24 stundir - 08.02.2008, Side 32

24 stundir - 08.02.2008, Side 32
32 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 24stundir SÍMAR: AX: Alhliða bi réttingar GRÆNUMÝRI 3 - SÍMI 587 7659 - WWW.BILAPARTAR.IS BÍLAPARTAR VIÐ HÖFUM ÞAÐ SEM ÞÚ LEITAR AÐ Ertu að flytja, láttu fagmenn sjá um verkið fyrir þig Örugg og trygg þjónusta Eftir Einar Elí Magnússon einareli@24stundir.is Fyrir nokkrum mánuðum fékk ég til reynslu splunkunýjan Mit- subishi Outlander með tveggja lítra dísilvél. Þrátt fyrir að ég hafi kunn- að vel við bílinn þótti mér mót- orinn fullrólegur af stað. Ég var því býsna forvitinn þegar ég fékk í hendurnar annan bíl með 2,4 lítra bensínvél og sjálfskiptingu. Ef við rifjum upp nokkra af helstu kostum bílsins má nefna raf- stýrt fjórhjóladrif með læsingu á millikassa, sparneytni, mikið af hólfum og hirslum, stórt farang- ursrými, tvískiptan afturhlera og glæsilegt hljómkerfi. Ég var hins vegar ekki eins ánægður með íburðarleysi, hasta fjöðrun og veghljóð. Dísilútgáfan fékk þrjár og hálfa stjörnu á sínum tíma og til að taka bensínútgáfuna til kostanna dugði ekkert minna en að skella sér norður á land í skíða- ferð. Ferðafélagarnir voru 20 björgunarsveitarmeðlimir og veð- urspáin hljóðaði upp á skítakulda og rok. Helgin leit því mjög vel út. Hálka? Ekki málið! Þótt rútan með ferðafélögunum hafi lagt af stað um klukkutíma á undan okkur vorum við ekki kom- in lengra en í Borgarnes þegar við náðum þeim. Krafturinn í bensín- vélinni er mikið jafnari en í dísil- útgáfunni þannig að aksturinn verður þýðari. Fjórhjóladrifið og góð dekk sáu svo um að skila okkur greiðlega áfram í hálkunni, en stöku sinnum fannst mér hann fullvakur í stýri. Á leiðinni norður gafst líka gott tækifæri til að kynnast Invecs-III sjálfskiptingunni, sem er gríðarlega skemmtileg blanda af tveggja kúp- linga skiptingu og stiglausri skipt- ingu. Síðastliðið haust prófaði ég Lancer með sömu skiptingu. Hann var búinn skiptiflipum við stýrið, sem er líka hægt að fá í Outlander. Sá búnaður bætir miklu við góðar skiptingar, eins og þessa, en engu við lélegar. Björgunaraðgerðir Ferðin norður var því hin ánægjulegasta og vel fór um þá fjóra sem í bílnum sátu. Þegar kom að heimferð á sunnudag fóru hlut- irnir fyrst að gerast. Eftir skíða- og brettaiðkun laug- ardagsins þurfti að búa sérstaklega vel um sjúkling í björgunarsveit- arsveitarrútunni. Þar sem veðurspá var allt annað en góð ákváðum við að leggja snemma í hann og vera í samfloti með rútunni. Á Öxnadalsheiði fór svo að fær- ast fjör í leikinn. Þar var bíll fastur langt fyrir utan veg og við ákváðum að aðstoða björgunarsveitina frá Dalvík við að koma honum upp á veg. Þegar því var lokið var orðið svo hvasst að kerran með farangr- inum okkar dinglaði eins og skott á hundi aftan í rútunni. Við fórum því til baka í skjól, skildum kerruna eftir og settum farangurinn í skott- ið á Outlander. Feikimikill farangur Nú kannt þú að spyrja hversu mikinn farangur 20 björgunar- sveitarmeðlimir í skíða- og klifur- ferð hafa meðferðis, þegar þeir eru búnir að fara í útigallana. Jú, 7 pör af skíða- og brettaskóm, 5 stök snjóbretti, 6 bretti í töskum, 1 skíðapar í poka, 8 litlar töskur og bakpokar, 7 stórar töskur og bak- pokar, 2 dýnur, 1 stakur svefnpoki, 1 stakur hjálmur og tveir þoturass- ar. Og þetta fór allt aftur í Out- lander þegar búið var að leggja aft- ursætin fram. Og enn var pláss fyrir … ja, eiginlega ekkert. Loks lögðum við aftur af stað og komum til Reykjavíkur eftir