram. Þar gefst börnum tækifæri til að taka þátt í listasmiðj- um sem tengjast menn- ingu framandi landa. ➤ Listsmiðjurnar eru meðalannars á sviði tónlistar, dans, skriftar og vopnasmíðar. ➤ Einnig verður sýndur þjóð-dans frá Gana, bardagalist frá Aikido og filippseyskur bambusdans svo fátt eitt sé nefnt. HEIMSDAGUR Árvakur/Ómar Myrkir músíkdagar Tónlist Nokkrir tónleikar verða á tónlistarhátíðinni Myrkum músíkdögum um helgina. Meðal annars mun Ásgerður Júníus- dóttir koma fram ásamt Adapter- hópnum í Salnum í kvöld og Ca- milla Söderberg heldur tónleika á sama stað annað kvöld. Menning að vetri til Listahátíð Vetrarhátíð stendur nú sem hæst og Reykvíkingum og nágrönnum boðið upp á mikla menningarveislu þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Dagskrána í heild sinni má nálgast á vefsíðunni www.vetr- arhatid.is. Sprengjuhöllin á Akureyri Tónleikar Ein vinsælasta hljóm- sveit landsins, Sprengjuhöllin, heldur tónleika á Græna hattin- um á Akureyri í kvöld. Tónleik- arnir eru haldnir í tilefni frum- sýningar leikritsins Flóar á skinni en sveitin á einmitt eitt lag í sýn- ingunni. Það besta í bænum Toppfarar standa fyrir ljósagöngu á Esjuna á laugardag í tilefni Vetr- arhátíðar. Lagt verður af stað á fjallið við sólsetur og gengið inn í myrkrið. Þátttakendur ganga með ljós og mynda ljóskeðju upp Esjuna. „Þetta getur verið mikið sjónarspil ef margir taka þátt og veður er gott,“ segir Bára Agnes Ketilsdóttir sem fer fyrir hópnum upp fjallið. Bára segir að ljósagangan sé fyrir alla. „Fólk á endilega að koma með börn með sér. Við höfum tekið börn með og þeim finnst þetta alveg meiri háttar,“ segir Bára sem hefur staðið fyrir Esjuferðum að vetr- arlagi ásamt eiginmanni sínum. „Aðalhindrunin er að fólk trúir ekki að þetta sé hægt. Jafnvel mjög vant fjallafólk tekur sér hlé yfir veturinn og kemur ekki með okkur en um leið og menn prófa sjá þeir að þetta er alveg hægt,“ segir hún. Þátttakendur þurfa að skrá sig í gönguna fyrirfram á netfangið bara@toppfarar.is. Nánari upplýsingar um gönguna má finna á vefsíð- unni www.toppfarar.is. Ljóskeðja upp Esjuna Vísindasmiðja fyrir börn á öllum aldri verður haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag kl. 13-16. Þar gefst þeim kostur á að vinna með ljós og fjölbreyttan efnivið til bygginga og kanna hvaða áhrif ljós hefur á efnið. Guðrún Alda Harðardóttir hjá Þjónustu- miðstöð Miðborgar og Hlíða seg- ir að skapað verði náms- og leik- rými fyrir börnin til að vinna sjálf. „Þetta er ekki sýning þar sem þau eru bara þiggjendur heldur taka þau þátt,“ segir hún. „Þau byggja úr alls konar efni- viði, allt frá trjágreinum yfir í skókassa og allt þar á milli. Það má eiginlega segja að við setjum upp efnisveitu, ekki aðeins fyrir börn heldur líka fullorðna,“ segir hún. Sams konar vísindasmiðjur hafa verið haldnar áður á Ak- ureyri. „Þegar þetta hefur verið gert fyrir norðan hafa foreldr- arnir ekki síður leikið sér en börnin og jafnvel meira,“ segir Guðrún Alda að lokum. Vísindasmiðja fyrir börn Halaleikhópurinn frumsýnir leikritið Gaukshreiðrið eftir Dale Was- serman laugardaginn 9. febrúar. Sýnt verður í Halanum Hátúni 12 (Sjálfsbjargarhúsinu). Leikritið endurspeglar þann uppreisnaranda sem ríkti í vestrænum heimi á seinni helmingi sjöunda áratugar síðustu aldar. Það fjallar um eðli geðveikrahæla, stöðu sjúklinganna innan þeirra eins og litið var á geðjúkdóma um og upp úr miðri síðustu öld. Halaleikhópurinn er áhugaleikhópur fyrir alla, fatlaða sem ófatlaða. Nánari upplýsingar og sýningarplan má finna á www.halaleikhopurinn.is. Gaukshreiðrið sýnt í Halanum

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.