24 stundir - 23.02.2008, Síða 23
brennt svartolíu jafnt sem dísilolíu.
Verðmunur á svartolíu og hreinu
eldsneyti eins og dísilolíu getur
verið um sextíu prósent og sam-
kvæmt skýrslunni fer eftirspurn
eftir svartolíu vaxandi.
Svartolía er rík af brennisteini
sem veldur súru regni. Þá er talið
að brennisteinsmengun geti valdið
lungnakrabbameini og hjarta- og
öndunarfærasjúkdómum.
„Hér á landi nota skipin lang-
mest dísilolíu en menn skipta yfir í
svartolíu þegar verðið er mjög hátt
á dísilolíunni,“ segir Sigurður Ingi
Friðleifsson, framkvæmdastjóri
Orkusetursins á Akureyri. En hlut-
verk stofnunarinnar er að stuðla að
aukinni vitund almennings og fyr-
irtækja um skilvirka orkunotkun
og möguleika til orkusparnaðar.
Hægt verði á menguninni
Í skýrslu Sameinuðu þjóðanna
er bent á nokkrar aðgerðir sem
gætu minnkað útblástur skipanna
verulega. Þeirra einföldust er að
láta vélar skipa ganga hægar. Það
þýðir óhjákvæmilega að skipin
ganga hægar en talið er að verði
hraði skipa minnkaður um tíu pró-
sent muni það minnka útblástur
þeirra um 23 prósent. Þá er þeim
tilmælum beint til skipafélaganna
að þau láti smíða hagkvæmari skip
sem noti hreina eldsneytisgjafa og
komi fyrir lofthreinsunarbúnaði til
að takmarka útblástur gróðurhúsa-
lofttegunda.
Mengun íslenskra skipa
Íslensku skipafélögin þrjú, Atl-
antsskip, Eimskip og Samskip, reka
fimmtíu flutningaskip af ýmsum
stærðum og gerðum. Atlantsskip
eru með tvö skip í reglulegum sigl-
ingum milli Íslands og Evrópu og
Samskip fjögur. Eimskip rekur tólf
skip en tíu þeirra sinna reglulegum
siglingum til Evrópu og Ameríku.
Samkvæmt bráðabirgðatölum
frá Umhverfisstofnun fyrir árið
2006, en það eru nýjustu tölur sem
liggja fyrir, losuðu flutningaskip ís-
lensku skipafélaganna um 139 þús-
und tonn af gróðurhúsaloftteg-
undum út í andrúmsloftið á
siglingum sínum, en þess ber að
geta að heildarlosun fiskiskipaflot-
ans var 555 þúsund tonn.
Losun flutningaskipanna árið
2006 jókst um næstum fjórðung
frá því árið áður en þá var losun
flotans 112 þúsund tonn, en árið
2004 var losunin 198 þúsund tonn.
Þess ber að geta að við saman-
tekt upplýsinganna er eingöngu
talin fram sú losun sem verður
vegna bruna eldsneytis sem keypt
er í viðkomandi landi.
Að lokum má geta þess að
orkuspá Orkustofnunar gerir ráð
fyrir auknum skipaflutningum til
og frá landinu á næstu árum, með-
al annars vegna aukinnar álfram-
leiðslu hér á landi.
Á siglingu Talið er að stærri skip,
eins og flutningaskip, losi ríflega 1,2
milljarða tonna af gróðurhúsaloft-
egundum út í andrúmsloftið árlega.