tíu tíma ferðalag. Outlander stóð sig vel í svo að segja hinu versta veðri og færi sem íslenskir vegir hafa upp á að bjóða. Því má eiginlega segja að bíllinn sé þjóðlegur, og það var þægileg tilfinning að ferðast í hon- um, eins og títt er um bíla sem maður lærir fljótt á og sem hlýða manni í einu og öllu. Reynsluakstur Mitsubishi Outlander Intense 2,4 bensín Sakleysislegur reynslu- akstur getur auðveldlega orðið hið mesta ævintýri. Og þá er eins gott að vera með rétta bílinn í hönd- unum. Bíllinn er skemmtilegri í þessari út- gáfu en með dísilmótornum, þó sparneytnin sé ekki sú sama. Svín- virkar í íslensku vetrarumferðinni. NIÐURSTAÐA Rúmgóður Farangur fyrir 20 manns. Björgunaraðgerðir Í góða veðrinu á Öxnadalsheiði. Að utan Sportlegur og álitlegur, tvískiptur afturhlerinn vekur sérstaka lukku. Að innan Dulítið hrár en venst vel og er þægilegur til íveru og ferðalaga. Öryggi og búnaður Isofix barnastólafestingar, sérlega skemmtileg sjálfskipting, Fjölskyldan Fæst í sjö manna útgáfu, gott farangursrými en dísilútgáfan er hagkvæmari í rekstri. Í HNOTSKURN Þýður og þjóðlegur MITSUBISHI OUTLANDER 2,4 Einar Elí Magnússon einareli@24stundir.is 2 lítra bensínmótor • 170 hestöfl • 232 Nm • Invecs- III sjálfskipting • Fjórhjóladrif með læsingu í mil- likassa • 10,8 sek. í hundrað • Eyðsla í blönduðum akstri 9,3 l / 100 km • Stöðugleikabúnaður • ABS • Verð: 3.650.000 kr. • Umboð: Hekla + - Þýður, þægilegur og skiptingin mjög skemmtileg. Ekki eins hagkvæmur og dísilbíllinn, enn hrár að innan. Á pappír: Upplifun: Verð: HEKLA frumsýnir um helgina nýjan Volkswagen Tiguan sem hef- ur þá sérstöðu í flokki sportjeppa að vera hlaðinn staðalbúnaði. Þá hefur jeppinn mesta dráttargetu í sínum flokki og er sá fyrsti sem leggur sjálfur í stæði. Tiguan fæst í þremur útfærslum; Sport & Style, Track & Field og Trend & Fun. All- ar gerðir eru fáanlegar með sjálf- skiptingu og TDI-dísilvél. Hægt verður að reynsluaka Tiguan-bílunum í sérhannaðri tor- færubraut fyrir utan HEKLU um- boðið. En þar verða heitar vöfflur, kakó, pylsur og gos einnig á boð- Með sérstöðu í flokki sportjeppa Tiguan frumsýndur stólum. Bílarnir verða einnig frum- sýndir í umboðum HEKLU á Akranesi, Akureyri, Selfossi, Reyð- arfirði og Reykjanesbæ um helgina. Í dag og á morgun verða frum- sýndir þrír nýir bílar frá Porsche; Cayman S Porsche Design Edi- tion 1, Cayenne GTS og of- ursportbíllinn 911 GT2. Cayman S Porsche Design Edition 1 er framleiddur í takmörkuðu upp- lagi og er sérstök viðhafnarútgáfa af bílnum. Ýmis smáatriði hönn- uð í anda Porsche Design gera bílinn tímalausan í hönnun. 911 GT2 er einn allra öflugasti sportbíllinn á markaðnum og sá kraftmesti sem nokkru sinni hef- ur fengist skráður til notkunar í almennri umferð. Engu að síður er hann einn fárra í þeim flokki sem geta státað af töluvert heil- næmari útblæstri en ströngustu kröfur nýjustu mengunarvarna- staðla kveða á um. Ofursportbíll frá Porsche Í dag hefjast sérstakir þemadagar hjá bifreiðaumboðinu B&L sem nefnast Vetrarfjör. Þar verða vetrarvanir bílar boðnir með ríf- legum kaupauka auk þess sem lækkað verð verður á völdum bíl- um meðan á dögunum stendur. Í sýningarsalnum mun ríkja nota- lega stemning þar sem gestir fá heitt kakó og kleinur auk óvæntra gjafa. Vetrarfjör hjá B&L hefst í dag LÍFSSTÍLLBÍLAR bilar@24stundir.is a Krafturinn í bensínvélinni er mikið jafnari en í dísilútgáfunni þannig að aksturinn verður þýðari.

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.