24 stundir - 08.02.2008, Blaðsíða 46

24 stundir - 08.02.2008, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2008 24stundir „… til að græða sem mest nammi fórum við félagarnir oft í búðir frá 9-12, fylltum einn haldapoka af nammi, fórum svo heim þar sem aðeins var japplað á draslinu og svo skipt um búning. Eftir há- degi náðist svo sami árangur sem þýddi tvo haldapoka af nammi, sykursjokk og svefnleysi í viku.“ Páll P stundinokkar.blog.is „Ég er náttúrulaus. Ég er ekkert feimin við að viðurkenna það. Kannski er það aldurinn? Hvað veit maður. Mér er eiginlega bara alveg sama hvað veldur, veit bara að ég er náttúrulaus. Veit líka að það lagast, þekki það af reynsl- unni sem er ólygnust ekki satt?“ Hallgerður Pétursdóttir austangola.blog.is „Ég las að leikmenn í efstu deild karla yrðu skyldaðir til þess að fara í hjarta- og æðaskoðun af KSÍ frá árinu 2009. Þetta er frá- bært framtak. En hvað með þá leikmenn sem eru að spila í 1., 2. og 3 deild? Mega þeir þá detta niður dauðir af því að þeir eru ekki að spila í efstu deild?“ Ómar Örn Ólafsson eyjan.is/goto/omardiego BLOGGARINN Eftir Atla Fannar Bjarkason atli@24stundir.is „Þessi maður er að taka séns á okk- ur og það er rosalega mikill heiður. Við ætlum ekki að klúðra því,“ segir Jón Björn Árnason, með- limur hljómsveitarinnar Our Lives. Hljómsveitin heldur til Toronto í Kanada þann 24. febrúar þar sem upptökustjórinn David Bottrill bíður í hljóðveri. Bottrill þessi er meðal vinsælustu upptökustjóra Ameríku og hefur unnið með hljómsveitum á borð við Muse og Tool, en breiðskífan Origin of Sim- metry með þeirri fyrrnefndu var tekin upp undir hans stjórn. Þá hefur hann stýrt tónlistartröll- unum Bryan Adams og Peter Gabriel í hljóðveri við mjög góðan orðstír. Mikill herramaður „Það er rosalega mikið afrek að fá að vinna með David Bottrill án þess að geta borgað honum,“ segir Jón Björn og hlær. Upptökustjórar af stærðargráðu Bottrills rukka tugi milljóna fyrir upptökur á borð við þær sem Our Lives eru að hella sér út í. Bottrill er hins vegar mjög spenntur fyrir að vinna með hljómsveitinni og hefur því gert við þá sérsamning. „Þetta er flókið ferli allt saman og byggist á prósentum og plötu- sölu,“ segir Jón Björn. „Samnings- hliðin er hjá lögfræðingunum, þeir eru búnir að vera að finna út leiðir. Hann er búinn að vera eins mikill herramaður og hann getur.“ Blaðið (nú 24 stundir) sagði frá því í september á síðasta ári þegar Our Lives hafnaði samningi við útgáfurisann Columbia. Samningurinn hljóðaði upp á fjórar breið- skífur og spannaði sjö ár. Dav- id Bottrill var þá einn af tveimur upp- tökustjórum sem höfðu áhuga á að taka upp breiðskífu með Our Lives. „Við hættum við að skrifa undir hjá Columbia og hon- um fannst það spennandi,“ segir Jón Bjarni. „Hann hélt sambandi og við héldum áfram að senda honum lög. Svo kom að því að hann sagðist verða að grípa okkur áður en einhver annar gerði það.“ Our Lives tekur upp fjögur lög með David Bottrill. Lögin verða svo send til útgáfufyrirtækja erlendis og síðar verður ákveðið hvort Bottrill tekur upp breiðskífu með hljóm- sveitinni. Ferðin til Kanada er kostnaðarsöm og Jón Björn vill koma þeim tilmælum til fjármálafyrirtækja að taka hljómsveitinni vel. „Það eru vin- samleg tilmæli til bankanna að veita okkur jákvæð við- brögð við yfirdrátt- arheimild.