24 stundir - 23.02.2008, Blaðsíða 30

24 stundir - 23.02.2008, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2008 24stundir Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hilduredda@24stundir.is Febrúarsýning Íslenska dansflokks- ins samanstendur af tveimur verk- um eftir norræna danshöfunda, þá Jo Strömgren frá Noregi og Alex- ander Ekman frá Svíþjóð. Verkin voru frumsýnd á Stóra sviði Borg- arleikhússins í gær, en þetta er í fyrsta skipti sem Íslenski dans- flokkurinn sýnir verk eftir hinn unga og upprennandi Alexander Ekman. Verkið hans heitir „Station Gray – Last Stop“ og fjallar um ungt fólk sem bregður sér í gervi gamalmenna. „Ég reyni eftir fremsta megni að líkja eftir hreyf- ingum eldra fólks í dansinum og til þess að gera það hef ég að sjálf- sögðu þurft að fylgjast með hreyf- ingum þess og rannsaka að hvaða leyti þær væru frábrugðnar hreyf- ingum þeirra yngri. Upphaflega ætlaði ég að láta persónur í verkinu leika gamalt fólk en ég breytti því á miðri leið og ákvað frekar að láta þau vera ungt fólk sem klæðir sig upp sem gamalmenni. Þannig fjallar sýningin að hálfu leyti um það að setja sig í ákveðin hlutverk,“ segir hann. Stíft ferli Alexander hefur verið staddur hér á landi í fjórar vikur, sem hann segir nokkuð knappan tíma fyrir uppsetningar sem þessar. „Það er því stíf æfingatörn að baki og þó svo að ég hefði gjarnan viljað fá að- eins meiri tíma til að undirbúa verkið þá hefur þetta gengið vel. Það sem hefur gert þetta erfitt er sú staðreynd að ég þekkti hópinn ekk- ert þegar ég kom hingað og vissi þar af leiðandi ekki hverjir styrk- leikar og veikleikar einstakra dans- ara voru. En nú er ég farinn að sjá það og ég held við séum nokkurn veginn orðin tilbúin með verkið þótt maður sé kannski aldrei alveg hundrað prósent öruggur. Reyndar held ég að ég hafi aldrei verið eins ánægður með sýningu eftir mig eins og þegar ég samdi mitt fyrsta verk, en upp frá því hef ég verið gagnrýnni á sjálfan mig. Ég held líka að sjálfsgagnrýni sé nauðsynleg til þess að maður geti þróast eitt- hvað áfram og náð framförum,“ segir hann. Dans fyrir alla Verki Alexanders hefur verið lýst sem léttu og húmorísku og hann segir að vissulega sé eitthvað til í því. „Ég er samt ekki að reyna sér- staklega að koma áhorfendum til að hlæja enda held ég að slíkar til- raunir geti auðveldlega misheppn- ast. En ég legg áherslu á að nútíma- dans geti vel höfðað til allra, hvort sem fólk hefur eitthvert sérstakt vit á dansi eða ekki. Mér finnst oft eins og nútímadans hafi þann stimpil á sér að hann geti alls ekki verið við almannasmekk, enda þurfi áhorf- endur alltaf að skilja fullkomlega hvað danshöfundar og dansarar eru að túlka hverju sinni. Auðvitað er maður alltaf að reyna að segja einhverja sögu, en ef fólk sér eitt- hvað annað út úr verkinu en höf- undurinn sjálfur og hefur gaman af þá er það bara í góðu lagi,“ segir hann. Eins og fyrr segir er þetta í fyrsta sinn sem Alexander vinnur með Ís- lenska dansflokknum og hann hef- ur verið hér í fjórar vikur. Hann flýgur svo af landi brott í dag þar sem fleiri verkefni bíða. „Næst fer ég til Gautaborgar að vinna með danshópi að nýju verki en það verður í fyrsta skipti sem verk eftir mig verður sýnt í mínu heima- landi. Frá því að ég byrjaði að spreyta mig sem danshöfundur fyrir þremur árum hef ég lifað al- geru flökkulífi og komið víða við í Evrópu. Það getur vissulega verið erfitt, en maður kvartar ekki á meðan maður hefur nóg af verk- efnum,“ segir Alexander að lokum. Dansverk eftir Alexander Ekman sýnt í Borgarleikhúsinu Nútímadans fyrir alla Ungt fólk bregður sér í gervi gamalmenna í dansverki Alexanders Ek- mans, sem Íslenski dans- flokkurinn sýnir á Stóra sviði Borgarleikhússins. Ungur og upprenn- andi Hinn sænski Al- exander Ekman. ➤ Sýningin á verkum Jo Ström-gren og Alexanders Ekman ber heitið Dans-andi. ➤ Frumsýning var í gær og aðr-ar sýningar verða 24. febrúar og 2., 7., 9. og 16.mars. FEBRÚARSÝNINGIN MENNING menning@24stundir.is a Ég er samt ekki að reyna sérstaklega að koma áhorf- endum til að hlæja enda held ég að slíkar tilraunir geti auðveldlega misheppnast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.