24 stundir - 23.02.2008, Page 41

24 stundir - 23.02.2008, Page 41
24stundir LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2008 41 Kristjana Guðbrandsdóttir dista@24stundir.is Hvaða lifandi manneskju líturðu upp til og hvers vegna? Helst lít ég upp til hennar mömmu minnar. Fyrst og fremst af því hún er framúrskar- andi góð mamma. Hver er þín fyrsta minning? Ég man eftir því að vera 4 ára að leika mér á svelli í Västarås í Svíþjóð þar sem ég átti heima og ég flaug á hausinn og viðbeins- brotnaði. Hver eru helstu vonbrigðin hingað til? Á sínum tíma voru það gríðarleg vonbrigði að fá ekki að vera með í Herranótt í fyrsta skipti sem ég sóttist eftir því. En draum- urinn kramdist ekki alveg því að ég gafst sem betur fer ekki upp og fékk að vera með ári seinna. Hvað í samfélaginu gerir þig dapra? Ótrúlega margt því miður. Fordómar og of- beldi eru þar efst á blaði í dag. Leiðinlegasta vinnan? Held það hljóti að vera þegar ég var 16 ára stuepige á einhverju hóteli við Istedgade í Kaupmannahöfn. Ég hætti líka eftir ca. hálf- tíma. Uppáhaldsbókin þín? Ég var mjög hrifin af 100 ára einsemd. Hvað eldarðu hversdags, ertu góður kokk- ur? Það er ekki til sú manneskja í heiminum sem myndi kalla mig góðan kokk. Ég er alla vega ekki þekkt fyrir mikil tilþrif í eldhús- inu. Mér finnst skemmtilegast að elda pasta- rétti en kærastanum mínum finnst pasta vont þannig að þegar ég elda, sem er kannski 30 sinnum á ári í mesta lagi, þá er það bara eitthvað hippsumhapps. Hver myndi leika þig í kvikmynd byggðri á ævi þinni? Ég myndi vilja að það yrði gerð svona „I’m not there“ (Bob Dylan myndin) mynd um mína ævi. Þá myndu nokkrir valinkunnir vinir mínir fá að spreyta sig á hlutverkinu. Kannski bara allir bekkjarfélagarnir mínir úr leiklistarskólanum. Það væri gott konsept. Að frátaldri húseign, hvað er það dýrasta sem þú hefur fest kaup á? Það hlýtur að vera allt of þægilegi sófinn sem við keyptum í sumar í nýju fínu íbúð- ina okkar. Mesta skammarstrikið? Ég hlýt að vera svona ótrúlega stillt af því að ég man eiginlega ekki eftir neinu skamm- arstriki. Hvað er hamingja að þínu mati? Hún er kannski að miklu leyti hæfileikinn að geta verið jákvæður út í lífið og sáttur við sig og sína. Hvaða galla hefurðu? Fullt. Ég er að vinna í þeim markvisst. Geri ráð fyrir því að vera orðin gallalaus sumarið 2024. Ef þú byggir yfir ofurmannlegum hæfi- leikum hverjir væru þeir? Ég væri til í að vera göldrótt. Það myndi ef- laust oft koma sér vel. Hvernig tilfinning er ástin? Hún er hlý og góð umvefjandi öryggis- tilfinning sem lyftir lífinu þínu á hærra plan. Hvað grætir þig? Vanlíðan. Eða þegar ég horfi á eitthvað mjög fallegt eða sorglegt í sjónvarpi eða leikhúsi. Eða þegar ég hlusta á fallega tónlist. Eða það að leika Sigrúnu þunglyndissjúkling í Bað- stofunni. Hún er grátandi allan tímann grey kellingin. Hefurðu einhvern tímann lent í lífshættu? Einu sinni var ég að svamla í sjónum á aust- urströnd Bandaríkjanna þegar stór hákarl strandaði nokkrum metrum frá mér. Ég var búin að vera að synda með hann við hliðina á mér í nokkra stund og hélt að þetta væri svört vindsæng sem einhver hefði týnt. Það var mjög ógnvekjandi. Ég myndi ekki vilja vera étin af hákarli. Hvaða hluti í eigu þinni meturðu mest? Ég kann ekki að bindast veraldlegum hlut- um tilfinningaböndum. Enda týni ég og gleymi öllu. En ég á frábæra vini og fjöl- skyldu sem ég met mikils. Hvað gerirðu til að láta þér líða vel? Ég fer út að hlaupa og í ræktina. Svo fer ég í gufu og sund í Vesturbæjarlauginni eða í froðubað heima. Mér líður alltaf miklu bet- ur eftir þessa rútínu. Hverjir eru styrkleikar þínir? Ég held að það gæti kannski verið að ég sé frekar hreinskilin og jákvæð. Annars verða bara aðrir að dæma um það. Hvað langaði þig að verða þegar þú varst lítil? Þegar ég var lítil þá langaði mig að vinna við það sama og Matlock og Madonna. Er gott að búa á Íslandi? Já, mér finnst það. Ekki spurning. Ég vildi hvergi annars staðar vera. Þótt að skamm- degið geti oft verið ansi strembið þá birtir jú alltaf til um síðir. Hefurðu einhvern tímann bjargað lífi ein- hvers? Nei, það hef ég ekki gert. Allavega ekki bók- staflega. Hvert er draumastarfið? Ég er í draumastarfinu mínu núna. Sem er að vera leikkona og vinna með frábæru fólki að því að gera framsækið og skemmtilegt leikhús. Hvað ertu að gera núna? Það er rosa-gaman hjá mér þessa dagana af því að ég er að æfa leikritið „Sá ljóti“ sem leikfélagið Vér morðingjar eru að setja upp í samstarfi við Þjóðleikhúsið og verður frum- sýnt í apríl. Ég er líka að sýna leikritið „Bað- stofan“ eftir Hugleik Dagsson sem er sýnt í Þjóðleikhúsinu og fær frábær viðbrögð hjá fólki. Svo eru „Ég og vinir mínir“ að vinna að undirbúningi á verkinu „Húmanimal“ sem verður frumsýnt á næsta leikári. Fyrsta hlutverk Dóru í Þjóðleik- húsinu eftir útskrift var María í Stórfengleg! Einnig hefur hún leikið unglingsstúlkuna Kötu, sem var eitt af aðalhlutverk- unum í söngleiknum Legi eftir Hugleik Dagsson og fréttakon- una Rósu í Óhapp! eftir Bjarna Jónsson. Dóra leikur nú í Bað- stofunni eftir Hugleik Dagsson og fer með hlutverk í leikritinu Sá ljóti síðar í vetur. a Einu sinni var ég að svamla í sjónum á austurströnd Bandaríkj- anna þegar stór hákarl strandaði nokkrum metrum frá mér. Ég var búin að vera að synda með hann við hliðina á mér í nokkra stund og hélt að þetta væri svört vindsæng sem einhver hefði týnt. Það var mjög ógnvekjandi. Ég myndi ekki vilja vera étin af hákarli. Árvakur/Golli 24 spurningar Dóra Jóhannsdóttir

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.