Árvakur/RAX
a
Annað sem vert er
að veita athygli er
að skipin nota mörg hver
svartolíu sem eldsneyti,
sem er ódýrasta skipa-
eldsneyti sem völ er á og
jafnframt það mest
mengandi.
dóttir, sviðsstjóri menningar- og
ferðarmálasviðs. Hún segir mikla
samstöðu yfirleitt vera um áherslu-
þætti í þessum málaflokkum. „Ekki
er því hægt að benda á nein verk-
efni sem hætt hefur verið við og
beinlínis má rekja til meirihluta-
skiptanna.“
Stella K. Víðisdóttir, sviðsstjóri
velferðarsviðs, segir meirihluta-
skiptin ekki hafa haft teljandi áhrif
innan sviðsins. „Embættismenn
Reykjavíkurborgar vinna að sínum
verkefnum dag hvern af fyllsta
metnaði og leitast við að láta um-
skipti stjórnmálanna ekki hafa
áhrif á daglega þjónustu við íbúa.“
Hún segir embættismenn og ráða-
menn yfirleitt afar samstiga í vel-
ferðarmálum sama hvaða flokkar
skipi meirihluta hverju sinni. Eng-
um verkefnum hafi því verið frest-
að vegna meirihlutaskiptanna.
Nýtt fólk, litlar tafir
Ragnar Þorsteinsson, fræðslu-
stjóri á menntasviði, segir dagleg
störf hafa gengið nokkuð eðlilega
fyrir sig á liðnum mánuðum.
„Minniháttar tafir hafa orðið á
verkefnum vegna þeirrar stað-
reyndar að að hluta til er nýtt fólk í
menntaráði. Við meirihlutaskiptin
í október og í janúar féll í hvort
skipti niður einn fundur í mennta-
ráði en að öðru leyti hafa fundir
menntaráðs gengið eðlilega fyrir
sig.“
„Þrátt fyrir tíð meirihlutaskipti í
Reykjavík hafa dagleg störf emb-
ættismanna og starfsmanna hjá
leikskólasviði gengið með eðlileg-
um hætti sem og í leikskólum
borgarinnar,“ segir Hildur Skarp-
héðinsdóttir, skrifstofustjóri sviðs-
ins. Hún segir fundi hafa verið
haldna reglulega í leikskólaráði, er-
indi hafa verið lögð fram á þeim og
fengið afgreiðslu.
Engum verkefnum hætt
Ellý Katrín Guðmundsdóttir,
nýr sviðsstjóri umhverfis- og sam-
göngusviðs, telur sig geta fullyrt að
meirihlutaskiptin bæði í október
og janúar hafi ekki haft mikil áhrif
á framgang verkefna sviðsins og að
engin slík hafi verið lögð til hliðar
til frambúðar. Hún segir þó að nýr
meirihluti geti komið inn með
breyttar áherslur sem geti þýtt
breytta forgangsröðun verkefna.
Hjá framkvæmdasviði fengust þau
svör að engin verkefni hefðu frest-
ast.
Völd eða málefni?
Af svörum yfirmanna fagsvið-
anna, sem sjá um að framkvæma
það sem samþykkt er í fagráðum
borgarinnar, má ráða að nánast
engin röskun verður á þeirra starfi
þegar borgarfulltrúar skipta um
stóla og lið. Þar er unnið eftir fast-
mótuðum áætlunum sem gilda út
árið 2008 og ítrekað kemur fram að
almennt sé sátt milli kjörinna full-
trúa og embættismanna um flest
þau verk sem komi inn á borð
þeirra.
Ýmsir borgarfulltrúar hafa verið
duglegir við að benda á að borg-
arstjórnmálin snúist um málefni,
ekki völd. En ef starfsmenn borg-
arinnar, þeir sem framkvæma mál-
efnaáherslur meirihlutanna, finna
varla fyrir því hverjir það séu sem
stjórna má velta fyrir sér hvort
ofangreind röksemdafærsla stand-
ist nánari skoðun. Eða er kannski
svona stutt á milli málefna allra
borgarfulltrúanna að truflana
verður ekki vart þegar félags-
hyggjuöfl fara frá og borgaraleg
frjálshyggjuöfl taka við?
Árvakur/Júlíus
a
Embættismenn
Reykjavíkurborgar
vinna að sínum verk-
efnum dag hvern af
fyllsta metnaði og leitast
við að láta umskipti
stjórnmálanna ekki hafa
áhrif á daglega þjónustu
við íbúa.
24stundir LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2008 23
... eru betri
en aðrar
sumarferdir.is