“ Our Lives vinnur með upptökustjóranum David Bottrill Í fótspor Muse og Bryans Adams Hljómsveitin Our Lives heldur til Kanada í lok febrúar í upptökur undir stjórn Davids Bottrills, en hann hefur unnið með mjög stórum nöfnum í tónlistarbransanum. Árvakur/Frikki Our Lives Vinnur með upptökustjóra Muse og Tool. Matt Bellamy í Muse David Brottrill tók upp aðra breiðskífu Muse. HEYRST HEFUR … 24 stundir sögðu í gær frá komu Jeremys Clark- sons, eins þáttastjórnenda Top Gear, til landsins. Clarkson átti að vera viðstaddur forsýningu seg- ulpóls-þáttar Top Gear í Laugarásbíói í gær, en sök- um veðurs fór hann aldrei frá London. Aðdáendur Clarksons, sem ætluðu að hitta hann, verða því að vonast til að hitta kappann síðar, sem er ekki ólík- legt þar sem hann hefur miklar mætur á Íslandi. afb Hinn skeleggi tónlistar- og blaðamaður Dr. Gunni byrjar með útvarpsþáttinn Snældu næstkomandi sunnudag klukkan 14. Þættirnir verða fjórir og mun Gunni fara yfir íslenska kassettu-útgáfu sem var á sínum tíma blómleg. Í fyrsta þættinum kennir ým- issa grasa en hæst ber loforð doktorsins um að spila fyrstu útgefnu upptöku með kónginum sjálfum, Bubba Morthens. afb Höskuldur Höskuldsson og félagar hjá Senu gáfu nýverið út tvöföldu skífuna Femin – 38 lög fyrir konur. Íris Gunnarsdóttir og Soffía Steingríms- dóttir hjá Femin.is hjálpuðu til við lagaval, en fólk veltir nú fyrir sér hvernig líðan er hjá kvenfólki landsins miðað við þverskurð laganna á skífunni, þar sem lög eins og Rehab, Fix you, Hurt, Lost og Unfaithful fara fremst í flokki. afb „Það er sérstaklega gaman að fá Sollu með í hópinn og fá að nota aðstöðuna í Maður lifandi fyrir námskeiðið. Sjálf er ég fastakúnni í Maður lifandi og þannig svolítið á heimavelli,“ segir söngkonan Alma Guðmundsdóttir, sem nú fer af stað með sjálfstyrkingarnámskeið fyrir ungar stúlkur í annað sinn. „Solla mun sjá um þann þátt námskeiðsins sem snýr að hollu mataræði, en hún er með þekkt- ustu matreiðslumönnum á þessu sviði og búin að halda fjölda nám- skeiða um svokallað grænt mat- aræði. Ég hef sjálf sótt námskeið hjá henni og get með sanni sagt að hún sé frábær kennari sem segir skemmtilega og líflega frá. Hún mun til dæmis kenna stelpunum að búa til hollustusúkkulaði sem jafnvel grennir, sem er einmitt draumur flestra í dag.“ Ánægja meðal þátttakenda Að sögn Ölmu mæltist nám- skeiðið vel fyrir þegar það var haldið í fyrra og var því afráðið að leggja í annað núna í febrúar. „Þetta var rosalega gaman síðast og stelpurnar virtust ánægðar. Við leggjum áherslu á leiklist, sjálf- styrkingu, fjármál og fleira sem á erindi til þessa aldurshóps.“ Skráning fer fram á nam- skeid.com. halldora@24stundir.is Alma heldur sjálfstyrkingarnámskeið Solla og Alma saman í sæng Styrkja stelpurnar Alma og Solla hyggjast fræða ungar stelpur um hollt mataræði og aukið sjálfstraust. Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Su doku 5 4 3 6 8 1 7 9 2 7 1 2 5 4 9 8 3 6 8 6 9 2 7 3 4 5 1 9 8 4 7 5 2 6 1 3 6 3 1 8 9 4 2 7 5 2 5 7 1 3 6 9 8 4 4 2 5 9 1 8 3 6 7 1 9 6 3 2 7 5 4 8 3 7 8 4 6 5 1 2 9 Dóttir mín segir að þú sért lífvörður. 24FÓLK folk@24stundir.is a Nei, Vaka tengist ekki Sjálf- stæðisflokknum og þarf ekki á ölmusu frá öðrum að halda. Fenguð þið ekki inni hjá xd.is? Helga Lára Haarde er formaður Vöku í háskólapólitíkinni, en Lilja Guðrún Jóhannsdóttir, stjórnarmaður í Röskvu, sór af sér tengsl við stjórnmálaflokka í 24 stundum í gær. Sama dag birtist á heimasíðu Samfylkingarinnar ákall frá Röskvu, um að jafnaðarmenn legðu þeim lið í kosningunum sem lauk í gær. 24 stunda Auglysingasimi Kolbrun S.510 3722 / kolla@24stundir.is Katrin s.510 3727 /kata@24stundir.is Serblad Born og uppeldi 13.FEBruar 2008

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.