24 stundir - 23.02.2008, Page 34

24 stundir - 23.02.2008, Page 34
LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2008ATVINNA34 stundir Íslenskir aðalverktakar hf. Höfðabakka 9, 110 Reykjavík, sími 530 4200 Mælingamenn ÍAV óskar eftir mælingamönnum til starfa. Mælingarmenn annast allar útsetningar á byggingarstöðum og aðrar mælingar við verklegar framkvæmdir auk þess að annast uppgjörsmælingar eftir að framkvæmdum lýkur. Æskilegar hæfniskröfur: • Tæknimenntun • Góð tölvukunnátta (AutoCad og Excel) • Reynsla í mælingum Upplýsingar veitir Jón Indriðason mælingamaður í síma 530-4200. Umsóknir berist í gegnum heimasíðu ÍAV www.iav.is fyrir 2. mars 2008. ert þú kona á besta aldri? Starfið felst ma. í móttöku gesta í líkamsrækt og dekur, bókanir, símsvörun, sölu, þjónustu omfl. Hæfniskröfur: -Umsækjendur þurfa að hafa náð 21 árs aldri -Umsækjendur þurfa að vera duglegir, jákvæðir og geta unnið sjálfstætt - Almenn tölvukunnátta - Reynsla af sölu- og þjónustustörfum - Mikil þjónustulund Umsjón með ráðningum: Linda Pétursdóttir, linda@isf.is Einnig er hægt að nálgast umsóknareyðublöð í móttöku Baðhússins heilsul ind fyrir konur Brautarholt 20 105 Rvk Sími 561 5100 www.badhusid.is Við leitum að starfskrafti í móttöku á morgun-og dagvaktir    Malarhöfða 2a • 110 Reykjavík Sími 570 9900 • www.fiat.is Opið: virka daga frá 8–18 laugardaga frá 12–16 Saga er umboðsaðili fyrir Alfa Romeo, Ducati, Ferrari, Fiat og Maserati 1. Nafn: Guðný Rut Isaksen (MA í sálfræði frá McGill-háskóla í Montreal). 2. Staða: Ráðgjafi á rannsóknarsviði Capacent Gallup. 3. Ertu í draumastarfinu? Já, hér fæ ég að nýta þekkingu mína og menntun á fjölbreyttan og áhugaverðan hátt og fæ jafnframt að kynnast nýju fólki á hverjum degi. Verkefnin sem ég tekst á við í vinnunni krefjast þess að ég verð ávallt að að læra nýja hluti sem gerir það að verkum að starfið verður aldrei óspennandi. Vinnufélagar mínir eru líka hver öðrum skemmtilegri. Ég held að það sé erfitt að komast nær draumastarfinu en það. 4. Hvað vildir þú verða þegar þú varst lítil? Ég var harðákveðin í því að eiga stórbrotinn feril í blaðamennsku. 5. Er hægt að lesa í fólk? Já, það er að sjálfsögðu hægt en ég ítreka nauðsyn þess að nota réttar aðferðir til að eitthvað sé að marka lesturinn. 6. Hvert var þitt fyrsta starf? Ég afgreiddi á vídeóleigunni Tindavídeó í Breiðholti. 7. Hvaða áhugamál stundar þú fyrir utan vinnutíma? Ég er í djassballett hjá vinkonu minni Birnu Björnsdóttur í dansskólanum hennar. 8. Gerir starfsfólkið eitthvað saman utan vinnu? Já, hér er margt skemmtilegt gert. Til dæmis er stór hópur núna að undirbúa sig fyrir að klífa Hvannadalshnjúk í vor. 9. Sérðu fyrir þér að þú munir sækja um annað starf í framtíðinni? Ekki í bráð en ef ég geri það verður það að vera jafn frábært og starfið sem ég er í núna. 10. Hverju myndir þú breyta ef þú fengir að stjórna fyrirtækinu í einn dag? Ég myndi setja á stofn einkarekinn leikskóla fyrir börn frá 9 mánaða aldri sem yrði staðsettur í húsinu. Annars er afskaplega vel hugsað um okkur og allt undir styrkri stjórn þannig að litlu ef nokkru þarf að breyta. Nýtir bæði þekkingu og menntun

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.